�??Síðan ég man eftir mér hef ég stefnt á myndlistina og var síteiknandi og málandi öllum stundum, stundum urðu jafnvel veggirnir í herberginu mínu fyrir barðinu á mér ef pappír vantaði. Á yngri árum fór ég að finna fyrir óútskýranlegum verkjum í fótunum sem urðu það slæmir sumar nætur að ég grét fram á morgun. Læknar skildu ekki í neinu og ég fór að sjá sjálfa mig sem óhemju og dramadrottningu sem þyldi ekkert áreiti því þannig upplifði ég oft viðbrögð fólks þegar ég fann óeðlilega til eftir meiðsli eða eftir mikla áreynslu eða álag,�?? segir Perla Kristinsdóttir sem verður með myndlistarsýningu í Safnahúsinu sem verður opnuð formlega á föstudaginn.
Perla heldur áfram að lýsa veikindum sínum sem markað hafa líf hennar. �??Að lokum reyndi ég að hætta eftir bestu getu að kvarta undan verkjum og svefnleysi en snemma á tvítugsaldrinum fór ég að missa máttinn í höndunum líka og var ég svo loks greind með vefjagigt, reyndar tvisvar því ég fór í svo mikla afneitun í fyrri greiningunni að ég var greind aftur þegar ég sneri aftur til læknis rúmlega ári seinna og með árunum dreifðist gigtin í restina af líkamanum. �?g hef lært að lifa með þessum verkjum og haldið þeim niðri með hollu mataræði, hreyfingu og hvíld en það sem virkar einnig er að halda niðri stressinu.�??
Gildir að vera vel gift
Perla segist fljótt hafa áttað sig á því að ef hún ætlaði að eiga færi á að taka þátt í að veita fjölskyldu sinni fjárhagslegt öryggi yrði hún að mennta sig þar sem líkaminn gaf henni ekki kost á líkamlegri erfiðisvinnu. �??�?g hef verið mjög lánsöm með maka því alla mína skólagöngu og með þau veikindi sem mér fylgja hefur hann staðið við bakið á mér 100% þessi 20 ár sem við höfum verið saman. Í blíðu og stríðu.
Í dag, vel gift og tveim börnum ríkari hef ég náð að klára iðnpróf í listnámi úr Iðnskólanum í Reykjavík sem semidúx og stefndi á Listaháskólann en eftir seinni meðgönguna versnaði gigtin og ég vissi að ég myndi aldrei þola líkamlega álagið sem myndlistinni fylgir,�?? segir Perla sem lét þó ekki staðar numið.
�??�?g varð alveg heilluð af kennurunum á Listnámsbrautinni í Iðnskólanum þannig að ég tók þá ákvörðun að feta þá braut og kláraði listfræðina í Háskóla Íslands.�??
Aflaði sér víðtækrar reynslu
Hún aflaði sér reynslu með rekstri á Artíma Gallery, í framkvæmdastjórn listagrúppunnar Festisvalls, starfaði hjá Nýlistasafninu og á rannsóknardeild Listasafns Íslands og loks hóf hún mastersnám í kennslufræðum á efstastigi í Háskólanum á Akureyri.
�??Í æfingakennslunni sneri ég loks aftur í gamla Iðnskólann sem í dag er Tækniskólinn og kenndi á listnámsbraut sem æfingakennari. Fyrsti dagurinn byrjaði reyndar þannig að kokkurinn rak mig út úr kennaramötuneytinu og benti mér á hvar nemendur ættu að vera en eftir að ég náði að sannfæra hann um að ég væri ekki nemandi tók við eitt af þeim skemmtilegustu störfum sem ég hef tekið að mér.
Eftir að sonur okkar greindist með einhverfu vorum við hjónin oft að velta því fyrir okkur að flytja aftur á æskuslóðir í aukið öryggi og þéttara samfélag og þegar tími var kominn á að peyinn átti að hefja skólagöngu var stefnan tekin á að flytja heim og klára mastersritgerðina þar.�??
Enn syrtir í álinn
Fjölskyldan flutti til Eyja og við tók mikil vinna og ritgerðinni var slegið á frest í sífellu. Með meiri vinnu og auknu álagi versnaði gigtin þar til hún gat ekki stigið fram úr á morgnana. �??Loks fór ég að finna fyrir verkjum sem ég kannaðist ekki við né virkuðu venjulegu rútínurnar á verkina. Loks var ég greind með iktsýki sem er afbrigði af liðagigt og í dag er ég hætt að vinna en stefni aftur á starf mitt hjá Safnahúsinu, helst í Listasafninu sem snýr meðal annars að skipulagi og skráningu verka og sýningastjórnun.�??
Í veikindum hefur Perla notað teikningar til að komast í gegnum erfiðustu gigtarköstin en þau hafa versnað til muna eftir að hún greindist með seinni gigtina. �??Líkami minn virðist heldur ekki taka vel við lyfjagjöf og því hefur það tekið langan tíma fyrir læknateymið að finna réttu lyfin sem henta báðum gigtunum.
�?g get ekki lengur málað heilu málverkin en ég nýti mér punktatækni, eða dotwork, í skyggingum en ég hef þróað tækni við að halda á pennanum til að gera alla þessa punkta og allar teikningar mínar eru fríhendis en þessar teikningar taka meiri tíma en ég er vön og það er einnig ágætis æfing í núvitund. Með tímanum fór ég að leika mér með vatnsliti og teikningarnar urðu stærri og nákvæmari eftir því sem ég var lengur bundin við rúmið.�??
Spurning um að eiga fyrir jólagjöfum
Loks um jólin í fyrra stóðu þau frammi fyrir því að eiga ekki fyrir jólagjöfum. �??�?á hvatti vinkona mín mig til að selja eitthvað af teikningum mínum. �?að tók hana smá tíma að sannfæra mig og loks bjuggum við vinkonurnar til síðuna með því frumlega nafni, Perla Kristins með fjórum teikningum eftir mig og síðan var opnuð klukkan eitt á sunnudagsnótt.
Við tókum myndir af verkunum á fallega heimili hennar og skelltum inn á síðuna ásamt stærðum og verði. �?g þorði ekki að líta á viðbrögð fólks við myndunum fyrr en um kvöldmatarleytið daginn eftir og brá mikið við frábærum viðbrögðum við myndunum mínum. Myndirnar kláruðust og við gátum keypt flottar jólagjafir og jólamaturinn var grand.�??
�?arf að teipa saman puttana
Perla lét þar við sitja í að koma sér á framfæri, enda stórt skref að hennar mati að líta aftur á sig sem listamann. �??�?g hélt samt áfram að teikna, mála og leika mér með blandaða tækni. Hana lærði ég meðal annars í margmiðlun í listnáminu því suma daga var auðveldara að dunda sér í tölvunni en að teikna eða mála því líkaminn er ekkert voðalega samvinnuþýður í listsköpuninni.
Til að nota tölvuna teipa ég fingurna saman til að koma í veg fyrir að þeir stífni upp og bólgni of mikið. Með þessari tækni er ég að útbúa myndir sem innihalda alls kyns teikningar, ljósmyndir sem ég hef tekið og vatnsmálningu. Oft er þetta mikið ferli því ég þarf stundum að margvinna einn lítinn hluta af verkinu aftur og aftur og þar sem ég er hægari en ég er vön þá er þetta einnig ágætis æfing í þolinmæði og að sættast við þá stöðu sem ég er í í dag. �?g þurfti að takast á við mikla reiði fyrst þegar ég fór í sjúkraleyfið og þá sérstaklega vegna þess að þurfa að hætta að vinna. �?g er einnig greind með athyglisbrest og mikla hreyfiþörf og þetta er ekki góð blanda til að vera mikið rúmföst en ég er vön að vera með mörg járn í eldinum og hafa ávallt nóg að gera.�??
Með kvíðahnút í maga
�?að var svo Kári Bjarnason fyrrum yfirmaður Perlu í Safnahúsinu sem hringir í hana og tjáir henni að nú þurfi að finna listamann um Safnahelgina í nóvember. �??�?g sagðist ætla að athuga nokkra listamenn sem gætu haft áhuga á að sýna og legg á. �?egar ég er að fara yfir skrána mína yfir tengiliði sem gætu sýnt hjá okkur átta ég mig á því að þarna sé tækifærið, nú tek ég þetta skref og fer hinum meginn við borðið og frumsýni mig sem listamann,�?? segir Perla.
Með kvíðahnút í maganum hringdi hún í Kára daginn eftir og spurði hvort hún mætti vera listamaðurinn. Tók hann vel í það og þau negldu síðar daginn, föstudaginn 3. nóvember klukkan 18:00. �??�?á opna ég mína fyrstu einkasýningu í Safnahúsi Vestmannaeyja. �?arna verða ekki einungis verk unnin með blandaðri tækni heldur mun ég einnig sýna skissur og ferlið sem fer í þessar myndir en flest verkin eiga það sameiginlegt að innihalda hálfgerða þerapíu fyrir veikindi mín því ég teikna aðallega myndir sem minna mig á að lífið tekur enda og því verðum við að lifa því eins vel og við getum og þaðan kemur nafnið á sýningunni �??Vita Brevis�?? sem er tekið úr latínunni �??Vita Brevis, Ars Longa�?? eða �??Lífið tekur Enda en Listin er Eilíf,�?? segir Perla að endingu.