ÍBV sigraði Sel­foss þegar liðin mættust í Olís­deild karla í hand­bolta í dag, loka­töl­ur 30:31.
Leik­ur­inn var jafn til að byrja með en þegar leið á fyrri hálfleikinn náðu Eyja­menn und­ir­tök­un­um og leiddu með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 17:15.
Eyjamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og leiddu en Selfyssingar voru þó alltaf skammt undan. Eftir spennandi lokamínútur sigldu leikmenn ÍBV eins marks sigri í höfn eins og fyrr segir.
Hjá Eyja­mönn­um skoraði Agn­ar Smári Jóns­son 12 mörk og þeir Theo­dór Sig­ur­björns­son og Ró­bert Hostert skoruðu báðir sjö mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði níu skot.