ÍBV og Fjölnir mætast í lokaleik sjöundu umferðar Olís-deild kvenna í kvöld kl. 18:30. Með sigri geta Eyjakonur komist upp að hlið Hauka sem sitja í öðru sæti með 12 stig. Í fyrsta sætinu eru Valskonur með 14 stig, enn ósigraðar en þær gerðu jafntefli við Hauka í gær.