Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves endaði á sunnudaginn þar sem hin heimsfræga hljómsveit Mumford and sons spiluðu fyrir gesti í Valshöllinni. En talsvert af Eyjamönnum létu ekkert óveður og rafmagnsleysi stoppa sig í gleðinni og nutu tónleikanna sem stóðust allar væntingar tónleikagesta.
Talið er að um 7500 manns hafi keypt sér miða á hátíðina en margir erlendir gestir koma einnig hingað til lands til þess að njóta hátíðarinnar.
Vestmanneyingarnir Júníus Meyvatn, Sindri Guðjónsson og �?ura Stína Kristleifsdóttir voru einnig meðal flytjenda á hátíðinni í ár.