Á föstudaginn nk. ætlar Gísli Matthías og fjölskylda að slá upp asískri veislu á Slippnum. Aðspurður sagði Gísli að fjölskyldunni langaði að hafa opið valdar helgar á veturna ef áhugi væri fyrir því í Eyjum. �??Okkur langar að hafa kvöldin svolítið óhefbundin og aðeins öðruvísi á Slippnum á sumrin. Ef vel gengur er aldrei að vita nema við bætum við álíka kvöldum í vetur,�?? sagði Gísli. Aðspurður um tilefnið sagði hann að það væri í raun ekkert svoleiðis: �??Okkur langar bara að þjónusta heimafólk á þennan hátt, og í framtíðinni langar okkur að stækka tímabilið í báðar áttir. En eins og stendur er staðurinn í raun bara alltof stór til þess að hann myndi standa undir sér í rekstri yfir þessa mánuði.�??
Í þetta skiptið ætla þau að vera með þema í austur asískum stíl í bland við þema Slippsins við íslenska matargerð. �??�?g fór fyrr á árinu til Hong Kong að kynna íslenska matargerð og gjörsamlega varð ástfanginn að aðferðunum í matargerðinni þar, og fannst ótrúlegt hvað hún á í raun og veru skylt með norrænni matargerð að vissu leyti – þá sérstaklega sú japanska, einfaldleikinn í bragðsamsetningum spilar þar stóran þátt. Við munum bjóða uppá í raun og veru uppáhaldsréttina okkar frá Japan, Kína, Tælandi og Suður-Kóreu en nota samt norrænt hráefni í bland við það og skapa eitthvað sem ekki er hægt að fá neinsstaðar annarsstaðar,�?? sagði Gísli.
Gísli sagði að verðinu yrði stillt í algjört hóf og mun kosta 7990 kr í forsölu á mann fyrir hátt í tíu rétti. �??�?emað á kvöldverðinum verður þannig að allir mæta klukkan 19.00 og úr verður algjör veisla. Ef vel verður selt í forsölu þá bætum við laugardeginum við. �?ó svo að maturinn sé kannski svolítið óhefbundin og ólíkur því sem Slippurinn hefur boðið upp á fram að þessu þá er útgangspunkturinn alltaf sá að búa til bragðgóðan mat sem gengur ofan í alla en er samt framandi,�?? sagði Gísli.
Matseðillinn er vægt til orða tekið spennandi og má sjá hér að neðan:
JAPAN
Sushi rúllur:
LAX, gerjaður hvítlaukur & lárpera.
Leturhumar, spicy majó & mangó.
SMÁL�?ÐA með basilrjómaosti
& agúrku.
K�?REA
KFC (korean fried chicken) með sesam, lime & söl vinagrette.
STEAM bun með norrænu kimchi, grísakinnum & gúrkum.
T�?LAND
GR�?NT karrí með seljurót
& límónu laufum.
Bok Choi & hvítlaukur.
KÍNA
PEKING andalæri & fried rice.
TÍGRISR�?KJU dumplings með rjómaostkremi.
LAMB dumplings með engifer & kóríander.