Hinn ungi myndlistarmaður Ástþór Hafdísarson hélt sýningu á Slippnum á nýafstaðinni Safnahelgi sem fram fór dagana 2.-5. nóvember. Var sýningin vel sótt og seldust nær allar myndirnar sem til sýnis voru. Ásþór er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Ástþór Hafdísarson.
Fæðingardagur: 7. mars 2008.
Fæðingastaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Vá, það er eitt flókið dæmi. �?g á fullt af mömmum og pöbbum. Hafdís er mamma mín og svo á ég tvær stjúpmömmur sem heita Erna og Guðrún, svo heitir pabbi minn Jónas �?órir, blóðpabbi minn Andri og bónuspabbi minn heitir Gísli Matthías svo á ég litla systur sem heitir Oddný Bára og svo er eitt systkini væntanlegt í desember.
Uppáhalds vefsíða: �?g er mjög mikið á Google.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Imagine dragons og Twenty one pilots.
Aðaláhugamál: Aðaláhugamálið mitt er að teikna en annars hef ég líka mikinn áhuga á landafræði og fánum.
Uppáhalds app: Instagram.
Hvað óttastu: Chucky.
Mottó í lífinu: Nei, ég er ekki kominn svo langt.
Apple eða Android: Bæði betra.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?g væri til í að hitta Messi.
Hvaða bók lastu síðast: �?g er núna að lesa Tomma Teits.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþróttamaður er Messi en uppáhalds íþróttafélag er Arsenal.
Ertu hjátrúafullur: Hvað er það? �?rugglega ekki.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Nei eða ég er í leikfimi og sundi í skólanum og labba heim úr skólanum og svona en ég er ekki að æfa neina íþrótt lengur.
Uppáhalds sjónvarpsefni: Náttúrulífsþættirnir hans David Attenborough.
Komu margir á sýninguna: Já, mjög margir eða um 130 manns!
Fékkstu góð viðbrögð: Já, mjög góð viðbrögð og ég er rosalega ánægður með þessa sýningu.
Seldust margar myndir: Já, það seldust næstum allar myndirnar.