�?g var að skoða ályktun bæjarráðs Vestmannaeyja frá 9. nóvember sl. um mögulega íbúakosningu vegna hugsanlegrar yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs. Fyrir ráðinu lá erindi þar sem rætt er um möguleika á íbúakosningu vegna málsins.
Mér finnst bæjarráð annað hvort misskilja erindið eða hreinlega snúa út úr fyrir þeim sem það sendir. Sá sem sendir erindið er einungis að fara fram á að viðhöfð verði íbúakosning um það grundvallaratriði hvort Vestmannaeyjabær eigi að reka Herjólf eður ei. Bæjarráð svarar því til að ekki sé tímabært að viðhafa íbúakosningu um málið þar sem enginn samningur liggi fyrir um yfirtökuna. �?etta kalla ég misskilning eða útúrsnúning bæjarráðs. Í erindinu til ráðsins er ekki orð um einhvern samning sem ekki liggur fyrir heldur um grundvallaratriði. �?etta svar bæjarráðs er augljóst dæmi um það þegar spurt er í austur er svarað í vestur. �?að þykir ekki gott í mannlegum samskiptum og allra síst í stjórnsýslunni.
�?g tel að mjög auðvelt sé að viðhafa íbúakosningu um þetta grundvallaratriði, kanna þannig hug bæjarbúa og veita bæjarstjórn betri forsendur til að taka ákvarðanir í málinu.
Nú þegar, og þótt fyrr hefði verið, væri til dæmis hægt að spyrja bæjarbúa þeirrar einföldu grundvallarspurningar hvort þeir vilji taka rekstur Herjólfs yfir á bæjarfélagið. �?ar með fengist gott veganesti fyrir bæjarstjórnina til vandvirkari og lýðræðislegri ákvarðanatöku.
Með samþykkt sinni er bæjarráð og bæjarstjórn að hafna þessari lýðræðislegu aðkomu bæjarbúa. Vonandi endurskoða bæjaryfirvöld þessa afstöðu sína, sérstaklega ef þau vilja sameina frekar en sundra.
Ragnar �?skarsson