Fimmtudaginn 26. október sl. voru haldnar svokallaðar Menntabúðir Visku í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Boðið var upp á kynningar á nýtingu upplýsinga- og tölvutækni í skólastarfi, t.d. rafræna kennsluhætti og námsaðlögun nemenda með sérþarfir þar sem hentug forrit voru kynnt fyrir gestum.
Menntabúðir, eða EduCamp, er skemmtileg og áhrifarík leið til starfsþróunar kennara og hafa verið í þróun hér á landi síðan 2012. Upprunalega módelið af EduCamp kemur frá Kólumbíu og er meginmarkmiðið óformleg jafningjafræðsla og efling tengslanets þátttakenda.
Meðal þess sem var á dagskrá var kynning á Keywe, en það er rafræn stílabók sem fyrrum handboltastjarnan �?lafur Stefánsson hefur verið að þróa síðustu ár í samstarfi við kennara og nemendur. Hið margverðlaunaða kennsluleiktæki Osmo var einnig á staðnum og gafst þátttakendum kostur á að prófa það auk þess sem sýnt var hvernig íslensk verkefni eru gerð í Osmo Words. Auk þess var Flettispjaldaforritið Quizlet.com, glærugerðarforritið Nearpod og myndbandsforritið Clips einnig kynnt fyrir gestum.
Menntabúðir hafa verið haldnar víðs vegar um landið undir heitunum “;”Eymennt, “;”Austmennt, “;”Vestmennt, og “;”Kopmennt og er nú lagt upp með að stofna “;”Eyjamennt sem ef til vill færir út kvíarnar á Suðurlandið þegar fram líða stundir. �?ll þessi lærdómssamfélög eiga sér spjallþræði á Twitter þar sem kennarar miðla og kynna viðfangsefni og aðferðir og ræða málefni tækninnar í skólastarfi.
Ánægð með útkomuna og stefna á aðrar menntabúðir á næsta ári
Í samtali við Eyjafréttir sagði Valgerður Guðjónsdóttir í Visku hugmyndina að því að fara af stað með menntabúðir í Eyjum hafa sprottið út frá samtali sem hún átti við Bergþóru �?órhallsdóttur, fyrrverandi forstöðukonu Visku og fyrrverandi kennara og skólastjórn-anda í Eyjum. �??�?g hef verið að fylgjast með hvað hún hefur verið að gera fyrir norðan og nú í Kópavogi og fannst þetta það spennandi að ég spurði hvort við ættum ekki að prófa þetta hér í Eyjum líka. Eftir það fór boltinn að rúlla. Begga er gríðarlegur frumkvöðull og frábært að fá hana með í þessa innleiðingu,�?? segir Valgerður.
Í kjölfarið var boðað til fundar með forsvarsmönnum allra skólastiga og þar var ákveðið að láta á þetta reyna. �??Við sáum fljótt að húsnæði Visku væri of lítið og þess vegna varð Framhaldsskólinn fyrir valinu að þessu sinni. �?að var náttúrulega alveg frábært að þátttakendur skyldu vera yfir 80 manns og erum við að springa úr stolti yfir hve vel tókst til og stefnum á aðrar Menntabúðir í febrúar 2018,�?? segir Valgerður að lokum.