�??Við renn­um blint í sjó­inn. Vit­um nán­ast ekk­ert um þetta lið sem mæt­um en lát­um það ekki á okk­ur fá,�?? sagði Arn­ar Pét­urs­son, þjálf­ari karlaliðs ÍBV í hand­knatt­leik við mbl.is en hann er mætt­ur til Zhlobin í Hvíta-Rússlandi þar sem ÍBV mæt­ir HC Gomel í Áskor­enda­keppni Evr­ópu í dag. Um er að ræða fyrri viður­eign liðanna.
�??Venju­lega þá býr maður sig und­ir leiki með því að fara yfir upp­tök­ur af leikj­um and­stæðing­anna en í þessu til­felli er því ekki til að dreifa. Við höf­um reynd­ar bút úr leik HC Gomel og Mes­h­kov Brest en þar var svo mik­ill mun­ur á liðunum að það er ekk­ert að marka enda er Brest eitt besta lið Evr­ópu. Nú erum við í ein­hverju allt öðru sem get­ur líka verið spenn­andi,�?? sagði Arn­ar í gær.
Var hann ný­stig­inn upp í rútu fyr­ir utan flug­völl­inn í Minsk en rút­an átti að flytja hann og liðsmenn ÍBV nærri 300 km leið til Zhlobin. Bær­inn er í suðaust­ur­hluta Hvíta-Rúss­lands, ekki langt frá landa­mær­un­um �?kraínu, ekki svo ýkja langt frá borg­inni Cherno­byl hvar eitt mesta kjarn­orku­slys sög­unni varð fyr­ir rúm­um 30 árum.