Ágætu Vestmannaeyingar og aðrir viðskiptavinir.
Síðastliðinn vetur tókum við ákvörðun um að halda úti flugsamgöngum milli Bakka og Vestmannaeyja á heilsársgrundvelli með þægindi heimamanna og ferðamanna til Vestmannaeyja að leiðarljósi. Við höfum tekið þá ákvörðun að þessi þjónusta gangi ekki upp að óbreyttu allt árið um kring, og mun farþegaflug okkar milli Bakka og Vestmannaeyja frá og með vetrinum 2017 / 2018 leggjast í vetrardvala en vera áfram í boði frá vori fram á haust.
Við óskum ykkur gleðilegrar aðventu og sjáumst að vori með hækkandi sól.
Kær kveðja,
Atlantsflug.