Fríða Ísberg gaf nýverið út ljóðabókina Slitförin. Fyrir hana hlaut hún Nýræktarstyrk Miðstöð íslenskra bókmennta. Hún lauk grunnprófi í heim- speki og meistaraprófi í ritlist við Háskóla Íslands. Hún skrifar bókmenntarýni fyrir breska ritrýninn Times Literary Supplement og hefur einnig fengist við ritstjórn og útgáfu. Móðir hennar er Eyjakonan, Anna Lilja Marshall.
�??�?g fæddist í Vestmannaeyjum rétt fyrir jól 1992 og var í einhver misseri í Rauðagerði áður en við uttum upp á land og ég fór í skóla í Kópavogi. Amma og a bjuggu hér auðvitað og við komum oft í heimsókn. Síðan utti mamma aftur til Eyja árið 2011 og þá hef ég verið duglegri að koma í heimsókn,�?? segir Fríða aðspurð um tengsl sín við Vestmannaeyjar.
�??Slitförin er skálduð ljóðsaga sem fjallar um að verða einstaklingur á 21. öldinni, þegar einstaklings- hyggjan hefur aldrei vegið jafn- þungt. Okkur eru allir vegir færir, við ólumst upp í velmegun og í öryggi, áherslan er á því sem við viljum gera, ekki því sem við þurfum að gera. Sem er vel, en hefur sína fylgikvilla. Hver kynslóð hefur sínar eigin aukaverkanir. �??Hvað vilt þú verða?�?? hefur mér alltaf fundist hræðileg spurning. �?ví fylgir sívaxandi sjálfsmeð-
vitund að verða einstaklingur – að verða manneskja – sem er oft þjóðvegur eitt að sjálfsóörygginu. �?egar ég lít til baka líður mér eins og ég ha gengið í kastljósi eigin meðvitundar, alltaf meðvituð um það hvernig ég bar mig, um það hvernig ég labbaði. Í bókinni setti ég mikla áherslu á það að reyna að nna mig inn í hjörðinni en þó að reyna að skera sig úr henni. Og svo er það auðvitað hið klassíska einkenni unglingsins: Að líða eins og enginn skilji mann. Einmana- kennd. Dramatík,�?? segir Fríða.
Vensl unglingsins við foreldrana
�??Í þessum hugleiðingum fór ég að rannsaka vensl unglingsins við foreldrana – að það væri er tt að fjalla bara um það sem unglingur- inn velur, án þess að fjalla um það sem unglingurinn hafnar: Foreldr- arnir. Mótþróaskeiðið. Unglinginn sem krefst sjálfræðis.
Bókin fjallar líka um aðskilnað foreldris og barns og ég ákvað að skipta bókinni í þrjá ka a, í þrjú tímabil. Fyrsti ka inn heitir Skurður og byrjar í fæðingunni sjálfri: �?etta gerist í Vestmanna- eyjum, undir Eldfelli. Svo er annar ka inn sem heitir Slitförin og vísar bæði í þessa ferð, eða för, að slíta
sig frá foreldrum, en einnig slitförin sem myndast þegar maður vex of hratt. Í síðasta ka anum, Saumum, nær unglingurinn að sættast við foreldrið í sjálfum sér, þá er ljóðmælandinn orðinn að full- orðinni konu. Síðasta ljóðið í bókinni endar einmitt við Eldfell og heitir ljóðið því nafni.�??
Hvað er Fríða að gera núna? �??Í augnablikinu búum við maðurinn minn á Seyðisfirði. �?g er að vinna að næstu bók sem verður smásagna- handrit. Svo erum við dugleg við að akka á milli, eltast við ódýrt húsnæði á meðan maður getur. Eftir áramót förum við þrjá mánuði í rithöfundaíbúð í Frakklandi. Síðan kíkjum við kannski til Eyja eftir það, hver veit,�?? sagði Fríða Ísfjörð að lokum.