Karlalið ÍBV í handbolta spilar sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið mætir Fram í dag kl. 18:00. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið leikinn heimaleikur fyrr en nú er sú að síðustu mánuðir hafa farið í að leggja nýtt parket á stóra salinn. Með sigri í kvöld kemst ÍBV upp að hlið FH sem situr í öðru sæti Olís-deildarinnar, stigi á eftir Val.
�?ess má einnig geta að á laugardaginn mætir ÍBV Gomel frá Hvíta-Rússlandi í síðari viðureign liðanna í Áskorendabikar Evrópu en fyrri leiknum lyktaði með fjögurra marka sigri Eyjamanna. Leikurinn hefst stundvíslega kl. 13:00.