Eyjamaðurinn og ritstjóri 433.is, Hörður Snævar Jónsson var að gefa út, ásamt félögum sínum spilið Beint í mark. Hörður Snævar sem er sonur �?ldu Harðardóttur er fæddur og uppalinn fyrstu árin sín í Vestmannaeyjum. Hann fékk fótboltaáhugann ungur að árum en hann var farinn að mæta á allar æfingar og leiki hjá meistaraflokki ÍBV aðeins 6 ára gamall.
Spilið Beint í mark sem kemur í búðir á næstu dögum er spil um fótbolta og allt sem honum viðkemur. Hörður segir spilið fjölbreytt, skemmtilegt og fyrir alla fjölskylduna. �?ar sem fótbolti er mjög vinsæll hér á landi fannst félögunum vanta slíkt á markað hér á landi.
Hvaðan kemur fótboltaáhuginn? �?etta byrjaði mjög snemma. �?egar maður ólst upp í Eyjum komst ekkert annað að hjá manni en ÍBV. 6 og 7 ára gamall var ég mættur á allar æfingar ÍBV í meistaraflokki í fótbolta og var boltasækjari, það gerði svo mikið fyrir ungan dreng að fá alltaf að fara inn í klefa eftir hverja einustu æfingu og spjalla við strákana. Oftar en ekki var það svo Gunnar Sigurðsson þá markvörður ÍBV sem gaf mér súkkulaði sem laun og skutlaði mér svo heim af æfingum. Síðan þá hefur áhuginn alltaf verið til staðar, maður var ekki nógu góður til að spila fótbolta á hæsta stigi þannig að maður fann leiðir til þess að starfa í kringum áhugamálið með öðrum hætti.
Hvernig spil er þetta og fyrir hverja er spilið? Spil er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast við að spila um jólin, fótboltinn hefur svo aldrei verið vinsælli á Íslandi og því fannst okkur vanta slíkt spil á markað. Við ákváðum strax frá byrjun að spilið yrði fyrir alla aldurshópa. �?ví er hvert spjald með styrkleikaskiptum spurningum, um er að ræða þrjá styrkleikaflokka. Krakkarnir hafa því gaman af spilinu líkt og fullorðnir. �?eir sem vita lítið geta spilað og þeir sem eru að eigin sögn algjörir sérfræðingar fá líka spurningar við sitt hæfi. Spurt er út í alla anga fótboltans, karla- og kvennafótbolta og fótboltann hér heima og erlendis.
Aðspurður um hvort okkar fólk frá ÍBV og Heimir Hallgrímsson kæmu við í spilinu var svarið jákvætt, �??að sjálfsögðu og það talsvert mikið. Heimir hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar ásamt strákunum í landsliðinu. Einn af landsliðsmönnunum, Jóhann Berg Guðmundsson er einn af höfundum spilsins. Landsliðið leikur því stóran þátt í spilinu. Einnig kemur ÍBV talsvert við sögu ásamt þeim frábæru knattspyrnukonum sem ÍBV hefur framleitt, enda spilið mjög fjölbreytt þó aðeins sé spurt út í fótbolta,�?? sagði Hörður.