Páll Scheving, verksmiðjustjóri í mjölverksmiðju Ísfélagsins, FES, segist vera nokkuð sáttur við árið hjá sér og munar mestu um meiri loðnu en á síðasta ári.
�??�?etta eru 32.000 tonn af loðnu sem við tókum á móti í ár á móti aðeins 16.000 tonnum í fyrra,�?? segir Páll. �??�?að er aftur á móti heldur minna í öðrum tegundum uppsjávarfisks. Kolmunni er 10.000 í ár á móti 13.000 í fyrra en Sigurður og Heimaey eru á kolmunnaveiðum þannig að þetta getur átt eftir að breytast. Síld og makríll standa í 8.000 tonnum þetta árið á móti 11.000 í fyrra.�??