Á horni Strandvegar og Skildingavegar, þar sem Eyjabúð var starfrækt í rúm 50 ár, stendur ný og óhefðbundin verslun að nafni Gryfjan en hún sérhæfir sig í sölu á rafrettum og öðru þeim tengdum. Í Gryfjunni, sem heyrir undir aðra slíka verslun sem staðsett er við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, standa tveir Eyjamenn vaktina, þeir Ásmundur Ívar �?skarsson og Jóhann Birnir Sigurðsson. �?að er óhætt að segja að þeir félagar þekki sitt fag enda lifa þeir bókstaflega og hrærast í þéttri gufunni sem umlykur hvern krók og kima Gryfjunnar. Báðir hafa þeir sagt skilið við sígaretturnar, eftir áralanga notkun, og fært sig alfarið yfir í rafrettur eða svokallaðar veipur sem hafa reynst vel, bæði peningalega og heilsulega séð. Blaðamaður gerði sér ferð í Gryfjuna og settist niður með Ásmundi og ræddi við hann nánar um Gryfjuna og rafrettur almennt.
Gryfjan í Reykjavík opnaði árið 2015 en ekki fyrr en um miðjan júní á þessu ári í Eyjum og segir Ásmundur viðbrögðin við búðinni framar vonum. �??Við höfum fengið ótrúleg viðbrögð, það er búið að ganga mjög vel og í raun komið okkur sjálfum á óvart,�?? segir Ásmundur.
Rafrettur skiptast í grófum dráttum í tvo flokka, annars vegar sígarettulíki, svokallaðar �??mouth to lung�?? veipur, en það eru fyrirferðarlítil tæki sem herma eftir virkni sígarettna. Hins vegar er um að ræða �??Lung hit�?? þar sem gufan er tekin beint í lungun en þau tæki eru stærri í sniðum. Aðspurður hvað sé vinsælasta varan hjá þeim í Gryfjunni segir Ásmundur hana vera hefðbundið sígarettulíki. �??�?etta eru svokallaðar �??mouth to lung�?? veipur og virka eins og þú sért að reykja sígarettu, þær eru aflminni og keyra á færri vöttum. �?etta er það sem fólk sækir í þegar það er að hætta að reykja.�??
Markhópurinn einskorðast þó ekki bara við þá vilja hætta að reykja því veipur hafa einnig nýst öðrum tóbaksnotendum í baráttu sinni. �??�?etta er mest bara fólk sem er að hætta tóbaksnotkun almennt, bæði munntóbaki og neftóbaki og svo náttúrulega sígarettum líka. Flestir geta skipt yfir í þetta mjög auðveldlega,�?? segir Ásmundur og er hann gott dæmi um slíkt. �??�?g reykti t.d. þrjá pakka á dag og ég fann einungis fyrir smá fráhvarfseinkennum fyrstu klukkutímana, annars voru þetta nokkuð sársaukalaus skipti.�??
Ekki búið að sanna að skaðsemin sé nokkur yfir höfuð
�?að er oft talað um að það vanti langtímarannsóknir á rafrettum til að meta skaðsemi þeirra. Hvað hefur þú um það að segja? �??�?að er búið að birta fyrstu langtímarannsóknina um þetta og hún er mjög jákvæð fyrir veipið. �?egar fólk talar um að þetta sé skaðlegt þá er það aðallega vegna þess að sumir nota nikótín í veipið og tengja þetta þá við sígarettur. Nikótín sem slíkt er hins vegar alls ekki skaðlegt í sínu hreina formi og er álíka ávanabindandi og skaðlegt og koffín. Nýjustu rannsóknir sýna að veipið er um það bil 97% skaðlausara en sígarettur en með þeim fyrirvara að það sé í raun ekki búið að sanna að skaðsemin sé nokkur yfir höfuð. En það segir sig sjálft að allt annað sem þú andar að þér, annað en súrefni, er ekki æskilegt þó það sé ekki endilega slæmt fyrir þig.
Helsti skaðinn sem hlýst af sígarettum verður vegna brunans sem myndast þegar kviknar í efninu í sígarettunni. �??�?arna myndast öll þessi krabbameinsvaldandi efni ólíkt gufunni úr rafrettunni en hún er 99% vatnsgufa. Restin er pg og vg, sem eru grunnefnin í vökvanum, og nikótín,�?? segir Ásmundur og bætir við að nikótín megi m.a. finna í ýmsum matvælum. �??�?að er t.d. nikótín í tómötum og kartöflum sem hægt er að vinna í t.d. svona vökva.�??
Almenn kurteisi að vera ekki að veipa ofan í fólki
�?ó svo flest bendi til þess að gufan úr rafrettum sé skaðlaus þá segir Ásmundur ekkert tiltökumál að fara afsíðis til að veipa. �??�?g veit svo sem ekki hvort það sé bannað að veipa á þeim stöðum þar sem bannað er að reykja en það er bara almenn kurteisi að vera ekki að veipa ofan í fólki eða inni í búðum. �?g veipa ekki þar sem ég reykti ekki áður, mig munar ekkert um að fara út að veipa.
Í ljósi vinsælda rafrettunnar er ekki ólíklegt að flestir hafi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komist í návígi við einhvern sem veipar. Lyktin getur oft og tíðum verið sérstök enda ófáar tegundir sem hægt er að velja sér í dag. �?essu er yfirleitt skipt í þrjár sortir, mentol- og tóbaksbragð, ávaxta- og nammibragð og svo kökubragð en ávaxtabragðið er klárlega vinsælast, hjá öllum aldurshópum.�??
Kostnaðurinn við rafrettur í samanburði við venjulegar sígarettur er sömuleiðis óverulegur eins og Ásmundur bendir á. �??�?að er í raun bara dýrt til að byrja með, kaupa græjuna og vökvann. Ef við gefum okkur það að maður detti ekki í einhverja græjudellu þá er maður kannski að eyða tíu þúsund á mánuði en ekki 99 þúsund eins og ég gerði þegar ég reykti. �?egar þú ert kominn með græjuna þá þarftu í raun bara að kaupa vökva og brennara.
Maður hefur heyrt talað um það að vegna þess hve skaðlaus rafrettan á að vera þá sé fólk líklegra til að prófa hana og komast þannig í kynni við nikótín sem síðar gæti leitt viðkomandi út í sígarettur. Hver er þín skoðun á þessu? �??�?að er skemmtilegt að þú minnist á þetta því það var að koma út bresk rannsókn sem sýnir að það er ekkert �??gateway�?? í rafrettunni, þ.e. að engar sannanir eru fyrir því að ef þú byrjar að veipa þá ferðu út í það að reykja sígarettur,�?? segir Ásmundur og heldur áfram. �??Svo er líka talað um það að krakkar og unglingar séu að fikta með þetta en það er nú bara þannig að krakkar og unglingar munu alltaf sækjast að einhverju leyti í það sem ekki má og ef ég væri foreldri þá myndi ég heldur kjósa að barnið mitt væri að fikta með veip en sígarettur, allan daginn.�??
Var sjálfur búinn að prófa allt án árangurs
Sjálfur var Ásmundur búinn að prófa allt milli himins og jarðar til að hætta að reykja en án árangurs. Að lokum komst hann í kynni við veipu og þá loksins tókst honum ætlunarverk sitt. �??Í veipunni eru fjögur efni, vg (Vegetable Glycerin) sem er sama efni og er notað í reykvélar í t.d. leikhúsum, pg (Propylene Glycol) sem er sama efni og er notað í astmapúst, síðan er bragðefni og svo í sumum tilfellum nikótín. �?ll þessi nikótínlyf sem notuð eru til innöndunar, eins og munn- og nefsprey, innihalda pg og nikótín og ef það er í lagi þá hlýtur veipið að vera í lagi. Munurinn er bara sá að þetta er langbesta leiðin til hætta að reykja.�??
Fagmenn í faginu
Að lokum hvetur Ásmundur alla þá sem vilja hætta að reykja að kíkja við hjá þeim félögum í Gryfjunni. �??�?g hvet alla sem vilja hætta að koma og tala við fagmenn í faginu. Við Jói erum báðir búnir að eyða fleiri klukkutímum í að lesa okkur til um þetta, hvernig á að setja þetta upp fyrir fólk, þannig við ættum að getað hjálpað hverjum sem er að hætta að reykja. Áður en Gryfjan byrjaði hér í Eyjum þá var mikill skortur á þjónustu, hvergi hægt að fá leiðbeiningar og tilsögn. Við hleypum engum út hjá okkur með nýja græju án þess að við kennum honum á hana, það er númer eitt, tvö og þrjú, þjónustan verður að vera tipp topp.�??