Fimleikafélagið Rán fór í byrjun nóvember með 14 stelpur á stökkfimimót á Akranesi. Stelpurnar stóðu sig allar vel og komu heim með 13 verðlaun. Ein þeirra var Aríanna �?sk �?berg �?lafsdóttir en hún lenti í 1. sæti bæði á dýnu, trampólíni og í samanlögðum árangri. Aríanna �?sk er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Aríanna �?sk �?berg �?lafsdóttir.
Fæðingardagur: 28. maí 2003.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Mamma: Helga Henrietta Henrysdóttir �?berg. Pabbi: �?lafur Gunnarsson. Tvær systur: �?óra Fríða �??94 og Henrietta �??97 og hálfbróðir Stefán Freyr �??90.
Uppáhalds vefsíða: Youtube.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Playlistinn Smellir dagsins á spotify.
Aðaláhugamál: Fimleikar.
Uppáhalds app: Spotify.
Hvað óttastu: Er lofthrædd.
Mottó í lífinu: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Apple eða Android: Bæði.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?mmur og afar sem ég náði ekki að hitta.
Hvaða bók lastu síðast: �?rettán ástæður.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Frændi minn hann Hörður Björgvin Magnússon í fótboltalandsliðinu. Fimleikafélagið Rán.
Ertu hjátrúarfull: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Fimleika.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Riverdale.
Hvað hefur þú stundað fimleika lengi: Frá því ég var þriggja ára.
�?ú lentir í fyrsta sæti bæði á dýnu og á trampólíni. Gekk bara allt upp hjá þér? Já.
Hver eru þín markmið sem fimleikakona? Komast í landsliðið.