Karlalið ÍBV í handbolta tryggði sér í dag sæti í 16 liða úr­slit­um Áskor­enda­bikars Evr­ópu eft­ir þægilegan sig­ur á HC Gomel frá Hvíta-Rússlandi, lokastaða 32:27. Fyrri viðureign liðanna lyktaði með fjögurra marka sigri Eyjamanna, 31:27, og vinna þeir því ein­vígið sam­an­lagt 63:54.
Eins og fyrr segir var sigurinn aldrei í hættu og fengu margir leikmenn að spreyta sig. Sigurbergur Sveinsson var atkvæðamestur í liði heimamanna en hann skoraði níu mörk.