Jón Ingason sem margir þekkja úr fótboltanum hér heima flutti til Bandaríkjana í ágúst á þessu ári til þess að mennta sig og spila fótbolta. Jón er sonur Inga Sigurðssonar og Fjólu Bjarkar Jónsdóttur. Hann á því fótboltahæfileikana og dugnaðinn ekki langt að sækja. Hann er að spila í sterkri deild í háskólaboltanum og segir gæðin mikil þegar kemur að leiknum og umgjörðinni.
Jón býr í Blacksburg sem er 45 þúsund manna bær í Virginíufylki. Lífið í bænum gengur mikið út á skólann og íþróttaliðin sem frá honum koma. �??�?etta er lítill og rólegur bær og ekki ósvipaður og Vestmannaeyjar, týpískur háskólabær þar sem allt gengur út á skólalífið og íþróttaliðin. Stærstur hluti af þessum 45 þúsund manns sem búa hérna eru partur af háskólanum, annað hvort nemendur, kennarar eða aðrir sem tengjast skólanum á einn eða annan hátt. Skólasvæðið eða campus-inn er staðsettur í miðjum bænum og rúmar stóran hluta bæjarins, það er einnig frekar stutt í allt og maður er fljótur að koma sér á milli staða,�?? sagði Jón.
Jón segir að hingað til hafi allt gengið vel hjá honum. �??�?að er vissulega smá púsl að tvinna saman fótboltann og námið þar sem það er mikið að gera á báðum stöðum en það hefur gengið vel.�?? Jón segir skólakerfið mjög ólíkt því sem við eigum að venjast og það hafi tekið sinn tíma að læra inná það.
�??Dagarnir ganga bara út á skólann og fótboltann. Maður fer í tíma á morgnana og alveg fram að æfingu. �?fingarnar eru vanalega í kringum þrjú og þær er í lengri kantinum hérna þannig að maður er að koma heim í kringum kvöldmatarleytið. �?á tekur oftast við heimavinna og lærdómur áður en maður fer að sofa,�?? sagði Jón.
Jón og félagar eru komnir áfram í úrslitakeppnina. �??�?að er gríðarlega sterkur og stór áfangi, vonandi förum við sem lengst þar.�??
En hvað er ólíkt með fótboltanum heima og þarna úti? �??Að mínu mati er fótboltinn hér úti gjörólíkur fótboltanum heima. Áður en ég kom hingað út þá bjóst ég ekki við því að háskólaboltinn væri eins góður og hann er í raun og veru. �?g er að spila í ACC conference sem er langsterkasta deildin hérna í háskólaboltanum, þannig ég er að spila á hæsta mögulega getustigi á móti bestu og sterkustu liðunum í öllu landinu. �?ll liðin í ACC eru gríðarlega sterk þannig að hver einasti leikur er erfiður. �?að sem er ólíkt með fótboltanum hér úti og heima er munurinn á leikmönnunum. Kaninn leggur mikið upp úr því að leikmenn séu í mjög góðu líkamlegu standi og hlaupaformi. Með fullri virðingu fyrir fótboltanum heima þá finnst mér gæðin hérna úti meiri heldur en heima að því leytinu til að það er valinn maður í hverju rúmi og næsta skref fyrir leikmenn hérna úr háskólaboltanum er atvinnumennska í MLS deildinni. �?g er ekki að segja að háskólaboltinn sé betri en fótboltinn heima en þeir eru ólíkir á sinn hátt. �?g hef náttúrulega spilað síðastliðin sjö árin í Pepsideildinni og deildin heima er klárlega mjög sterk samanborið við háskólaboltann. En ætli stærsti munurinn við fótboltann hérna úti og heima sé ekki leikstíllinn.�??
Er eitthvað sem kom þér mest á óvart eða eitthvað sem þú áttir ekki von á? �??�?tli það sé ekki umgjörðin í kringum háskólaliðin. Hún er í allt öðrum klassa og það er svakalegur peningur lagður í alla umgjörð og aðstæður fyrir háskólaíþróttirnar hérna úti. Maður fær allt sem maður þarf og biður um og þegar þú ert meiddur er hugsað um þig allan daginn út og inn. �?að eru sjúkraþjálfarar og læknar í fullri vinnu hérna hjá skólanum þannig þú þarft ekki að bíða í röð eftir neinu sem er kannski eitthvað sem maður er ekki vanur.�??
Hvað er það besta við dvölina þína úti? �?? �?að besta við dvölina hingað til er fyrst og fremst félagsskapurinn. �?g er búinn að kynnast mikið af nýju fólki og eignast mikið að nýjum vinum, þá sérstaklega í gegnum fótboltann. Svo er það einnig ferðalögin um öll Bandaríkin. �?g hef mjög gaman af því að ferðast og heimsækja nýja staði þannig að ég hef notið þess að ferðast í kringum alla útileikina. En það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að æfa og spila fótbolta við bestu mögulegu aðstæður sem kostur er á. Aðstaðan hérna úti er í algjörum sérflokki og umgjörðin í kringum háskólaliðin er í allt öðrum klassa og það er allt til alls. Maður lifir eins og atvinnumaður og dagarnir snúast allir um fótbolta. Svo er ég búinn að fara á nokkra leiki hjá ameríska fótboltaliðinu og það er svakaleg upplifun. Leikvangurinn hérna tekur rúmlega 70 þúsund manns og það er troðfullt í hverjum einasta leik. Andrúmsloftið á leikjum er gjörsamlega sturlað og stemningin er klikkuð. �?að er ekki til feimni hjá Kananum og það er bókstaflega sungið og hoppað allan leikinn. Einnig er það svo svokölluð upphitun fyrir leikina sem kallast tailgate en þá kemur fólk saman út um allt og grillar og drekkur öl allan daginn fram að leik. Leikirnir eru vanalega um þrjú leytið og fólk er byrjað að hita upp eldsnemma um morguninn. �?etta er hefð hérna úti og það er algjörlega ólýsanlegt að taka þátt í þessari mögnuðu veislu.�??
En alltaf saknar maður einhvers þegar maður er í burtu, hvers saknar þú mest við heimahagana fyrir utan fjölskyldu og vina? �??�?að er vissulega margt sem maður saknar við Ísland. Ef ég hugsa sérstaklega um Vestmannaeyjar þá er það umhverfið og náttúran. Við erum búnir að ferðast mikið um alla Ameríku fyrir útileikina og ég hef ekki ennþá séð neitt sem toppar það sem Heimaey og Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða. Svo eru líka aðrir hlutir sem maður saknar eins og íslenska vatnið. Maður áttar sig ekki á því hvað við Íslendingar erum heppnir með það að geta drukkið vatnið úr krananum. En ætli það sé ekki heimilismaturinn sem ég sakna hvað mest.�??
Jón sagðist spenntur að komast heim um jólin. �??�?g fæ mánaðarfrí og það kemur ekkert annað til greina en að koma heim og eyða jólunum og áramótum með mínu fólki,�?? sagði Jón að lokum.