Meistaraflokkur karla í körfubolta beið ósigur gegn Álftanesi á laugardaginn þegar liðin mættust í 3. deild karla, lokastaða 68:76. Atkvæðamestur í liði ÍBV var Kristján Tómasson en hann skoraði 34 stig í leiknum. Brynjar �?lafsson kom næstur með 29 stig.
Hingað til hafa Eyjamenn spilað þrjá leiki í deildinni og tapað þeim öllum og verma því botnsæti deildarinnar.