Í gær birtu þau Hildur, Trausti og Birna Vídó, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, góða grein sem við sem eldri erum tökum alvarlega. �?ar benda bæjarfulltrúar sem allir eru á sínu fyrsta kjörtímabili á mikilvægi þess að nálgast störf í bæjarstjórn á uppbyggjandi og jákvæðan máta. Samhliða benda þau á að héraðsfréttamiðlar geta ekki beitt sér í pólitískri baráttu og ætlast síðan til að vera teknir sem hlutlausir miðlar á sama tíma.
Saman höfum við undirritaðir setið í bæjarstjórn í bráðum 12 ár. Við viljum, eins og þau sem yngri eru, nálgast verkefni okkar með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Við höfum trú á samfélaginu og því magnaða fólki sem hér býr. Við teljum að í framtíðinni séu fólgin tækifæri sem við ætlum að nýta fyrir samfélagið. Við viljum vinna með fólki frekar en á móti því. Við höfum átt því láni að fagna að samstarfsfólk okkar í bæjarstjórn er sama sinnis sama hvar í flokki það stendur. �?að er góður grunnur að árangri.
Með þessari grein vilja undirritaðir taka undir þá afstöðu sem fram kom í fyrrnefndri grein. Héraðsfréttamiðlar skipta afar miklu í hinni pólitísku umræðu og gildi þeirra er ótvírætt. �?að er þó ólíkt eftir því hvort að miðillinn er hlutlaus eða hlutdrægur. Miðill sem ýjar að samanburði á milli bæjarstjórnar og þeirra mannréttindabrota sem eiga sér stað í Norður-Kóreu getur ekki lengur talist marktækur sem hlutlaus miðill. Sérstaklega ekki þegar slíkt bætist ofan á einhliða málflutning og stundum jafnvel áróður. Miðill sem beitir sér pólitískt getur ekki ætlast til þess að vera lesinn öðruvísi en sem pólitískt málgagn.
Nýjasta útspil Eyjar.net er fabúlering um niðurstöðu könnunar MMR. Með furðulegum kúnstum kemst ritstjórinn að þeirri niðurstöðu að fylgið sé að hrynja af E og D lista. �?að er vægast sagt mjög undarleg túlkun á niðurstöðum því hið rétta er að 61% þeirra sem taka afstöðu velja D. �?að þykir nú bara ansi góð útkoma fyrir einn flokk og yrði það niðurstaðan yrði hún næst stærsti kosningasigur Sjálfstæðismanna í sögunni í Vestmannaeyjum.
Rétt er að taka fram að rétt eins og þau Birna Vídó, Trausti og Hildur þá gerum við ekki nokkra athugasemd við það þótt ritstjóri og eigandi eyjar.net beiti sínum miðli á þennan máta. �?að er hans skýri réttur og nákvæmlega ekkert athugavert við það. Slíkt kann jafnvel að verða til þess að enn fleiri sjónarmið heyrist og því fögnum við. Sjálf stjórnum við ásamt pólitískum samherjum okkar miðli sem við köllum Fylki og er ætlað að vinna pólitískum hugmyndum okkar brautargengi. Við getum hinsvegar ekki ætlast til þess að fólk lesi Fylki öðruvísi en með það í huga að hann er málgagn okkar Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Blaðinu er hreinlega ætlað að gegna því hlutverki að koma okkar málstað á framfæri. �?að sem meira er, blaðinu er ætlað að hafa áhrif á hvernig fólk kýs. Við viljum enda að sem flestir setji X við D og felum ekki þann tilgang.
Nú þegar rétt um hálft ár er eftir af kjörtímabilinu höfum við einsett okkur að ljúka því á þeim nótum sem bæjarstjórn hóf það. Á forsendum bjartsýni, leikgleði og trú á framtíðina. Hvað sem líður háðsglósum þá ætlum við áfram að reyna að sameina frekar en sundra. Við ætlum að benda á það sem vel er gert og gangast við því sem betur má fara. Við ætlum sem sagt hér eftir sem hingað til að gera það sem í okkar valdi stendur til að gæta hagsmuna Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarfulltrúi
Páll Marvin Jónsson, bæjarfulltrúi