Kennarafélag Vestmannaeyja sendi í síðustu viku frá sér ályktun um að gripið yrði inn í á einhvern hátt ef það sýndi sig að álag á stjórnendur og þar með annað starfsfólk og skólastarf almennt ykist þegar skólastjóri yrði í burtu. Margir tóku það svo að ósætti væri milli kennara og skólastjóra vegna þessa en þannig standa mál ekki.
Sigurhanna Friðþórsdóttir formaður kennarafélags Vestmannaeyja sagði í samtali við Eyjafréttir að ályktunin hafi verið ætluð Fræðsluráði sem ábending um að gripið yrði inn í á einhvern hátt ef það sýndi sig að álag á stjórnendur og þar með annað starfsfólk og skólastarf almennt ykist þegar skólastjóri væri í burtu. �??Kennarafélag Vestmannaeyja er fagfélag sem hefur m.a. það hlutverk að gæta að hag sinna félagsmanna. Álag á kennara hefur aukist á undanförnum misserum, hver svo sem skýringin kann að vera, og hefur Grunnskóli Vestmannaeyja ekki farið varhluta af því. Með núgildandi kjarasamningi FG og SNS var gerð bókun þar sem öllum skólum var gert að fara í vinnu ásamt fulltrúum síns sveitarfélags og reyna að finna leiðir til að draga úr álaginu,�?? sagði Sigurhanna.
�?essi vinna fór fram á vormánuðum 2017 og má finna niðurstöður hennar í samantekt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. �?ann 1. desember nk. munu taka gildi breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs Kennarasambands Íslands en frá og með þeim tíma munu greiðslur til félagsmanna skerðast um 25% vegna mikillar ásóknar í sjúkrasjóðinn. Sigurhanna sagði það liggja í hlutarins eðli að kennurum er einnig annt um nemendur sína og því sjálfsagt að benda á hluti sem þessa.
�??Í ályktuninni kemur ekki fram nein gagnrýni á að Erlingur hafi tekið starfið að sér eða að hann hafi fengið leyfi bæjaryfirvalda til þess. Auðvelt hefði verið fyrir ráðið að þakka ábendinguna og taka undir hana á einn eða annan hátt, ef erindið hefði borist þangað en ekki verið vísað í bæjarráð. Atburðarásin sem síðan fór af stað skrifast á aðra en Kennarafélag Vestmannaeyja,�?? sagði Sigurhanna.
Mórallinn í GRV er frábær og samskiptin góð
Sigurhanna sagði móralinn í GRV vera frábæran og samskipti á milli stjórnenda og annarra starfsmanna í fínu lagi. �??Almenn ánægja ríkir með störf Erlings og annarra stjórnenda.�??
�??�?g hef rætt málin við hlutaðeigandi og skýrt sjónarmið KV svo málið er úr sögunni af okkar hálfu. �?að er einlæg ósk stjórnar Kennarafélags Vestmannaeyja að sátt ríki um skólastarf í GRV og að allir sem að málum koma á einn eða annan hátt hafi metnað til að gera skólastarfi hátt undir höfði og hag nemenda og starfsmanna sem bestan. �?ar er samstaða mikilvæg og grundvallaratriði að hlustað sé á öll sjónarmið, ekki síst okkar fagfólksins,�?? sagði Sigurhanna að lokum.