Jólamarkaður í Svölukoti var haldinn um helgina, en markaðurinn hefur verið haldinn síðustu ár í aðdraganda jóla. Á markaðnum koma saman hönnuðir, handverksfólk og aðrir til að sýna og selja vörurnar sem það hefur búið til. Sigríður Inga Kristmansdóttir skipuleggur jólamarkaðinn og á skilið mikið hrós fyrir.
�?essir aðilar tóku þátt í ár: Heimaey – vinnu og hæfingarstöð, Skátafélagið Faxi, Guðrún Kristmanns – jólakort MS félagsins, Odda Bára, Hanna Júl, Elva Björk, Jóhanna Lilja – JóLe hönnun, Kristmann Kristmannsson, Eydís, Helga Henrietta, Ebba Guðlaug, Elín Árna – Moon barnaföt, Áslaug Tryggva og Radinka og Nostra.