Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 28 manna leikmannahóp sem hann mun síðar velja úr fyrir EM í Króatíu í janúar. Í hópnum eru þrír leikmenn ÍBV, þeir Theodór Sigurbjörnsson, Aron Rafn Eðvarðsson og Kári Kristján Kristjánsson.
Ísland leik­ur í riðli með Króa­tíu, Svíþjóð og Serbíu en riðil­inn sem Ísland spil­ar í verður spilaður í Split.