Jól í Baldurshaga var haldið í síðustu viku, viðburðurinn hefur verið fastur liður í aðdraganda jóla síðustu ár.
Hafdís Snorradóttir var kynnir á kvöldinu og margt var um að vera. Jarl og Sara voru með tónlistaratriði og Flamingo og 66° norður voru með tískusýningu.
�?ll fyrirtæki í Baldurshaga tóku þátt í kvöldinu ásamt Eyjabakarí sem bauð uppá veitingar, Jackie frá Heilsu Eyjunni kynnti sínar vörur, Perla Kristins Art sýndi myndirnar sínar, 66° norður og Volare kynntu sínar vörur og Vöruval bauð gestum uppá að smakk. Happdrætti var í boði fyrir alla gesti og veglegir vinningar í boði. Margir gestir litu við og skemmtileg stemning var í Baldurshaga þetta kvöld.