Ekki gleyma mér, bók Kristínar Jóhannsdóttur hefur vakið mikla athygli. Sögusvið bókarinnar er Leipzig þýska alþýðulýðveldisins þar sem Kristín kynnist nýjum veruleika og stóru ástinni í lífi sínu. Hann hvarf henni með falli járntjaldsins en leiðir þeirra lágu saman mörgum árum síðar en ná þau saman? Bók Kristínar gefur góða sýn inní daglegt líf í Austur-�?ýskalandi sem var kannski ekki alslæmt. Hún er líka eldheit ástarsaga ungrar konu frá Vestmannaeyjum sem hélt á ókunnar slóðir og mætir þar örlögum sínum. �?að sem einkennir bókina er einlægnin þar sem Kristín gengur nærri sér og svo hvað hún skoðar það sem fyrir augu ber án fordóma.
Einhverra hluta vegna átti ég erfitt með að einbeita mér, undir kvöldið var ég hálfeinmana og þó rigningin væri ekki hvatning til að fara út ákvað ég að heyra í Dirk, hinum nýja vini mínum. �?ví ekki að líta inn hjá honum í kaffi? �?að var þriðjudagur og hann var ábyggilega heima. �?að væri ágætis tilbreyting frá áfengissulli síðustu daga að fá kaffi eða tesopa og spjall. Fara svo snemma að
sofa.
�?að tók smá tíma að komast að í eina símaklefanum í nágrenninu. Dirk svaraði strax, en hann ætlaði ekki að vera heima um kvöldið, heldur hitta nokkra félaga í Moritzbastei og stakk upp á því að ég kæmi þangað. �?g var lengi á báðum áttum en sorglega tómir veggirnir í herberginu mínu nánast ráku mig út. Á þessu augnabliki vissi ég ekki að framundan væri kvöldið sem myndi kollvarpa allri minni tilveru um ókomin ár.
�?vintýraheimur
Eiginlega var ég spenntust fyrir því að sjá staðinn, Moritzbastei, þar sem Dirk ætlaði að verja kvöldinu með félögunum. �?angað hafði ég aldrei komið. �?etta er stúdentakjallari í rústum af gömlu
borgarvirki, sem Moritz fursti lét reisa á árunum 1551�??1553. �?g hafði oft gengið þarna framhjá, en aldrei hætt mér inn. Staðurinn lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en er þeim mun áhugaverðari þegar inn er komið. Virkið fór illa í síðari heimsstyrjöldinni og var árum saman rústir einar, engum til gagns eða gleði.
�?að voru svo námsmenn við háskólann í Leipzig, þeirra á meðal Dirk, sem grófu út jallarahvelfingarnar og innréttuðu þær fyrir menningarviðburði og samkomur námsmanna. Dirk var heiðursfélagi stúdentakjallarans. Hann gat farið þar inn hvenær sem hann vildi, alveg sama þótt staðurinn væri troðfullur af fólki og uppselt.
�?að vantaði bara að hann hefði lykil. Dirk sagði mér að vísa á sig ef það yrði eitthvert vesen með að komast inn. �?að var dálítil röð og verið að vísa einhverjum frá þegar ég kom svo ég lét reyna á forréttindi Dirks. Hann hafði ekki verið að ýkja neitt um háa stöðu sína í klúbbnum, ég var varla búin að nefna nafnið hans þegar dyravörðurinn reif upp hurðina og bauð mig velkomna.
�?að var eins og að koma inn í ævintýraheim að ganga inn fyrir dyrnar á Moritzbastei. �?etta er örugglega flottasti stúdentakjallari í heimi. Hver hvelfingin rekur aðra, og veggirnir eru meira en metri á þykkt, hlaðnir, rústrauðir múrsteinsveggir frá árunum upp úr 1550.
�?g var gjörsamlega hugfangin og horfði meira á veggina í kringum mig en á fólkið. �?g hrökk því við þegar Dirk kallaði: �??Við erum hérna.�?? Hann heilsaði glaðlega þar sem hann sat við borð með nokkrum ungum karlmönnum sem voru greinilega ekki á fyrsta bjórnum þetta kvöld. Suma hafði ég séð áður, aðra ekki.
Sebastian
Einn þeirra var ég að hitta í fyrsta skipti, hann kynnti sig ogsagðist heita Sebastian Roth. Blaðamaður hjá einu af dagblöðunum á svæðinu. Hann sá til þess að glösin tæmdust ekki og einn karlanna bauð hann velkominn á markaðinn. Hann hafði fengið lögskilnað frá tékkneskri eiginkonu sinni fyrr um daginn.
�?etta var þá rólega þriðjudagskvöldið.
�?egar Moritzbastei var lokað rúmlega 23:00 stefndi hluti hópsins á næturklúbb sem kallaðist �??Nacht Tanzbar�??. �?g ætlaði að kveðja, sporvagninn minn myndi hætta að ganga fyrir miðnætti. En hver var eiginlega þessi Sebastian, sem ég var að hitta þarna í fyrsta skipti? Hann virkaði ósköp venjulegur: skolhærður, frekar fölur, en með lifandi og björt ljósbrún augu. Í fyrstu minnti hann mig svolítið á Mikael Baryshnikov, fræga sovéska ballettdansarann sem flúði til Bandaríkjanna. �?að var eitthvað við hann sem heillaði mig strax. Hann var með einhverja óvenjulega og strákslega útgeislun og ólíkur þeim karlmönnum sem ég hafði kynnst til þessa; hann talaði öðruvísi og virtist ekki vera neitt upptekinn af
því hvaðan ég kæmi. Hann hafði líka svo bjarta og fallega rödd.
�?g var eiginlega á heimleið þegar Sebastian tók í höndina á mér og spurði: �??Ert þú ekki örugglega að koma með?�?? �?g heyrði sjálfa mig svara játandi og leiða þennan mann af stað. Hafði ég ekki ætlað að segja nei og fara heim?
�?að var löng röð fyrir utan næturklúbbinn. Dirk, sem alltaf hafði fullyrt að í Austur-�?ýskalandi hefðu menn allt sem þeir þyrftu, hvíslaði að mér: �??Ekki vill svo vel til að þú sért með eitthvað af þessu vestur-þýska klinki á þér?�?? Jú, ég rétti honum vesturþýska fimm marka mynt og �??bingó�?? �?? við vorum komin fram fyrir röðina og inn á augabragði.
Sveitaball
�?arna var gamaldags ball með danshljómsveit, skemmtileg blanda af sveitaballi heima á Íslandi og næturklúbbi á Mallorca, já, Tanzbar stóð alveg undir nafni. Karlmennirnir kepptust um að bjóða mér upp í dans, og merkilegast þótti mér að einn þeirra var skólastjóri tónlistarakademíunnar. �?g var á leið í sætið mitt eftir að hafa dansað þegar rifið var í handlegginn á mér. �?etta var Günter, dauðadrukkinn.
�??Af hverju sniðgengur þú mig?�?? �?g vildi ekki kannast við það. Günter hélt áfram: �??�?ú ert komin í mjög vafasaman félagsskap, hér eru allir hræddir við Dirk. �?g ætla að vona að þú hafir ekki verið að segja honum eitthvað af því sem ég hef verið að segja þér.�??
�??Nei, hafðu engar áhyggjur, en hann hefur heldur ekki verið að spyrja neitt um þig.�?? �?g vildi ekki vera leiðinleg við Günter. �?g gat ekki annað en vorkennt honum, en þegar hann var dauðadrukkinn að skipta sér af mér fór hann verulega í taugarnar á mér. Sebastian kom á réttu augnabliki og dró mig út á dansgólfið. �??Við áttum alveg eftir að dansa, var það ekki?�??
Bjórinn, ginið, dansinn
Eftir gleðina á Tanzbar endaði ég ásamt fleirum heima hjá Dirk, sem bjó í nágrenni við næturklúbbinn. �?að var ekkert nýtt að leigubílaskorturinn yrði til þess að menn færu heim með þeim sem bjó svo vel að hafa síma til að hringja á bíl, og ef það bar ekki árangur, þá gistu menn hver hjá öðrum. Dirk var með þennan ágæta sófa í stofunni, ég hafði notið góðs af honum áður. Sebastian var með okkur, hann ætlaði líka að freista þess að fá leigubíl þegar liði á nóttina. Með í för var einnig nokkuð ölvuð ung stúlka, sem Dirk hafði kynnst á Tanzbar. Stúlkan hvarf fljótlega með Dirk inn í svefnherbergið hans, enda ekki flötur á löngu eftirpartíi; Dirk átti ekkert að drekka nema te, ísskápurinn hans var næstum því tómur, rétt eins og hann væri að flytja eða að koma úr löngu ferðalagi. Hvorugt var þó raunin.
�?g var orðin ein eftir í stofunni með þessum Sebastian, sem gerði enga tilraun til að ná í leigubíl. �??�?g fæ að leggjast við hliðina á þér, er það ekki? �?g geri ekkert, því lofa ég.�?? �?g hafði heyrt af því að Austur-�?jóðverjar þjöppuðu sér saman og að aðstæðurnar kölluðu stundum á að fólk þyrfti að deila rúmi eða sófa vegna þess að skortur væri á plássi eða að það fengi ekki leigubíl. �?að var samt ekki af neinni skyldurækni sem ég samþykkti að hann legði sig hjá mér á sófann; ég fann að mig langaði alveg til þess. Hann tók fast utan um mig, en það var líka til þess að hann dytti ekki fram úr þessum mjóa sófa. Ekki það að mér fyndist það óþægilegt. Bjórinn, ginið, dansinn �?? allt tók þetta sinn toll og við sofnuðum bæði strax á mjóum sófanum.