�?g vil byrja á að þakka Kidda mínum fyrir áskorunina, þetta er skemmtilegt og krefjandi verkefni.
�?á er ekki eftir neinu að bíða en að hefja hversdagslegan og hollan veisluundirbúning.
Eins og alþjóð veit þá er morgunmaturinn mikilvægasta máltíð dagsins og höfum við peyjarnir á Sigurði Ve 15, sem eru vaknaðir fyrir hádegi, stúderað hafragrautsgerð í fjöldamörg ár og höfum við þróað því sem næst hinn fullkomna hafragraut.
Fullkominn hafragrautur
Sú uppskrif sem við höfum komist að er:
�?� Einn desilítri grófir hafrar.
�?� Hálfur desilíter byggflögur.
�?� Til að toppa hollustugildið þá er einnig sett út í þetta 2-3
matskeiðar af chia fræjum.
Hollast er að nota grófa hafra en má nota venjulega í neyð.
Best er að leggja alla uppskriftina í bleyti kvöldið áður svo hafrarnir mýkist og chia fræin taki í sig vatn og verði auðmeltanlegri.
Hita skal hafragrautinn í potti (alls ekki setja í örbylgjuofn, það eru bara amatörar sem gera slíkt) og hita upp að suðumörkum.
Gott er svo að njóta með möndlu-mjólk og borða kanski líka nokkrar möndlur með.
Ommeletta með grænmeti
og feta osti
Til að halda áfram í hversdgslegum og hollum réttum, þá má nú alltaf sletta í eina lettu svona í amstri dagsins.
Tilvalið til að hafa í hádegismat.
Hráefni:
�?� Eggplant (eða kúrbítur).
�?� Egg.
�?� Ostur (eftir smekk).
�?� Tómatar, laukur, chili (eftir smekk), hvítlaukur, paprika (2-3 gerðir ), avókadó og spínat (einnig hægt að nota klettasalat).
Eins er hægt að skipta einhverju út eða bæta öðru við eftir smekk.
Aðferð:
Hitið pönnu í hæfilegan hita.
Skerið niður eggplant (eða kúrbít eftir smekk), nóg að nota hálfa, eða 3-4 sneiðar, skerið svo í litla bita og setjið á pönnuna. Hitið fyrst eitt og sér.
Setjið 2-3 egg í skál, fer eftir stærð eggja og neytandans, hrærið eggin með písk eða gafli.
Hellið eggjunum út á pönnuna með eggplöntunni.
Hitið eggin fyrst á pönnunni með eggplöntunni í smá stund.
Grænmetið skal skorið í hæfilega litla bita og sett í skál og hvítlaukur með.
�?egar eggin eru byrjuð að taka sig skal bæta grænmetinu á jafn yfir alla pönnuna.
Eins má setja rifinn ost út á, annað hvort áður en grænmetið er sett á eða eftir. Fer eftir smekk.
�?egar eggin eru fullelduð skal taka lettuna af og renna henni mjúklega af pönnunni og setja á disk.
Setja skal spínat (hægt að nota klettasalat í staðinn) yfir og jafnvel fetaost. Svo skal njóta : )
Við peyjarnir á Sigurði búum við þann munað að vera með tvo stórsnillinga sem kokka og ógerningur að gera upp á milli þeirra.
En næst vil ég skora á stórsnillinginn hann Aðalstein Ingvarsson og veit ég að það verður frekar valkvíði fyrir hann en nokkuð annað að finna góða uppskrift.