Í byrjun mánaðar fundaði sérfræðinefnd jólabjórsmökkunar Eyjafrétta um málefni bjórneytenda Vestmannaeyja á ölstofu The Brothers Brewery. Ekki seinna vænna þar sem aðventan er komin á fullan snúning og fólk eflaust farið að huga að því að versla sér inn jólabjór. Sérfræðinefndin hefur það hlutverk eitt að vega og meta þá jólabjóra sem í boði eru hverju sinni, bæði í Vínbúðinni og öldurhúsum bæjarins, og auðvelda fólki valið enda hátt í 20 tegundir í boði. Nefndina í ár skipuðu Jóhann Guðmundsson, Ingólfur Jóhannesson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Aníta �?ðinsdóttir og Einar Kristinn Helgason. Sigurður Bragason á einnig sæti í nefndinni en forfallaðist.
Í heildina voru bjórarnir 16 talsins sem til skoðunar voru, 14 úr Vínbúðinni og tveir frá The Brothers Brewery, Andrés utangátta og Leiðindaskjóða. Fyrirkomulagið var með sama sniði og árið áður, svokallað blind-smakk og bjórunum gefin einkunn á skalanum 1-10, annars vegar fyrir það hversu jólalegir þeir þóttu og hins vegar fyrir gæði (mest hægt að fá 50 stig í hvorum flokki). Hér eru niðurstöðurnar ásamt umsögnum:
Víking Jólabjór
Jólalegur (24/50) | Gæði (22/50)
Ingólfur: Karamella plús malt, ágætt body. Ekki slæmt.
Hildur: Liturinn jólalegur, sæmilegur bjór
Aníta: Mildur og góður bjór sem hægt er að drekka allan desember án þess að fá leið.
Einar: Fínn bjór sem virkar vel sem jólabjór.
Jóla Tuborg
Jólalegur (14/50) | Gæði (14/50)
Ingólfur: Hræðilegur, ekkert body, eins og léttbjór með spíra.
Hildur: Ljúfur og mildur.
Aníta: �?okkalega góður bjór.
Einar: Alls ekki jólalegur og tæplega góður.
Jói: Lítið jólalegur.
Royal Xmas
Jólalegur (18/50) | Gæði (27/50)
Ingólfur: Bragðlítill en ekki vondur, smá epli, smá sæta.
Hildur: Sætur en bragðdaufur. Bjór fyrir þá sem eru ekki hrifnir af bjór.
Aníta: Léttur bjór með smá karamellukeim og kannski örlítið sætur.
Einar: Læðist eins og mús, ekki áberandi en ekki bragðvondur.
Jói: Bragðlítill en einkennandi sætur.
Thule jólabjór
Jólalegur (26/50) | Gæði (17/50)
Ingólfur: Karamella, þungur en ekki mikið bragð en smá óbragð = trjákvoða.
Hildur: Reykjarlykt, rauðleitur en ég gæti ekki drukkið mikið af honum og myndi persónulega ekki kaupa hann.
Aníta: Bragðmeiri, þungur bjór.
Einar: Liturinn segir jól en bragðið alls ekki, ágætur samt sem áður.
Jói: Lyktar mjög vel en skilur ekkert eftir.
Föroya jóla bryggj
Jólalegur (12/50) | Gæði (14/50)
Ingólfur: Ekkert að frétta, engin lykt og ekkert bragð.
Hildur: Mjög vægt maltbragð, í raun mjög bragðdaufur en hefur sterka lykt.
Aníta: Léttur bjór og ágætur, ekkert meira en það.
Einar: Ekki beint flugeldasýning fyrir bragðlaukana.
Jói: Undirliggjandi sæta og ekkert að frétta.
Jóla Gull
Jólalegur (23/50) | Gæði (18/50)
Ingólfur: �?bragð með áfengi.
Hildur: Aðeins beiskur með góða fyllingu.
Aníta: Ágætur, beiskur, með smá sítrónukeim.
Einar: �?rlítið beiskur miðað við það sem undan hefur gengið.
Jói: Sull.
Jóla kaldi
Jólalegur (21/50) | Gæði (20/50)
Ingólfur: Svakalega óskemmtilegur, eiginlega nenni ekki að drekka hann.
Hildur: Ferskari vindar, mun bragðmeiri og skemmtilegri en það sem á undan hefur komið.
Aníta: Mjög góður jólabjór.
Einar: Hópurinn datt í djúpar umræður og ég man ekki hvernig hann bragðaðist.
Víking Jule bock
Jólalegur (30/50) | Gæði (25/50)
Ingólfur: Möndlur �?? súkkulaði en held ég fái leið á honum.
Hildur: Vægt kaffibragð en skilur ekki mikið eftir sig.
Aníta: Bragðmikill jólabjór með smá súkkulaði- kaffikeim.
Einar: Tek undir þetta með súkkulaðið. Frábrugðinn og fínn.
Jói: Hnetur, súkkulaði og gott bragð.
Leiðindaskjóða
Jólalegur (20/50) | Gæði (37/50)
Ingólfur: Mjög góður bjór, flott body og humlar skína í gegn. Minnir á þurrkaða ávexti.
Hildur: Humlaður bjór, smá sítrus bragð.
Aníta: Framandi og freistandi bjór með smá ávaxtakeim.
Einar: Tengi ekki jól við hann en hann er góður og jafnvel betri en allir hinir.
Bara kíló pipar
Jólalegur (34/50) | Gæði (23/50)
Ingólfur: Mjög góð lykt en bragð ekki nógu gott.
Hildur: Keppnis, skemmtilegur, góð lykt, dökkur sem ég er yfirleitt ekki hrifin af. Jólalegur en einn er hámark fyrir mig.
Aníta: Góð lykt og bragðið svolítið reykt. Lykt betri en bragð.
Einar: Jólalegur en myndi ekki fá mér annan svona.
Jói: Lykt frábær en bragðið bara ekki til staðar.
Einstök jólabjór
Jólalegur (27/50) | Gæði (27/50)
Ingólfur: Kandís, mjög sætur karamellu bjór, smá óbragð.
Hildur: Sætur og dökkur.
Aníta: Mjúkur og sætur bjór.
Einar: Kunnuglegur.
Jói: Sætur, karamella.
Boli Doppelbock
Jólalegur (35/50) | Gæði (24/50)
Ingólfur: Sætur jólabjór.
Hildur: Ágætis maltbragð, meðalsætur, reykjarlykt.
Aníta: Jólalegur, beiskur og bragðmikill.
Einar: Sleppur alveg sem jólabjór.
Jói: Smá lakkrís, jólalegur.
Heims um bjór
Jólalegur (30/50) | Gæði 30/50)
Ingólfur: Súrt gerbragð, fínn að drekka.
Hildur: Humlar, mjúkt.
Aníta: �?spennandi, öðruvísi bjór. Smá gerbragð.
Einar: �?essi er frábrugðinn og skemmtilegur.
Jói: Smá ger, minnir á belgískan bjór.
Jóla súkkulaði kaldi
Jólalegur (29/50) | Gæði (22/50)
Ingólfur: Allt of léttur fyrir jól, eins og vatn.
Hildur: �?ungur, sterkt malt en góður.
Aníta: Ekki fyrir mig.
Einar: Stendur ekki undir nafni.
Andrés utangátta
Jólalegur (28/50) | Gæði (36/50)
Ingólfur: Kaffi og súkkulaði. �?etta er frábær bjór.
Hildur: Afgerandi kaffibaunalykt. Góður til að smakka en gæti ekki drukkið mikið.
Aníta: Lyktin geggjuð, espressó. Bragðmikill og spennandi bjór.
Einar: Hnausþykkur. 40% kaffi, 60% bjór.
Egils malt jólabjór
Jólalegur (32/50) | Gæði (26/50)
Ingólfur: Skrítið bragð, smá súrt, allt of mikið rugl í gangi.
Hildur: �?ægilegur, maltbragð, ekki of þungur. Gæti drukkið þennan alla aðventuna.
Aníta: Sætur, dökkur og maltaður.
Einar: Auðdrekkanlegur og fínn bjór.
Eins og sést á ofangreindu þá er Andrés utangátta frá The Brothers Brewery með besta samanlagða árangurinn (64/100) en Boli Doppelbock (35/50) jólalegastur. Sá færeyski rekur lestina í ár enda þótti sá alveg einstaklega bragðvondur og ekki jólalegur miðað við einkunnina. Ekki gafst tími til að leggja mat á útlit umbúðanna að þessu sinni enda algjört aukaatriði í stóra samhenginu. �?angað til næst.