Andri �?lafsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari ÍBV og er því formlega orðinn hluti af þjálfarateyminu ásamt þeim Jóni �?lafi Daníelssyni og Kristjáni Guðmundssyni. Andri varð hluti að þjálfarateymi ÍBV sl. tímabil eftir að ljóst var að hann gæti ekki spilað meira vegna meiðsla. Síðasti leikur Andra var á móti KR á Hásteinsvelli þann 14. júní þar sem hann skoraði jafnframt eitt mark. Góður endir á spilaferlinum en Andri á að baki 219 leiki með ÍBV. �?ess má geta að hann óskaði eftir því að vera tekinn af launaskrá eftir að spilamennsku hans lauk svo hægt væri að styrkja liðið enn frekar þegar glugginn myndi opnast. Uppalinn eyjapeyji og er sannarlega með hjartað á réttum stað. �?ríeykið er nú fullkomnað.