Elísa Guðjónsdóttir er 28 ára gömul Eyjakona sem búsett er í Reykjavík ásamt manni sínum Sigurbergi Rúrikssyni og 15 mánaða gömlum syni þeirra, Rúrik Sigurbergssyni. Elísa er dóttir þeirra �?nnu Svölu Johnsen og Guðjóns Jónssonar, Gauja á Látrum og starfar sem flugfreyja samhliða BS námi í sálfræði við HÍ. Elísa, sem hefur verið grænmetisæta síðan árið 2009 og vegan frá árinu 2013, féllst á að svara nokkrum spurningum blaðamanns varðandi ákvörðun sína um að sneiða alfarið fram hjá dýraafurðum og hvað hún hyggst hafa í matinn hjá sér yfir hátíðarnar.
Rökrétt skref fyrir mig að taka út allar dýraafurðir
Upphaflega tók Elísa ákvörðun um að gerast grænmetisæta eftir að hafa horft á heimildarmyndina Earthlings en myndin er afar átakanleg og sýnir svart á hvítu grimmdina og ofbeldið sem dýr verða fyrir af hálfu manna. Fjórum árum síðar ákvað Elísa síðan að taka dýravelferðarsjónarmið sín skrefinu lengra og gerast vegan. �??�?g hafði verið grænmetisæta síðan í lok árs 2009 en varð svo vegan sumarið 2013. �?egar ég var grænmetisæta þá borðaði ég ekki kjöt, fisk eða kjúkling en neytti mjólkurvara og eggja. �?að var að mínu mati næsta rökrétta skrefið fyrir mig að taka út allar dýraafurðir og sú ákvörðun hefur hentað mér mjög vel.�??
Tekur gjarnan með sér nesti
Eðli málsins samkvæmt getur verið flókið að vera vegan þegar maður starfar sem flugfreyja þar sem ferðalögin geta verið löng og matarúrvalið oft af skornum skammti. �??�?að getur verið erfitt en ég er dugleg að taka með mér nesti í flug. Annars er mjög misjafnt eftir áfangastöðum hversu aðgengilegur vegan matur er en ég reiði mig mikið á google þegar ég er að fara til nýrra áfangastaða,�?? segir Elísa.
Nú á dögum er hægt að fá staðgengla fyrir nánast allar þær matvörur sem innihalda dýraafurðir sbr. mjólk, rjómaost, ost o.fl. En er eitthvað sem þú saknar frá fyrri tíð? �??Í sannleika sagt er mjög fátt sem ég sakna, ég hugsa almennt öðruvísi um dýraafurðir heldur en ég gerði áður fyrr. �?að eru þá kannski helst matarhefðirnar úr æsku sem ég sakna, til dæmis var svartfuglsegg það besta sem ég fékk og ég á margar fallegar minningar þar sem pabbi fór í eggjatínslu, kenndi mér svo hvernig best væri að sjóða eggin og við sátum saman öll fjölskyldan að borða svartfuglsegg og réttum pabba þau alltaf ef þau voru stropuð,�?? segir Elísa.
Gaman að breyta til og gera eitthvað nýtt
Yfir hátíðarnar er fólk mjög gjarnan íhaldsamt þegar það kemur að mat og nánast undantekningalaust kjöt á boðstólnum. Hvað hefur verið á boðstólnum hjá þér síðan þú ákvaðst að verða vegan? �??Mér finnst gaman að breyta til og gera eitthvað nýtt en ég hef verið með hnetusteik, vegan Wellington og svokallaða Tofurky-steik,�?? segir Elísa og bætir við að fólkið í kringum sig sé misjafnlega opið fyrir nýjungum þegar það kemur að mat. �??�?að er mjög misjafnt, en flestir eru opnir fyrir vegan mat og sýna þessu mikinn áhuga. Til að mynda hefur mikið af fólki í kringum okkur í kjölfarið tekið þátt í Veganúar, þ.e. að vera vegan allan janúar.�??
Tofurky-steik með kókosrjómalagaðri sveppasósu verður jólamaturinn í ár
Hvað ætlar þú að hafa í matinn yfir hátíðarnar í ár og hvaðan færðu helst innblástur? �??Í ár ætla ég að hafa Tofurky-steik með kókosrjómalagaðri sveppasósu. En í fyrra var ég með vegan Wellington steik og hún sló ræki-
lega í gegn. �?g fæ helst innblástur á �??Vegan Ísland�?? sem er grúppa á Facebook en þar eru rétt rúmlega 19 þúsund meðlimir sem deila oft góðum hugmyndum og alls konar nýjungum í verslunum hérna heima,�?? segir Elísa.
Uppskrift – Vegan Wellington:
1 pakki af smjördeigi (flestar útgáfur eru vegan, ég kaupi frá Findus).
1 dós af grænum linsubaunum (eða jafnt magn af elduðum þurrum baunum)
2 gulrætur
3 sveppir
3 hvítlauksgeira
2 msk. hörfræ
1 poki af pulled Oumph! (fæst í Krónunni)
100 gr. af pekan hnetum
örlítið af vegan mjólk
1 dl. hafrar
1/2 dl. hveiti
Cayenne pipar
salt
pipar
Timían
ólívuolía.
1. Byrja á að sjá til þess að bæði Oumphið og smjördegið sé komið tímanlega úr frosti svo það sé þiðið þegar ég byrja (nokkrum klst fyrir notkun).
2. Ofninn hitaður í 200°C.
3. Legg 2 msk. af hörfræjum í bleyti
í 3 msk. af vatni og legg til hliðar svo þær þenjist út á meðan hitt
er græjað.
4. Helli vatninu af linsubaununum, skola þær, set í plastskál og mauka með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
5. Brytja smátt niður 3 sveppi,
2 gulrætur og 3 hvítlauksgeira og steiki á pönnu með ólívuolíu.
6. Bæti við 2 klípum af salti, dass af pipar, Cayenne pipar og vel af Timían.
7. Brytja Oumphið niður í minni bita og bæti því út í grænmetið á pönnunni og leyfi að steikjast á meðal háum hita í nokkrar mínútur.
8. Sker gróflega niður 100 gr. af pekanhnetum.
9. Bæti pekanhnetunum, Oumphinu og grænmetinu saman við maukuðu linsubaunirnar.
10. Bætt við 1/2 dl. af hveiti, 1 dl. af höfrum og hörfræjunum og allt saman hrært vel saman.
11. Næst legg ég smjördegið á smjörpappír, en frá Findus eru þetta margir litlir ferhyrningar svo ég legg þrjá saman.
12. Rúlla aðeins yfir með kökukefli til að stækka flötinn og klessa samskeytunum á deigunum 3 saman.
13. Dreifið úr Oumph blöndunni á smjördeigið en ég mæli bara með að nota hendurnar og þrýsta á blönduna svo hún verði ekki laus í sér.
14. Blandan er komin á deigið og þá sker ég út flipa á hvorum enda og svo ræmur meðfram öllu.
15. �?g byrja á að teygja endaflipann yfir endann, en svo þarf bara að leggja ræmurnar í sikk �?? sakk yfir. Loks geri ég svo það sama við hinn endann.
16. Svo penslaði ég allt saman með vegan mjólk.
17. Hleifurinn settur í ofn í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til deigið verður gullin brúnt. Gott að fylgjast vel með þar sem deigið getur verið misþykkt og því verið lengur eða fljótara að brúnast.