Núna í desember hefur verið umræða á samfélagsmiðlum um texta í jólalögum sem sungin eru á jólaböllum um allt land. Mörgum finnst textarnir orðnir úreltir og að þeir ýti undir staðalmyndir um hlutverk stúlkna og drengja, kvenna og karla. Nokkrir hafa í því samhengi hrósað Hjallastefnunni fyrir að sniðganga þá texta sem fjalla um kynhlutverk og breyta textanum í mörgum lögum sem sungin eru fyrir börnin. Vísir.is greinir frá.
Margrét Pála �?lafsdóttir stofnandi Hjallastefnunnar, betur þekkt sem Magga Pála, segir í samtali við Vísi að hún hafi byrjað á þessu fyrir meira en 30 árum.
�??Rétt eins og ég ígrunda og endurskoða allt sem ég geri í starfi, þá geri ég það líka gagnvart þeim lögum og ljóðum sem ég vel.�??
Skiptir allt máli
Lögin sem oft eru tekin sem dæmi um þetta í umræðunni eru Adam átti syni sjö, Nú skal segja og Nú er Gunna á nýju skónum.
�??Jafnrétti er hugsjón okkar í Hjallastefnuskólunum og þess vegna syngjum við alltaf �??Adam átti syni sjö�?? og við syngjum líka og stundum á undan �??Eva átti dætur sjö.�?? Við sleppum lögum og ljóðum sem eru með þessum kynbundnu tilvísunum eins og um Sigga á síðum buxum og Sollu í bláum kjól. Hvernig stelpurnar vagga brúðu og strákarnir sparka bolta. Við bara sleppum þessu, það er svo margt skemmtilegt til.�??
Magga Pála segir að hún hafi fengið mjög góð viðbrögð við þessu frá foreldrum og starfsfólki.
�??Í okkar huga er þetta ekkert flókið. �?að er fjölmargt í menningu okkar sem er allt í lagi að víkja til hliðar og vera með ákveðna endurskoðun í gangi. �?etta skiptir máli, það skiptir allt máli fyrir börn sem eru að móta sjálfsmyndina og kynímyndina.�?? Er þetta einnig gert með bækur og sögur hjá Hjallastefnunni.
�??Einhverjir segja að þetta sé nú bara bull eða sé úti um allt og þá svara ég því bara þannig að á okkar vakt og á minni vakt þá ætlum við ekki að fóðra þessar gömlu hugmyndir. Hver og einn velur fyrir sig og við veljum þetta fyrir okkur, að koma með meiri ferskleika inn í jólalögin.�??
�?virðing við karla og konur
Einhverjir aðrir leikskólar og skólar gera þetta sama en Magga Pála telur að sem flestir ættu að taka upp þessa stefnu. Að hennar mati er ekki nóg að útskýra bara fyrir börnunum að þetta séu gamlar hefðir og þetta sé öðruvísi í dag.
�??Börn, sérstaklega undir átta ára aldri, eru ekki á þeim þroskastað að velta því fyrir sér. �?au einfaldlega heyra og sjá og innhverfa fyrirmyndirnar sem við gefum þeim. �?ess vegna vöndum við okkur.�??
Annað lag sem Hjallastefnan sleppir er Hátíð í bæ en þar fær strákurinn bók en stúlkan nál og tvinna. Bendir hún á að í Nú er Gunna á nýju skónum sé Siggi í buxum en Solla í kjól, mamman í eldhúsinu en pabbinn búinn að undirleggja heimilið til þess að finna flibbahnappinn sinn. �??�?etta er óvirðing fyrir bæði karla og konur.�??
Sjálf samdi hún eitt sinn ókynbundinn jólatexta sem börnin syngja í leikskólum og grunnskólum Hjallastefnunnar. �??En fyrst og fremst gætum við okkar þar sem eru greinilega neikvæðar kynjafyrirmyndir.�??
�?arf ekki að vera dýrt eða flókið
Magga Pála segir að fyrir jólin sé mikið um að jólagjafir og skógjafir séu markaðssettar fyrir annað hvort stelpur eða stráka.
�??Börn eru ekki vernduð gagnvart markaðinum. Við erum með jafnréttislög í þessu landi en þegar þú horfir á auglýsingar í desember þá getur þú ekki áttað þig á því. �?g bið fólk í öllum bænum að vera ekki með sjónvarpið í gangi og fara ekki með börnin í stórmarkaði og búðir þar sem að er beint verið að markaðssetja gagnvart börnum.�??
Magga Pála hvetur jólasveina til þess að hafa skógjafirnar í desember litlar, ódýrar og nytsamar. �?etta þurfi hvorki að vera dýrt né flókið.
�??�?egar ég tala við foreldra í ræðu eða riti þá hvet ég alltaf til að sýna fulla skynsemi. Í einfaldleikanum er best að varast einhverja kynjamismunun. Höldum þessu einföldu.�?? Segir hún að það sama megi segja um jólagjafir.
Vonar hún einnig að fólk hætti að kaupa súkkulaðidagatöl handa ungum börnum í desember.
�??Mikið óskaplega vona ég að við náum að útrýma þessum súkkulaðidagatölum sem eru í 24 daga. �?au eru skelfileg og hafa miklu meiri neikvæðar en jákvæðar afleiðingar fyrir börn. �?að duga 13 skynsamir jólasveinar sem gefa smáræði í skóinn þegar vel gengur.�??