Hornamaðurinn öflugi í liði ÍBV, Theodór Sigurbjörnsson, varð makahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann skoraði sitt sjötta og síðasta mark í sigrinum á Haukum á sunnudaginn.
�?að er óhætt að segja að helgin hafi verið ansi viðburðarrík og ánægjuleg fyrir Theodór en hann hefur undanfarna daga og vikur verið í Reykjavík, ásamt unnustu sinni Lindu Björgu �?marsdóttur, að bíða eftir fæðingu frumburðar síns sem loks kom í heiminn sl. laugardag.
Hefur Theodór nú skorað 1031 mark fyrir ÍBV en metið átti Sigurður Bragason, núverandi aðstoðarþjálfari liðsins. Mörkin hefur Theodór skorað í 183 leikjum sem gerir 5,6 mörk að meðaltali í leik.
Ferill Tedda með ÍBV:
2010-2011 16 leikir 37 mörk.
Fyrsti leikur var gegn Selfossi og fyrsta mark gegn Stjörnunni.
2011-2012 19 leikir 55 mörk
2012-2013 21 leikir 95 mörk
2013-2014 30 leikir 144 mörk
Íslandsmeistari með liðinu
2014-2015 29 leikir 172 mörk bikarmeistari með liðinu, kjörin íþróttamaður Vestmannaeyja
2015-2016 29 leikir 212 mörk
2016-2017 29 leikir 249 mörk Kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins
2017-2018 10 leikir 67 mörk
Markahæstu leikmenn ÍBV
1. Theódór Sigurbjörnsson 1031
2. Sigurður Bragason1030
3. Zoltán Belány 929
4. Grétar �?ór Eyþórsson 882
5. Svavar Vignisson 784