�??Skipasmíðastöðin CRIST S.A. í Póllandi hefur lagt til að lengja nýju Vestmannaeyjaferjuna um 1,8 meter og breyta stefninu. Með því móti tekst að halda djúpristunni innan þeirra marka sem að var stefnt. Við þessar breytingar verður aðstaða fyrir farþega betri og ferjan getur flutt fleiri fólksbíla að jafnaði. �?essar breytingar eru verkkaupa að kostnaðarlausu en verða þess valdandi að afhending dregst eitthvað. �?essi tillaga skipasmíðstöðvarinnar er enn til skoðunar hjá samgönguráðuneytinu og Vegagerðinni. Ákvörðun verður tekin fljótlega,�?? segir í fréttatilkynningu frá Vegagerðinni í síðustu viku um nýja stöðu í smíði nýrrar ferju fyrir Vestmannaeyjar.
�?etta var kynnt á opnum fundi í Eldheimum á laugardaginn þar sem Andrés �?orsteinn Sigurðsson, sem á sæti í smíðanefnd ferjunnar sat fyrir svörum. �??�?g vil byrja á að þakka þeim sem mættu á fundinn en hann var fyrst og fremst hugsaður til þess að upplýsa bæjarbúa hvað smíði á nýju ferjunni líður. Eins og kunnugt er þurfti að gera smávægilegar breytingar á skipinu vegna þunga. Viljum við sem vinnum að nýsmíðinni að fólk sé upplýst og fái réttar upplýsingar,�?? segir Andrés.
Hann segist sjálfur eins og aðrir í smíðanefndinni vera mjög stoltur af því hvernig til hefur tekist. �??Við erum mjög ánægðir með að bera ábyrgð á verkum smíðanefndarinnar enda höfum við að sjálfsögðu fengið mjög færa menn í verkið með okkur, hvort sem það er Jóhannes Jóhannesson, Polarkonsult í Noregi eða Crist skipasmíðastöðin í Póllandi. Höfum við hlustað á ráðleggingar þeirra. �?að voru miklar kröfur gerðar til skipsins af okkar hálfu í smíðanefndinni og er ánægjulegt að sjá hvernig til hefur tekist. Auðvitað er Landeyjarhöfn erfið og til að geta siglt allt árið um kring þarf skipið að rista lítið, það er augljóst vegna sandburðarins sem þar er.�??
Andrés sagði ekkert nýtt að til deilna komi þegar smíðuð er ný Vestmannaeyjaferja. �??�?að hefur verið deilt á það skip sem nú er í smíðum og það er ekkert nýtt. Alltaf þegar nýtt skip hefur verið á teikninborðinu hafa verið deilur, en samt hefur nýr Herjólfur alltaf verið tekin í sátt af bæjarbúum og mönnum jafnvel þótt vænt um skipið.�??
Andrés segir það eðlilegt því fólk þekki ekki skipið sem i boði er. �??�?að er líka vegna fullyrðinga manna sem ekkert hafa komið að málum, en telja sig vita best. �?g á ekki vona á öðru en það sama verði upp á tengingnum nú þegar nýja skipið kemur á næsta ári. Fólk mun taka skipið í sátt. Alltaf er verið að herða á öryggiskröfum og setja strangari reglur um ferjusiglingar og uppfyllir nýja skipið okkar allar þessar alþjóðareglur sem settar eru. Verður það því mikil framför frá því sem nú er, því skipið okkar sem nú siglir er orðið gamalt og slitið. Er því þörfin fyrir nýtt og betra skip orðin mjög aðkallandi og verður það því mjög ánægjuleg stund þegar nýja ferjan okkar siglir inn í höfnina í fyrsta sinn,�?? sagði Andrés.