TYC sports frá Argentínu voru í Vestmannaeyjum á mánudaginn, tilefnið var viðtal við þjálfara íslenska landsliðsþjálfarann, Heimir Hallgrímsson. Blaðamaður Eyjafrétta hitti Gaston Recondo, sem er þáttastjórnandinn, uppá flugvelli og náði af honum tali. Í þeirra för var íslenskur leiðbeinandi sem sagði að í síðustu viku hefðu þeir verið í Barcelona að taka viðtal við Lionel Messi, í þessari viku í Vestmannaeyjum að taka viðtal við Heimi Hallgrímsson.
Gaston sagði að aldrei hefði hann átt von á því að Argentína mundi spila við Ísland og að þeir hefðu lítið vitað um liðið fyrir Evrópukeppnina og núna væri hann kominn alla leið til Íslands og hvað þá til Vestmannaeyja til þess að taka viðtal við landsliðsþjálfaran Heimi Hallgrímsson.
�?etta var ekki flókið plan hjá þeim félögunum, Heimir mætti uppá flugvöll til að sækja þá og bauð þeim heim til sín til að taka viðtalið, viðtökur sem þeir áttu ekki von á, en svona gera Eyjamenn þetta.