Clara Sigurðardóttir, framherji ÍBV í knattspyrnu, var á dögunum valin til æfinga með U-17 landsliði Íslands fyrir milliriðil EM sem fram fer á næsta ári. �?rátt fyrir að vera enn gjaldgeng í U-16 landsliðið hefur Clara verið í byrjunarliði U-17 í síðustu leikjum en hún gerði t.a.m. tvö mörk í þremur leikjum með liðinu í undankeppni EM í haust. Clara er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Clara Sigurðardóttir.
Fæðingardagur: 12. janúar 2002.
Fæðingarstaður: Bahamas.
Fjölskylda: Pabbi minn er Siggi Gísla, mamma mín heitir Berglind, ég á þrjá bræður sem heita Sigmar Snær, Anton Frans og Matthías. Svo á ég einn hund sem heitir Ísold.
Uppáhalds vefsíða: Uppáhalds vefsíðan mín er Netflix þó maður sé næstum búin með allt þar inná.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?g hlusta á svona flest alla tónlist en Palli kemur manni alltaf í stuð.
Aðaláhugamál: Fótbolti.
Uppáhalds app: Snapchat og instagram.
Hvað óttastu: �?g er alveg óttalaus.
Mottó í lífinu: Er nú ekki með eitthvað sérstakt mottó en ef ég þyrfti að velja eitthvað eitt þá væri það þetta reddast.
Apple eða Android: Apple.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Beyonce.
Hvaða bók lastu síðast: Les nú ekki mikið en ætli það hafi ekki verið Korku saga í skólanum.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþróttamaðurinn minn er Sara Björk og ætli uppáhaldsliðið mitt sé ekki ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já, ég er það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi fótbolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Sakamálaþættir.
Nú hefur þú verið hluti af U-17 ára liðinu undanfarna mánuði þrátt fyrir að vera gjaldgeng í U-16, er ekki gaman að fá tækifæri til að spila upp fyrir sig: Jú. þetta er mjög skemmtilegt og gott tækifæri.
Er mikill munur á því að spila með U-17 liðinu og ÍBV: Nei, mjög svipað að spila með U-17 og mfl en ég er ekki látin spila í sömu stöðu með liðunum þar sem ég spila í holunni með U-17 en framherji hjá ÍBV.
Næst á dagskrá eru leikir í milliriðli sem spilaðir verða í �?ýskalandi í mars. Hvernig metið þið möguleikana á að komast upp úr riðlinum: Við eigum góðan möguleika á að komast upp úr milliriðlinum, við erum sterkt lið en �?jóðverjar verða erfiðir andstæðingar.