Vegna fjölda áskorana bætti Eyþór Ingi við aukatónleikum í Landakirkju Vestmannaeyjum á sunnudagskvöldið og var nánast uppselt á báða tónleikana. Eyþór Ingi er fantagóður söngvari og þekkjum við flest þá hliðina á honum. En hann er líka flottur uppistandari og eftirherma og þessu sló hann saman á tónleikunum sem urðu svona söngur á milli skemmtiatriða.
�?tkoman var góð sennilega hefur sjaldan eða aldrei verið hlegið meira í Landakirkju en þetta kvöld. Hann fékk karlakórinn til liðs við sig í lok tónleikanna sem var vel til fundið.
Eyþór sagðist strax sem barn hafa nýtt hvert tækifæri til að troða upp og að fá þessa kröftugu söngrödd að gjöf hefur gert honum kleift að halda uppteknum hætti frá bernskuárunum. Hann flutti jólalögin eins og honum er lagið og ef eitthvað má finna að er að rödd Eyþórs of stór fyrir litlu kirkjuna okkar þegar henni er beitt af fullum krafti.
Léttvægt tuð sem hverfur í skuggann af því sem boðið var upp á þetta kvöld. Fór Eyþór frá einni persónunni til annarrar, allt landsþekktar raddir, án minnstu fyrirhafnar og sumir voru dregnir sundur og saman í háðinu.
Ekki kannski jólalegt að mati sumra en það má líka hlæja. �?að sem vantaði upp á heilagleikann í byrjun var bætt upp þegar karlakórinn lagðist á sveifina með Eyþóri. Fluttu þeir saman gullfallegt lag Eyþórs sem birtist honum eins og heilagur andi og hæstu hæðum náði helgin í Helgu nóttinni.
Sem sagt frábær skemmtun og hlátur þar sem andi jólanna fékk að fljóta með.