ÍBV og Fjölnir áttust við í 16 liða úrslitum Coca Cola bikars karla í gær, lokatölur 23:31 Eyjamönnum í vil. Sigur Eyjamanna var aldrei í hættu en staðan var 12:20 í hálfleik.
Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með átta mörk en þar á eftir kom Kári Kristján Kristjánsson með sex.
Liðin sem fara áfram í átta liða úrslit eru Selfoss, FH, �?róttur R., Haukar, ÍBV, Valur og Grótta.