ÍBV og Grótta áttust við í 11. umferð Olís-deildar kvenna í gær. Eyjakonur voru ekki í miklum vandræðum með þær bláklæddu og voru þegar komnar með níu marka forystu þegar flautað var til hálfleiks. Liðsmenn ÍBV gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og svo fór að munurinn endaði í tíu mörkum, lokastaða 24:34.
Sandra Erlingsdóttir átti góðan leik og var markahæst með 11 mörk. Karólína Bæhrenz var einnig iðin við kolann en hún skoraði níu mörk.