Sl. fimmtudag var svokallaður föndurdagur í GRV-Hamarsskóla en þá er gert hlé á hefðbundnu skólastarfi og föndrað eins og nafn dagsins gefur til kynna. Var mismunandi árgöngum skólans blandað saman og skólastofunum breytt í föndurstöðvar þar sem kynstrin öll af verkefnum voru í boði. Fjölmargir foreldrar nýttu sér tækifærið og liðsinntu börnum sínum við föndrið ásamt því að gæða sér á kaffisopa á meðan frímínútum stóð. Jólaandinn var svo sannarlega allt umlykjandi enda skemmtileg tilbreyting.