Vegagerðin hefur staðfest að búið sé að leigja farþegaferjuna Bodö frá Noregi en hún mun leysa Herjólf af í janúar þegar viðgerð á gír Herjólfs verður loks kláruð. Áætlað er að viðgerð taki um 14-16 daga.
Samkvæmt samningi á ferjan að geta lagt af stað frá Noregi 21/22. janúar n.k. og er áætlað að hún verði komið til landsins 24. janúar.
Helsta lýsing á skipinu er eftirfarandi:
Lengd 80 metrar
Breidd 18 metrar
Djúprista 3.7 metrar
Ganghraði 16.5 kn
Farþegafjöldi 345 manns
Bílafjöldi 80 fólksbílar og 10 flutningabílar
Búið 4 stöðugleika uggum.