Á dögunum kynntu nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum lokaverkefni sín en verkefnin tengjast flest námsgreinum sem kennd eru við skólann. Áfanganum er ætlað að skerpa undirbúning nemenda fyrir háskólanám, sérstaklega hvað varðar verklega leikni og hæfni til að afla áreiðanlegra gagna, vinna úr þeim og koma niðurstöðum sínum á framfæri. Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að draga saman reynslu og fyrra nám í verkefnavinnu sinni. Nemendur þurfa að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, virkni, frumkvæði og þjálfa skipulagshæfileika sína, enda skipuleggja þeir vinnu sína undir almennri verkstjórn kennara. Gott tækifæri gefst til sérhæfðrar þekkingaröflunar og þjálfunar í aðferðafræði félagsvísindanna. Lokaverkefnið felur jafnframt í sér að nemandinn kynnir afurðina á skýran og skapandi hátt og þjálfist í að útskýra og rökstyðja rannsóknarferlið, niðurstöður og að standa fyrir máli sínu og taka ábyrgð á eigin námi.
Að þessu sinni voru 19 nemendur sem kynntu verkefni en eins og sjá má á upptalningunni hér að neðan voru viðfangsefnin afar fjölbreytt og áhugaverð:
Guðjón Alex Flosason: Áhrif hlýnunar jarðar á náttúruhamfarir
Elliði Snær Viðarson: Hvernig hefur álag í íþróttum áhrif á nám hjá afreksefnum?
Elínborg Eir Sigurfinnsdóttir: Hvernig er unnið með börn með lesblindu á yngsta stigi grunnskóla?
Sirrý Rúnarsdóttir og Una �?orvaldsdóttir: Áhrif samfélagsmiðla á kvíða hjá ungu fólki
Eydís �?gn Guðmundsdóttir: Áhrif koltvísýrings á ósonlagið: Hvað getur Ísland gert?
Rebekka Svava Sigurjónsdóttir: Hver eru áhrif skilnaðar á börn?
Vigdís Hind Gísladóttir: Hvernig getur hreyfing aðstoðað einstaklinga með þunglyndi?
Sandra Erlingsdóttir: Einkenni og áhrif PCOS
Bergþóra �?löf Björgvinsdóttir: Hvað er það sem helst orsakar hlýnun jarðar og hverjar eru afleiðingarnar?
Maríanna �?sk Jóhannsdóttir: Áhrif sykursýki á líf einstaklings
�?órey Lúðvíksdóttir: Hvaða meðferðarform virka best við athyglisbrest með ofvirkni hjá börnum?
Bjarki Svavarsson: Hvernig hefur ADHD áhrif á líf einstaklinga?
Elísabet Bára Baldursdóttir: Hafa fiskvinnslustörf áhrif á andlega líðan?
Inga Hanna Bergsdóttir og Sóldís Eva Gylfadóttir: Hvað er átröskun og hvernig birtist hún?
Daníel Ingi Sigurjónsson: Hvernig vinna kírópraktorar með brjósklos?
Aron �?rn �?rastarson: Kannabis, skaðlegt eður ei?
Hrafnhildur Sigmarsdóttir: Sativex við síspennu hjá fólki með MS.
Eins og fyrr segir eru verkefnin mörg hver áhugaverð og fékk blaðamaður leyfi til að birta niðurstöður tveggja þeirra.
Vigdís Hind Gísladóttir – Hreyfing getur hjálpað á margvíslegan hátt
Í verkefni sínu fjallar Vigdís Hind um það hvernig hreyfing geti hjálpað einstaklingi með þunglyndi í daglegu lífi, hvað hugtakið þunglyndi þýðir og möguleg meðferðarform.
�?unglyndi er algengur sjúkdómur sem hefur áhrif á 6,7% Bandaríkjamanna á ári, það er meira en 16 milljónir manna á ári (Mental Health America, e.d.). Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á það hvort hreyfing geti hjálpað einstaklingum með þunglyndi og það skoðað hvernig hún getur hjálpað. Rannsóknarspurningin í upphafi var: Hvernig getur hreyfing aðstoðað einstaklinga með þunglyndi? Til að svara rannsóknarspurningunni voru settar fram fjórar undirspurningar:
�?� Hvað er þunglyndi?
�?� Hver eru meðferðarform við þunglyndi?
�?� Hvað gera boðefnin dópamín, serótónín og endorfín?
�?� Sýna rannsóknir samband milli hreyfingar og einkenna þunglyndis?
�?unglyndi er algengur og alvarlegur geðsjúkdómur sem einkennist af mikilli geðlægð. Helstu einkenni sem fylgja sjúkdómnum eru áhugaleysi, svefnleysi, aukning á svefni, eirðarleysi og neikvæðar hugsanir o.fl.. Einstaklingarnir sem rætt var við fundu báðir almennt fyrir depurð og eirðarleysi.
Meðferðirnar við þunglyndi eru þó nokkrar. �?ar á meðal lyfjameðferð, samtalsmeðferð og í alvarlegum tilfellum er notuð raflostsmeðferð. Báðir viðmælendur í rannsókninni áttu það sameiginlegt að vera á lyfjum til að hjálpa við að glíma við þunglyndið. Boðefnin dópamín, serótónín og endorfín eiga það allt sameiginlegt að skipta máli þegar um þunglyndi er að ræða. Skortur á þessum efnum hefur áhrif á boðefnadreifingu í heilanum og er talið að ef skorturinn er mikill og langvarandi að það hafi það áhrif á þunglyndi.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar um allan heim um það hvort hreyfing geti haft jákvæð áhrif á fólk með þunglyndi. Rannsóknir benda til þess að hreyfing hjálpi fólki með þunglyndi á þann hátt að það er erfiðara fyrir það að falla aftur í sama farið og áður fyrr.
Viðmælendur fundu báðir fyrir því að eiga auðveldara með daglegar athafnir þegar þeir stunduðu hreyfingu reglulega, þeim fannst einnig depurðin og eirðarleysið minnka þá daga sem þau hreyfðu sig. Auðveldara er að halda rútínu, vakna á morgnana, svefninn verður betri og lífsgæðin urðu almennt betri hjá viðmælendum mínum. Hins vegar var hvorugur viðmælenda bent á það að stunda hreyfingu þegar þau töluðu við fagaðila. �?eim var ekki bent á hreyfingu, heldur ákváðu þau sjálf að byrja hreyfa sig sem þau telja bæði að hjálpi mikið til við að líða betur. �?að er virkilega athyglisvert að fagaðilar minnist ekki á mikilvægi hreyfingar, þar sem rannsóknir sýna að hreyfing hafi góð áhrif, og einnig kemur það fram í þessari rannsókn að hreyfing hjálpi þeim sem eru að glíma við þunglyndi á margvíslegan hátt.
Guðjón Alex Flosason – Hlýnun jarðar ekki óleysanlegt vandamál
Í sínu verkefni fjallar Guðjón Alex um hlýnun jarðar, um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem fyrirbærið hefur í för með sér og hvernig hægt sé að snúa þróuninni við. Rekur hann rannsóknir fræðimanna um efnið sem benda á orsakasamhengi milli hlýnunar jarðar og aukins styrks náttúruhamfara.
Talið er að loftlagsbreytingar og hlýnun sjávar hafi mjög líklega þær afleiðingar að styrkur fellibylja aukist og það regnfall sem þeim fylgir verði meira. Hlýnun jarðar er talin helsta orsök þess að vindhraði fellibylja hefur aukist. Jafnframt er mikil hætta á því að flóð verði við þessar aðstæður og því hærra sem sjávarmál hækkar á meðan eða eftir að fellibylur gengur yfir, því meira verður flóðið. �?ó að rannsóknir séu til staðar sem styðja þessar fullyrðingar hefur þó ekki verið hægt að staðfesta þær að öllu leyti enn sem komið er. Margt bendir til þess að aukinn styrkur náttúruhamfara stafi af loftlagsbreytingum en ekki víst að það sé enn byrjað að hafa miklar afleiðingar, en afleiðingarnar munu þó verða miklar í framtíðinni.
Reynslan sýnir að mikil hætta stafar oft af náttúruhamförum. Íbúar vanþróaðra landa eru oft hjálparvana eftir náttúruhamfarir og þær hafa gjarnan mikinn mannskaða í för með sér. �?ess vegna er mikilvægt að hjálpa slíkum löndum að vera vel undirbúin fyrir slíka atburði og reyna að draga úr tjóni. Eins og sést er hlýnun jarðar að auka styrk fellibylja og framtíðarspár benda til þess að styrkur þeirra muni halda áfram að aukast eftir því sem loftslag jarðar hlýnar enn meira. Sjávarhiti hefur hækkað með árunum og mun líklegast halda áfram að hækka og með því fylgja sterkari fellibyljir og flóð sem fylgja þeim. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem sýnir að hlýnun jarðar hafi áhrif á tíðni náttúruhamfara.
Áhrif hlýnunar jarðar á náttúruhamfarir hafa ekki verið mjög mikil hingað til, en þó er hægt að búast við miklu alvarlegri áhrifum í framtíðinni ef þróuninni verður ekki snúið við. �?ó að náttúruhamfarir séu orðnar alvarlegri en áður var er þó ennþá hægt að búast við rólegum tímabilum þar sem að fáir og máttlitlir fellibyljir eru. Dæmi um þetta er árið 2013, þar sem engir sterkir fellibyljir mældust.
Greinilegt er miðað við það sem hér hefur verið rakið að hækkun sjávarmáls sé af völdum hlýnunar jarðar og á það hlut í að breyta hegðun og einkennum náttúruhamfara. �?ví meira sem sjávarmál hækkar því hærra ná fellibyljir og því meiri verður styrkur þeirra. Einnig sést að hækkun sjávarmáls eykur hæð flóða í kjölfar fellibylja og jarðskjálfta. Hlýnun jarðar skapar eins konar vítahring þegar kemur að veðri og náttúruhamförum sem stuðlar að meiri hlýnun jarðar. Til dæmis skapar hlýnun jarðar meiri þurrk og þar með eykst hættan á skógareldum. Eftir því sem fleiri skógareldar verða má búast við meira magni af koltvíoxíð í loftinu vegna bruna og koltvíoxíð stuðlar að meiri hlýnun jarðar. �?etta þýðir að aðeins örlítil hlýnun jarðar setur af stað keðjuáhrif sem eykur hlýnun jarðar endurtekið.
�?að er mjög mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir frekari hlýnun jarðar til þess að reyna að stöðva þessu neikvæðu þróun náttúruhamfara og koma í veg fyrir mannskaða og skemmdir. �?egar fólk heyrir talað um hlýnun jarðar dettur því yfirleitt fyrst í hug að almennt sé hitastig á jörðinni að hækka, jöklar að bráðna, vatn að hverfa og að sumar dýrategundir deyji út. �?au áhrif sem hlýnun jarðar hefur á eðli náttúruhamfara er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug, en er engu að síður mjög mikilvægt og alvarlegt mál sem heyrist ekki oft talað um. �?ví er mjög mikilvægt að upplýsa og fræða fólk um þann vanda sem mannkynið stendur frammi fyrir. Til þess að ná utan um þetta vandamál þarf víðtækt alþjóðlegt samstarf og samvinnu, eins og til dæmis Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægt er að sem flestar þjóðir heims taki þátt í því verkefni.
Hlýnun jarðar er ekki óleysanlegt vandamál. Pólitísk spilling hefur komið í veg fyrir að leiðtogar heimsins hafi litið á þetta sem alvarlegt vandamál og verður það að breytast til að tryggja góða framtíð fyrir komandi kynslóðir. Við höfum aðeins eina plánetu og er tilvist heilbrigðrar náttúru á jörðinni forréttindi sem ekki má eyðileggja. Nú fer að verða um seinan að grípa til aðgerða og því verðum við að ýta á leiðtoga heimsins um að setja reglur og koma fram með lausnir sem koma í veg fyrir enn frekari mengun jarðar í framtíðinni. Hvert ár skiptir máli og þetta þarf því að gerast strax. Engar afsakanir, engar áratugalangar rannsóknir og engar undantekningar fyrir mengandi fyrirtæki sem leyfa þeim að breyta og semja sínar eigin reglur. Jörðin er viðkvæm og við erum að valda óafturkræfum skemmdum og verðum við því, sem seinasta góða von jarðar, að taka höndum saman og bjarga plánetunni áður en allt líf deyr út. Við höfum fulla ástæðu til þess að byrja strax í dag því við megum ekki bíða lengur.