Árleg jólasýning fimleikafélagsins Ránar fór fram miðvikudaginn 6. desember sl. í stóra sal íþróttamiðstöðvarinnar. Margt var um manninn enda iðkendur fjölmargir og dagskráin sneisafull af skemmtilegum æfingum sem krakkarnir framkvæmdu með glæsibrag. Á sýningunni voru jafnframt veittar viðurkenningar en Herborg Sindradóttir hreppti verðlaun fyrir mestu framfarir á árinu og Rakel Perla Gústafsdóttir minningarbikar Kristbjargar sem efnilegasti einstaklingurinn.
Myndir frá sýningunni.