Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum verður frumsýnd í mars á næsta ári og er nú hægt að sjá fyrstu stikluna úr myndinni. Víti í Vestmannaeyjum er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason sem notið hefur mikilla vinsælda. �??Ár hvert er haldið stórt fótboltamót fyrir krakka í Vestmannaeyjum og þetta ár mætir hinn tíu ára Jón Jónsson til þess að keppa með Fálkum. En þegar hann kynnist Ívari, strák úr ÍBV sem á bágt heima fyrir, þarf Jón að vaxa hraðar úr grasi en hann óraði fyrir, bæði innan og utan vallar.�??
Margir efnilegar leikara koma við í myndinni og þar á meðal okkar fólk, Margrét Lára Viðarsdóttir og Hermann Hreiðarsson ásamt mörgum krökkum úr Vestmananeyjum. Jóhann �?var Grímsson, Otto Geir Borg og Gunnar Helgason skrifa handrit kvikmyndarinna, sem er leikstýrt af Braga �?ór Hinrikssyni aðstoðar leikstjóri myndarinnar er Eyjapeyjinn Haraldur Ari Karlsson.
Hérna er hægt að sjá stiklu úr myndinni.