Í aðdraganda jóla hef ég reynt að feta þennan margumtalaða veg yfirvegunar og rólyndis, en kannski ekki alltaf með þeim árangri sem ég vonaðist eftir.
�?g hef raunar oft litið með örlítilli öfund til þeirra sem ekki eru að stressa sig á hlutunum. Fólk sem ekki er að æsa sig yfir smámunum og lætur hlutina bara hafa sinn gang, en ég er bara því miður ekki þannig af Guði gerður.
�?skuvinur, sem var bóndi norður í Eyjafirði er þeim hæfileikum gæddur að vera ekki að stressa sig yfir smámunum og hefur haft orð nóbelsskáldsins að leiðarljósi í lífi sínu, nefnilega að �??hlutirnir hafi tilhneigingu til að fara einhvern veginn, þó margur efist um það á tímabili�?�.
Skömmu fyrir jólin 2007 hafði vinur minn samband við mig og spurði hvort ég gæti ekki skotist norður að skíra þríburana sína og gift þau hjónaleysin í leiðinni. �?g hélt það nú og við Gíslína mín æddum norður í mikilli stress ferð þar sem allt flug fór úr skorðum og því gátum við ekki eytt nema brot úr degi með vinum okkar. �?egar við Gíslína erum komin norður er ljóst að við erum ansi tæp á tíma og ég hringi í vin minn og segi honum að við séum á heldur meiri hraðferð en til stóð og spyr hvort ekki sé allt klappað og klárt fyrir stóru stundina. Jú, hann heldur það nú, allir mættir og nú sé bara beðið eftir okkur Gíslínu.
�?egar við göngum inná heimilið sjáum við að allir gestir eru mættir og sitja að spjalli, vinur minn er að renna yfir dagblaðið og allt með rólegheitum, nema húsfreyjan er heldur stygg og hvæsir á þennan vin minn að fara nú að drífa sig að gera sig kláran.
�?á fer félagi minn í að finna á sig föt, íslenska hátíðarbúninginn, og lendir í óskaplegu klandri með hnútinn á slifsinu sem fylgir og gefur sér tíma til að athuga hvort hann finni ekki einhverja aðferð við þetta á netinu. Svo reyndist ekki vera og því lét hann duga að kuðla þessu öllu einhvern veginn saman, þannig að þetta liti svona nokkuð sannfærandi út.
Og þá voru allir tilbúnir, öllum boðið að ganga til stofu þar sem hin stóra stund skyldi fara fram. �?ar sem við stöndum og bíðum eftir að gestirnir komi sér fyrir, þá rek ég augun í að vinur minn er skólaus við sparifötin og ég spyr hvort hann vilji ekki fara í spariskóna sína. Jú, jú, það stóð víst til. Og svo er farið að leita að spariskónum sem þarf síðan að pússa þegar þeir loksins finnast og við þetta tefst allt um enn einn hálftímann eða svo.
Athöfnin gat þá loks farið fram og um leið og henni lauk rukum við Gíslína út í bíl og upp í flugvél sem flutti okkur aftur áleiðis til Eyja.
�?egar við félagar tölum um þennan dag þá minnumst við hans með æði ólíkum hætti. �?g man eftir rosalegu stressi og látum, en vinur minn lygnir aftur augunum og minnist þess hversu allt gekk vel og hvað allir voru rólegir og rekur ekki minni til þess að einhver hafi verið orðinn óþolinmóður.
Já, stundum vildi ég hafa meira af þessu rólyndi sem vinur minn býr yfir, þó ef til vill mætti krydda það með örlitlu skipulagi. En ég held að við getum flestöll lært að temja okkur rólyndi og yfirvegun í aðdraganda jólanna, því þannig náum við að njóta aðventunnar best, því jólin koma jú hvort sem verkefnalistinn hefur klárast eða ekki. Jólin byrja nefnilega í hjörtum okkar, en ekki í IKEA, eins og svo oft er hamrað á.
�?að er von mín og ósk að þú, ágæti lesandi, eigir eftir að njóta þess sem eftir er af aðventunni og að Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.