Vestmannaeyjar töldu 48/49 jarðir, svo kallaðar konungsjarðir, þeirra á meðal �?orlaugargerði, sem var ein þeirra jarða í Ofanleitisgirðingunni sem umkringdi hina miklu prestssetursjörð Ofanleiti: Norðurgarður (tvíbýli) og �?orlaugargerði (tvíbýli). Suðurgarður (áður Svaðkot sunnan Ofanleitis), Gvendarhús, Brekkuhús, Draumbær og Steinsstaðir. Seinna komu til suður á Eyju Sigríðarstaðir, Lyngfell og vitavarðarbústaðurinn í Stórhöfða og voru ekki konungsjarðir. Jarðirnar voru í konungseign í aldaraðir en síðar afhentar landssjóði í eigu ríkisins. 1960 færast jarðir hér lögum samkvæmt frá ríki til Vestmannaeyjakaupstaðar.
�?orlaugargerðis er getið í elstu heildarskrá um jarðir frá árinu 1507, en búseta þar trúlega mun eldri en svo. Jörðin var metin fyrirtaks bújörð á vestmannaeyskan mælikvarða, með 3-4 kúgildi og um 50 ær. Jarðarábúð á bújörðinni �?orlaugargerði eystra hefur haldist óslitin innan sömu fjölskyldu í fjórar kynslóðir, í um tvær aldir, rakin til Benedikts Guðmundssonar og barnsmóður hans �?óru Pétursdóttur. Benedikt drukknaði ungur. Hann var bróðir Guðmundar Guðmundssonar gullsmiðs í �?orlaugargerði eystra, látinn í Utah. �?óra og Benedikt eignuðust einn son, Pétur Benediktsson, síðar jarðarábúandi í �?orlaugargerði eystra. Fyrri eiginkona Péturs var Kristín Pétursdóttir og seinni eiginkona Ingibjörg Sigurðardóttir, báðar húsfreyjur í �?orlaugargerði eystra. �?óra varð síðar ættmóðir stórætta í Eyjum: Holts-, Vesturhúsa-, Sælunds- og Norðurbæjarættarinnar. Pétur Benediktsson er ættfaðir eldri Odsstaðasystkinanna, dóttir hans Martea Guðlaug var fyrri eiginkona Guðjóns Jónssonar líkkistusmiðs á Oddsstöðum. Sonur Péturs, Jón Pétursson, bóndi og formaður á áraskipum, tók við jörðinni með byggingarleyfum 1905 -1932/1944 ásamt konu sinni Rósu Eyjólfsdóttur frá Kirkjubæ (Norðurbæ), en faðir hans Pétur og seinni kona hans Ingibjörg voru á heimilinu. Að ekkju Jóns, Rósu Eyjólfsdóttur, látinni, árið 1944, tók fósturbarn þeirra og afi minn Jón Guðjónsson bóndi og bátasmiður við bújörðinni og ábúðarskyldum. Nú er ábúð bújarðarinnar á höndum foreldra minna, Ingibjargar dóttur Jóns Guðjónssonar og maka hennar, Garðars Arasonar. �?au tóku við jarðarábúðinni og bújörðinni árið 1967, að afa látnum og stunda þar fjárbúskap.
Konungsskip byggð við �?orlaugargerði
Jón Pétursson, bóndi og formaður var og fádæma hagur tré- og bátasmiður. Byggingu núverandi íbúðarhúss lauk árið 1913, en áður var þar torfbær. Timburhúsið reisti hann af hlunnindum jarðarinnar, viði, sem rak á suðurfjörur og klárinn hans dró heim. Í Kattaklettavirkinu byggði hann báta. �?ess má geta að svo kölluð konungsskip voru einnig byggð við �?orlaugargerði á sínum tíma. Tveggja ára hnokkinn, Jón, var sendur í fóstur á heimili afa síns Péturs og Ingibjargar og móðurbróður Jóns og Rósu í �?orlaugargerði eystra. Hann var sonur hjónanna Marteu Guðlaugar Pétursdóttur frá �?orlaugargerði eystra og Guðjóns Jónssonar líkkistusmiðs og bónda á Oddsstöðum, frá Túni. Hann varð fósturbarn Jóns og Rósu. Jón og kona hans Rósa, einatt nefnd Rós’amma, áttu börnin Ármann og Laufeyju. Í fóstri voru þar einnig Kristín systir Jóns og dætur hennar, hálfsysturnar Ársól Svafa og Guðfinna.
Foreldrarnir og afi sáu um uppeldið
Jón Guðjónsson átti eftir að verða afi minn. Hann var jarðarábúandi í �?orlaugargerði eystra á árunum 1944-1967. �?egar ég fæddist árið 1955 var afi minn ekkill. Kona hans og amma mín, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir frá Suðurgarði lést 47 ára árið 1953 og skildi eftir sig eiginmann, 19 ára dótturina Ingibjörgu (mömmu mína) og 11 ára soninn Sigurgeir. Auk þeirra einnig fósturdótturina �?nnu Jóhönnu Oddgeirs, dóttur Auróru Ingibjargar Oddgeirsdóttur, Guðmundsen prests að Ofanleiti. Anna fór til þeirra í fóstur á ellefta ári 1943, á Eyjarhóla, en móðir hennar lést af berklum á Vífilsstöðum tveimur árum síðar. Mamma mín, Ingibjörg Jónsdóttir flutti með mig sem ungabarn frá Reykjavík, á heimili föður síns í �?orlaugargerði eystra, ásamt kærastanum og tilvonandi eiginmanni, Garðari Arasyni frá Akureyri, sem kom til Eyja til sjós á vertíð. Foreldrar mínir og afi minn ólu mig upp og komu mér til manns auk annarra áhrifavalda eins og þeirra Svölu frænku (�?nnu Svölu Árnadóttur Johnsen) í Suðurgarði og Sigurgeirs móðurbróður.
Guðrún, amma mín, var ein Suðurgarðssystkinanna (áður Svaðkots), systir Margrétar kaupmanns, konu Árna J. Johnsen, Sigurgeirs rafvirkja og fjallamanns og Jóhanns stýrimanns, föður Guðbjargar (Lillu), konu Hreiðars Ársælssonar fótboltaþjálfara ÍBV á 7. áratugnum. Fóstursystur hennar voru Nýja (Árný Sigurðardóttir) og Lauga (Guðlaug Bergþórsdóttir). Í heimili voru einnig Svavar �?órarinsson og systursonur hennar Súlli (Hlöðver Johnsen).
Sér til allra átta
Frá �?orlaugargerði eystra sér til allra átta. Í suðri blasa við úteyjarnar Suðurey, Geldungur, Hellisey, Súlnasker, Geirfuglasker, Brandur, Álsey, og Surtsey en �?orlaugargerði eystra er eina byggða bólið á Heimaey þaðan sem sá til eyjarinnar úr gluggunum. Í vestri eru Smáeyjar. Af Sethól er víðsýnt til allra fjalla og fella á Heimaey og til fastalandsins.
Gamalgrónar reglur, hefðir, skyldur og kvaðir fylgdu leigumála á bújörðunum og gilda enn í dag í samningum. Of langt mál er að taka það saman hér, en í stuttu máli tekur leigumálinn mið af úteynni með aðalhlunnindin til fuglaveiða, eggjatöku og hagabeitar auk sömu hlunninda á stöðum á heimalandinu. Í tilviki �?orlaugargerðisjarðarinnar eystra: aðalhlunnindi í Elliðaey, Hellisey og Súlnaskeri og víða á heimalandinu með rétti til sölvatínslu á Sölvaflá og til rekaviðar í Brimurð, Garðsenda og Víkinni.
�?r nógu að bíta
Á meðan afi minn var jarðarábúandi í �?orlaugargerði eystra var hann jafnframt köllunarmaður og naut trúnaðar og trausts. �?eir sem veiddu lunda í Stórhöfða, austurfjöllunum og Dalfjalli áttu reglum samkvæmt að skila köllunarmanni hluta veiðarinnar í fiðrinu. Tíu lundar voru búntaðir saman og þeim úthlutaði afi síðan í hollum á allar jarðirnar á Heimaey. Oftar en ekki fékk ég að fara með afa mínum í þessar ferðir. Við höfðum alltaf nógan fugl og setið við í kofum á lundaveiðitímanum; reytt fiður og skafinn dúnn sem mamma útbjó í lundasængur og -kodda. Á vorin stóðu stampar fullir af fýls- og svartfuglseggjum og fátt annað í matinn. Um sumrin ferskt grænmeti og krækiber, humar og lundi yfir veiðitímann. Á veturna fiskur og kjöt, kartöflur, rófur og gulrætur. Og mamma, kokkur á heimsmælikvarða, reiddi fram allar heimsins og nýtískulegustu lystisemdir í matseld og bakstri allan ársins hring, bæði úr eigin búi og með vörum frá Kaupfélagi Vestmannaeyja, þar sem pabbi var verslunarmaður.
Frændfólkið hin mestu partý-ljón
Afi sá einnig um að kalla saman Ofanbyggjara á Sölvaflána. �?angað var farið á bát úr Víkinni í ágúst ár hvert, þegar leiði gafst. �?rnar og lömbin voru sett í Elliðaey til sumarbeitar; lömbin mörkuð um borð í bátnum á leiðinni, oft var það Skuldin, og rekin blóðrisa á steðja og upp flána. �?að var líf og fjör i þessum ferðum, þarna voru samankomnir margir bræður og venslafólk afa frá Kirkjubæjunum og Oddsstöðum sem var ættaróðal hans og mömmu í föðurætt; þetta frændfólk allt hin mestu partýljón.
Hlunnindi og nytjar í Bjarnarey tilheyrðu nokkrum jörðum fyrir ofan Hraun, meðal annars Suðurgarði, sem var ættaróðal móðurfjölskyldu minnar. Með móðurfrændum mömmu, þeim Siffa (Sigfúsi) og Súlla (Hlöðveri), sonum Árna og Margrétar í Suðurgarði, gekk pabbi til liðs við Bjarnareyjafélagið og var þar bæði í lundaveiði og eggjatöku. Friðrik bróðir minn var liðugur í bjarginu. Í Bjarnarey var ég með foreldrum og systkinum mínum Friðriki, Fríðu og Sirrý (Sigríði) í bongóblíðu á bikiní um miðjan júlí 1968 þegar vatnið kom til Eyja. En það átti eftir að dragast nokkuð þar til lindarvatnið streymdi úr krönum Ofanbyggjara.
Tröllatrú á því sem jörðin gefur
Búskapur var stundaður á flestum jörðum fyrir ofan Hraun á meðan ég var að alast upp; kýr í fjósum, hænsn á flestum bæjum og nokkuð um fé. Einnig voru nokkur hross höfð þar á húsum. Afi var kúa- og fjárbóndi og bátasmiður eins og forfeður hans. Samhliða stunduðu jarðarábúðarbændur aðra atvinnu ýmist til sjós eða í landi.
Fólkið í kringum mig hafði tröllatrú á því sem jörðin gefur til matar og á villtum jurtum til lækninga. �?á var kálgarður sjálfsagður í ráðdeild hvers ábúanda á jörðunum. Ofanbyggjarar voru sennilega hipsterar löngu áður en hugtakið varð til. Í �?orlaugargerði eystra hefur það ekki breyst, nema síður sé; kartöflur frá Stórhöfða-útsæðinu, rófur og gulrætur fylla þar enn rófukofa að hausti, salat, rabarbari og hvönn skorin margoft og grænkál í desum fram undir jól. Saft á flöskum, sýrt grænmeti og sultutau á krukkum. Við tínum villtar jurtir, sötrum beisk seyði og sæt blóðbergste á sumarkvöldum í glóandi sólarlögum vesturhiminsins, fjarri heimsins glaumi.
Lítill hversdagslegur samgangur á milli bæja
Ofanbyggjarar umgengust fremur sparlega að öllu jöfnu og í raun var lítill hversdagslegur samgangur á milli bæja. Heimilin, lífssýn og lífsafkoma var harla mismunandi og hver átti nóg með sitt, en alltaf var greiðvikni. Vinátta og samgangur var við Svölu frænku í Suðurgarði og kunningsskapur við vitavörðinn í Stórhöfða.
Nútíminn býður upp á samskipti af allt öðrum toga. Heimsóknir og samskipti milli húsa eru sjálfsagt mál og ekkert þarf að gera boð á undan sér. Í nábýli búa nú systkinin Ingibjörg í �?orlaugargerði eystra (með eiginmanni Garðari) og Sigurgeir í Gvendarhúsi (með eiginkonu Katrínu), og frændur þeirra systkina, þeir Árni �?li í Suðurgarði (með eiginkonu Hönnu Birnu) og Árni á Höfðabóli (með eiginkonu Halldóru). Heimilishald er í Brekkuhúsi, Draumbæ, Norðurgarði og á Ofanleiti. Sumarseta er á Steinsstöðum. Skepnuhald, bæði hross og kindur, hefur verið í �?orlaugargerði vestra árum saman eftir að ábúendurnir Páll Árnason og Guðrún Aradóttir brugðu búi og seldu Bjarna Sighvatssyni, en autt er orðið í vitavarðarbústaðnum í Stórhöfða.
Minn heimur var mest fyrir ofan Hraun
Í heiminum innan Ofanleitisgirðingarinnar eru, nú sem fyrr, öll heimsins gæði, hvernig sem á er litið og heimurinn bæði lokaður og opinn í senn; formleg tengsl gegnum leigumála voru með öllum Ofanbyggjarajörðunum, en einnig fjölskyldutengsl. Eystra �?orlaugargerðisfólkið hafði samneyti við Suðurgarð, Gvendarhús, Landlyst, Oddsstaði, Tún, Kirkjubæina, Sælund, Búastaði, Gerði og Nýjabæ. Minn heimur var mest fyrir ofan Hraun en vitanlega átti ég góða bekkjarfélaga og dásamlegt frændfólk og stórfjölskyldu niðri í bæ, sem við áttum alltaf athvarf hjá. �?ar ber hæst Imbu frænku (Ingibjörgu Á. Johnsen) í Ásnesi, Skólavegi 7. Góðar minnningar eru tengdar fjölskyldum Sigurgeirs móðurbróður, �?nnu í Grænuhlíð 7, Sigfúsar á Kirkjubæjarbraut 17, Súlla á Saltabergi, Fríðu föðurömmu og Jóns fósturafa og Guðrúnar Grímsdóttur, langömmu á Oddsstöðum. �?g átti líka fullorðnar vinkonur, þær �?llu (Ragnheiði Friðriksdóttur) hans Halla Kela og Jónu frænku frá Suðurgarði. Margir bæjarbúa höfðu aldrei komið suður á eyju og fannst Ofanbyggjarar jaðra við annan þjóðflokk. En okkur fannst og finnst við ósköp venjuleg!
Upphaflegi inngangurinn inn í Ofanleitisgirðinguna var í gegnum Norðurhliðið, neðan Norðurgarðs. Á heimleiðinni úr Barnaskólanum gekk ég stundum gömlu traðirnar, sem lágu meðfram Ofanleitistúngörðunum heim að �?orlaugargerði. Flugvöllurinn hafði verið lagður til vesturs yfir Fiskikletta í landinu norður af �?orlaugargerði eystra og austan Ofanleitis. �?etta var áður en ég fæddist, en afi minn talaði um klettana sem hinn fagra, horfna heim. Í urðinni við flugvallarendann varð mikið eftir af marglitum sprengjuvír, sem ég safnaði. Í eitt skiptið lágu þar peningaseðlar á dreif í gjótunum. Kom ég heim með fullar hendur fjár. Málið varð aldrei til lykta leitt. Svona gat maður dottið inn i reifarakennda Wallandertilveru; nema enginn var hér Wallander.
Góndum ofan í gin ófreskjunnar
Mamma minnti mig um daginn á stað sem hét á Stöðli og var austan Ofanleitis, túnslétta innan steina, sem var frábær frjálsíþróttastaður á hennar tíð. �?á voru kýrnar á Ofanleiti reknar austur í Ofanleitisheiði og heim á Stöðul þar sem þær voru mjólkaðar og síðan reknar aftur í heiðina. Nyrst í heiðinni var jarðfall. �?að hryllilega var að jörðin hafði gleypt eina þessara kúa. �?að var ástæðan fyrir því að við Ofanbyggjarabörnin máttum aaaalls ekki fara að jarðfallinu, en auðvitað gerðum við það! Við sátum sem dáleidd við barm þessara undirheima í heiðinni, góndum ofan í gin ófreskjunnar og hlustuðum eftir bauli í löngu liðinni kúnni. Við storkuðum forynjunni með fortölum og köstuðum í kjaft hennar grjóthnullungum sem hljóðlaust féllu í botnlaust gin jarðar. Einnig létum við tælast af bústnum krækiberjum í Ofanleitishrauninu, fram á Hamarsbrún, að forboðnum undirheimum í sprungunum á ystu nöf. Að þessum sprungum máttum við aaaalls ekki fara, en auðvitað gerðum við það; sogstunur og illhveli undirheimanna seiddu til sín Ofanbyggjarabörn í berjamó.
Hrædd við Olnbogadrauginn
Fullyrt var að álfar og huldufólk byggju í klettunum kringum �?orlaugargerði. Okkur unga fólkinu var bent á að stugga ekki við þeim stöðum á nokkurn hátt. Álagablettur var í Suðurgarðstúninu, niðri við rúst, þar skyldi gras ekki slegið. Í Steinsstaðahólnum var sögð mikil álfabyggð og þar loguðu ljós. Fullyrt var að illt hlytist af ef gengið væri á hlut huldufólksins; dæmi voru um að kýr dræpust í fjósum og um heilsumissi manna. Við hræddumst þó ekki huldufólkið. Aftur á móti var ég svo hrædd við Olnbogadrauginn að mamma mín gekk iðulega á móti mér, lýsti með vasaljósi ef myrkur var, og leiddi mig heim og eða bekkjarfélagar mínir fylgdu mér upp fyrir Olnboga. Magnaðasti staðurinn var þó í Ofanleitistúninu. �?ar voru þúfur sem kallaðar voru Unur, og voru völvuleiði úr heiðni; þar var grafin gullöxi. Undir engum kringumstæðum mátti hrófla við þeim. Við krakkarnir drógumst að Ununum, settumst þar stundum á bak skáldfáksins sem spretti úr spori með okkur inn í ævintýralönd.
Engin aldurstakmörk
Á sumarkvöldum var verið í leikjum og íþróttum langt fram á nótt. Um lágnættið ómuðu heimköll mæðranna og runnu saman við dýrðindí lóunnar og hvin hrossagauksins. Enginn kór getur keppt við þá hálsasinfóníu. Ofanbyggjarakrakkastóðið safnaðist líka saman á kvöldvökum í hlöðum án aldurstakmarks. �?ar voru ómálga börn innan um stálpaða táninga. Dagskráin var auðvitað sett af elstu töffurunum með atriðum við þeirra hæfi. Í Gvendarhússhlöðunni var keppst um hver gæti setið lengst á baki kálfs sem nauðugur var dreginn þangað inn. Í Ofanleitishlöðunni fór fram koddaslagur á háum loftbitunum.
Aðal kikkið var samt í Draumbæjarhlöðunni með keppni í hryllingi og getur Stephen King farið og lagt sig; liðlega helmingur samkomugesta borinn út meðvitundarlaus eða á barmi taugaáfalls eftir kverkatök drauga og forynja, glamur í beinagrindum og glóandi augntóttir, ámátleg kattarvein og spangól með þeim skilyrðum að kjafta ekki frá. �?að er eins og mig minni að mæður barnastóðsins, eða þær ábyrgu, hafi að lokum hist á neyðarfundi og gripið í taumana og lagt bann við siðleysi sem kvisast hafði út, meðal annars um reykingar njóla og annað miður siðlegt háttalag, sem átti að hafa farið fram á þessum samkomum, sem skipulagðar voru án nokkurra afskipta hinna fullorðnu. Vitanlega kjaftaði enginn frá!
Læknar af guðs náð
Lækningar og hjúkrun var hugðarefni þeirra kvenna sem stóðu mér næst og eru mínar fyrirmyndir; ömmu minnar Guðrúnar frá Suðurgarði og húsfreyju í �?orlaugargerði eystra, mömmu minnar Ingibjargar húsfreyju og jarðarábúanda í �?orlaugargerði eystra og Svölu frænku minnar og jarðarábúanda í Suðurgarði. Langafi minn Jón Guðmundsson og langamma Ingibjörg Jónsdóttir í Suðurgarði voru læknar af guðs náð. Faðir Jóns og tengdafaðir Ingibjargar, Guðmundur Guðmundsson á Voðmúlastöðum í Landeyjum, var vel að sér í lækningafræðum. Hann kenndi þeim læknislistina og þau erfðu hans lækningatól.
Í eftirlátnum munum Ingibjargar í Suðurgarði voru lækningatæki, bíldur og horn, sem þau hjón höfðu notað við lækningar og blóðtöku. Lækningamunirnir voru afhentir Byggðasafni Vestmannaeyja til varðveislu og eru til sýnis í Landlyst. Amma mín og mamma erfðu þessa hæfileika sem og fleiri einstaklingar í ættinni. Frænkur mömmu þær Áslaug, dóttir Margrétar í Suðurgarði og Selma, dóttir Margrétar í Gvendarhúsi, systir Guðmundar skósmiðs í Landlyst og systurdóttir Jóns í Suðurgarði, menntuðu sig í hjúkrun en Guðmundur ,,læknir�?� á Voðmúlastöðum var langafi þeirra þriggja. Fanney Ármannsdóttir frá �?orlaugargerði eystra, kona Sigurðar Jóelssonar frá Sælundi, kunni skil á lækningajurtum sem uxu á eynni og útbjó tinktúrur meðal annars af njólarót. Evlalía Nikulásdóttir, einsetukona frá Móhúsi á Kirkjubæ, andaðist háöldruð 1903 hjá Guðjóni langafa mínum á Oddsstöðum. Evlalía var mikilhæf lækningakona. Hún blandaði smyrsl úr fýlafeiti, villtum jurtum, skeljum og krabba sem rak á fjörur og hjúkraði holdsveikum syni sínum.
Karlar sem stóðu fyrir sínu
Karlarnir og fyrirmyndirnar, afi minn Jón Guðjónsson í �?orlaugargerði eystra, ,,langafi�?�, eða öllu heldur langömmubróðir, Jón Pétursson í �?orlaugargerði eystra og langafi, Guðjón Jónson á Oddsstöðum, voru annálaðir hagleiksmenn á tré. Feðgarnir í �?orlaugargerði eystra voru traustir fjalla- og sigmenn og allra lundaveiðimanna slyngastir. Ekki má gleyma Sigurgeiri ömmubróður mínum í Suðurgarði, einum fræknasta fjallamanni Íslands. Pabbi og Friðrik bróðir minn hafa einnig verið liprir með lundaháfinn og Friðrik fimur sem fuglinn í bjarginu. Pabbi, Garðar Arason, ábúandi í �?orlaugargerði eystra, er flinkur verslunarmaður, og fjárbóndi, kominn af eyfirskum verslunaraðli og móðurbróðir minn Sigurgeir Jónsson í Gvendarhúsi er afburða kennari, fær rithöfundur og íslenskumaður.
Á hvíta tjaldið
Nokkuð eftirsótt var að kvikmynda okkur Ofanbyggjarakrakkana, þó það væri löngu fyrir kvikmyndaævintýri á borð við ,,Game of Thrones�?�. Nýlega fannst í útlöndum kvikmynd af björtum ungmeyjum á Íslandi sem enginn kunni skil á. Hófst þá mikil leit sem endaði hér í Vestmannaeyjum. Í ljós kom að álfkonulíkar stúlkurnar í blómabrekkunni þar sem sunnangolan bærðist í ljósum lokkum og sumarkjólum voru dætur Kristmundar Sæmundssonar og Sigríðar �?. Valgeirsdóttur í Draumbæ.
Bæta má við, að eitt sinn vorum við Friðrik bróðir minn send eftir mjólkurbrúsanum við afleggjarann að Brekkuhúsi, líf okkar Ofanbyggjarakrakkanna gekk nefnilega mikið út á sendiferðir á milli bæja. Eftir að kúabúskap var hætt heima í �?orlaugargerði eystra, fengum við mjólk frá kúnum hennar Ellýjar (Elínar Guðfinnsdóttur) í Brekkuhúsi. Við vorum þreytt á að þurfa að burðast þaðan og heim með brúsann. Gilli frændi (Gísli Johnsen) í Suðurgarði, hafði smíðað forláta kassabíl handa bróður mínum og fannst honum því tilvalið að nota hann sem mjólkurbíl líka. Við komum okkur fyrir með brúsann í kassabílnum við afleggjarann að Brekkuhúsi og stímdum niður Gvendarhússbrekkuna, framhjá huldufólkinu í Herdísarhólnum og beygðum inn á afleggjarann heim.
En þá ber að Ameríkana með kvikmyndatökuvél sem höfðu séð til okkar. �?eim var víst róið í land af skemmtiferðaskipi sem lá undan eynni fyrir festum. Með handapati og grettum var okkur gert skiljanlegt að þeir vildu festa senuna á filmu með því að við endurtækjum ferðina. Við vorum til í það! Friðrik dró bílinn upp brekkuna og ég staulaðist með fullan brúsann. Við sátum að nýju, tilbúin í kagganum. með brúsann og svo kom ræs frá Könunum. Drekinn skreið af stað og þar sem við vorum í mynd ákvað bróðir minn að gera þetta með stæl og ég setti upp dulúðugt bros. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, steinn hljóp í eitt hjólið, með þeim afleiðingum að bíllinn steyptist á hliðina, við systkinin féllum í rykið og sátum eftir í mjólkurpolli. Kvikmyndateymið yfirgaf okkur alsælt, við nokkrum dölum ríkari, en skiluðum heim tómum brúsa til mömmu. �?etta var sem sagt Hollywoodmyndin �??Kassabílsblanca�?� með Friðriki Bogart og Gunnu Bergman. Enn bíðum við eftir frumsýningunni!
Vísir hengdur til þerris
Einn slagviðrisdaginn var ég niðri við Norðurgarð með fulla tösku af blaðinu Vísi sem ég bar út á bæina. Norðurgarður eystri fékk sitt eintak, en ekki vildi betur til en svo að í snarpri vindhviðunni missti ég tökin á blaðatöskunni, vindurinn læsti sig í blöðin sem fuku í húminu út í buskann. Hundleið barði ég upp á hjá Björgu (Guðbjörgu Einarsdóttur) í burstabænum Norðurgarði vestra sem sendi syni sína, Alla (Alfreð Kristinsson) og Geira (Sigurgeir Kristinsson), rakleiðis út að finna blöðin.
Á meðan huggaði hún mig og ég hlýjaði mér við hlóðirnar. Hún færði mér spenvolga mjólk en innangengt var í fjósið og kannski ein kýr á bási. Synirnir skiluðu sér aftur með megnið af blöðunum, sem voru rennvot. Björg hengdi þau til þerris á snúru í eldhúsinu og ég gleymdi mér við að sortera blöðin. �?arna var enginn sími svo Björg sendi Alla heim í �?orlaugargerði eystra með skilaboð um að ég væri hjá henni, ótækt væri að senda mig út í óveðrið. �?ar kom, að afi minn besti sótti mig á Willysjeppanum. Hún var svo góð hún Björg, það fannst okkur öllum. �?egar ég var ung og gangastúlka eitt sumar á Sjúkrahúsinu, hjá Selmu frænku minni, lágu þær Björg i Norðurgarði (Guðbjörg Einarsdóttir) og Bogga (Ástbjörg Ketilríður Júlíusdóttir) vinnukona í �?orlaugargerði vestra, banaleguna á sömu stofu. �?að var áreynsla fyrir mig.
Enn þann dag í dag rækta mamma og pabbi, ung og hress á níræðisaldri, garðinn sinn og enn nýt ég góðs af eljusemi og natni foreldra minna á jörðinni. �?að gera líka aðrir, ekki síst Heimaey okkar fagra. �?au eru ábúendur í �?orlaugargerði eystra og stunda fjárbúskap af einstökum myndarskap og snyrtimennsku í samræmi við gamlar hefðir og þær kvaðir sem fylgja leigumálanum um jarðarábúð á bújörðinni. Í �?orlaugargerði eystra eru tún og hólar hvanngræn og í góðri rækt, hér líður skepnum vel og arfleifð forfeðranna haldið á loft. Er það von okkar fjöskyldunnar að svo verði til hagað til eilífðarnóns.
�?r fórnum Ofanleitisgirðingarinnar á 8. og 9. áratugnum:
�?� Norðurgarður eystri.
�?� Norðurgarður vestri.
�?� Prestssetrið að Ofanleiti.
�?� Kirkugarðurinn að Ofanleiti, friðlýstur af Matthíasi �?órðarsyni
þjóðminjaverði.
�?� Húsagarðurinn að Ofanleiti
(hleðsla kringum hjáleiguna
Svaðkot).
�?� Brunnurinn að Ofanleiti, gamalt
vatnsból Ofanbyggjara.
�?� Gvendarhús og litla Gvendarhús.
�?� Draumbær.
�?að sem bindur mig við Eyjarnar eru manneskjurnar, foreldrar og fjölskylda, arfleifð feðranna og náttúran. Hingað kem ég til að tanka lífsorkuna fyrir ofan Hraun, úr einstakri birtunni og öllu því góða sem mér hefur verið gefið hér gegnum lífið. Að lokum ljóðræna sem kom til mín þegar ég tók saman þetta erindi:
�?g þræði hrossanál með
hálíngresi og ilmrey og baldýra
fald maríustakksins.
�?g heyri óm brunnklukkna, högg
járnsmiða, hjúfra við gærubjöllur.
�?g dvel í dái óminnishegrans, mig
dreymir siglandi fýla, öldur sem
brotna á hafssúlum vænghafsins
og drekktar sorgir í sjó svölunnar.
�?g sé hjarðir jötunuxa og sæhesta,
yfir mér himinhvolfið alsett
krossfiskum.
Guðrún Garðarsdóttir