Á föstudaginn bauð Skipalyftan viðskiptavinum og velunnurum sínum í jólaboð og voru margir sem kíktu við.
Skipalyftan starfar í dag fyrst og fremst sem plötusmiðja og véla- og renniverkstæði auk þess að þjónusta skip í upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar. Skipalyftan heldur einnig úti lager og verslun með mikið úrval af vörum tengdum málmiðnaði, sjósókn og veiðum.