Forsvarsmenn hins árlega golfmóts Ufsaskalla-Invitational komu saman á dögunum og gáfu styrktarsjóðnum Barnahag í Vestmannaeyjum hálfa milljón króna. Er þetta í fjórða skiptið sem Ufsaskallamenn styrkja sjóðinn fyrir hátíðarnar í von um að gleðja þá sem minna mega sín.
Á myndinni eru þeir Valtýr Auðbersson, Kiddi Gogga, Magnús Steindórsson og framtíðar Ufsaskallamennirnir Auðberg �?li og Bjarni Rúnar að afhenda sr. Guðmundi Erni Jónssyni og sr. Viðari Stefánssyni, sóknarprestum Vestmannaeyja, styrkinn.