Heimaey og jarðirnar fáu og smáu niður af Helgafelli voru opinber eign í átta aldir, ýmist í umsjón Skálholtskirkju eða konungs. Lengi vel lutu þær ekki sömu lagafyrirmælum og aðrir landshlutar. Í opinberum texta var gjarna talað um �??Ísland og Vestmannaeyjar�?? sem aðskilin umdæmi. Íbúar Heimaeyjar voru réttlausir leiguliðar, ofurseldir einveldi og verslunaroki. Miðin voru einhver gjöfulustu fiskimið við Íslandsstrendur (kannski hefðu menn sagt �??Eyjastrendur�??), en hömlur eigenda og yfirvalds voru slíkar að Eyjamenn máttu lepja dauðann úr skel. Í upphafi tuttugustu aldar losnaði um öll bönd. Vélbátaútgerðin og miðin allt í kring lögðu drög að blómlegu sjávarplássi og mikilvægri höfn.
Afi minn og amma, Sigurður �?lafsson og Auðbjörg Jónsdóttir, gengu í hjónaband árið 1909, fluttu til Eyja og keyptu Bólstað sem hafði verið reistur árið 1906. Afi var tuttugu og sjö árum eldri en amma. Ári eftir að þau hófu búskap eignuðust þau fyrsta barn sitt, �?skar, en fyrir átti afi minn �?orgerði Sigurbjörgu. Bólstaður var skráður sem �??þurrabúð�?? eða tómthús, heimili manna sem voru hvorki sjálfstæðir bændur né vistráðnir hjá bændum. �?etta var lykilhugtak í samfélagi síðustu alda, það skildi að bændur, sem höfðu töglin og hagldirnar í landinu, og þá sem voru á mölinni. �?að segir sína sögu að orðin um valdið, tögl og hagldir, skyldu sótt í landbúnaðinn. �?urrabúðarlíf í Eyjum í árdaga vélbátaútgerðar gaf von um nýtt líf.
Hverfið
Sigurður afi var með yfirskegg og drakk jafnan kaffi úr virðulegum skeggbolla. Hann átti alltaf brennivínsflösku í neðstu kommóðuskúffunni og þótt hann drykki ekki sjálfur skenkti hann vinum sínum úr sérstöku staupi þegar þeir komu til Eyja á vorin að selja afurðir sínar og fá fiskmeti í staðinn. Í fasteignamati Vestmannaeyjasýslu árið 1916 var Bólstað og tilheyrandi eignum lýst svo:
2 íbúðir, 7 herbergi alls. Ofnar 2, eldavjelar 2. Steyptur kjallari, jafnstór húsinu, til íbúðar og geymslu […] Húsið raflýst […] Lóðin 440 m2., er girt með timbri og vír, ræktuð matjurtum […] Fiskhús í Skipasundi […] Matjurtagarður á Flötum.
�?rír menn vottuðu að fasteignamat þeirra hefði verið unnið �??með alúð og samviskusemi�??; undirskrift þeirra fylgdu þessi hátíðlegu orð: �??Svo hjálpi oss guð og hans heilaga orð.�??
Síðustu árin sem ég bjó á Bólstað fékk ég stundum það ábyrgðarhlutverk að kveikja upp í �??fírnum�?? sem sá húsinu fyrir hita yfir daginn. Ekki þótti ráðlegt að kynda yfir nóttina þótt kalt væri í veðri og húsið illa einangrað. Á köldum vetrarmorgnum, þegar pabbi var ekki heima, kom það í minn hlut að læðast niður í rökkrið í kjallaranum, skrúfa frá steinolíunni, dýfa kyndlinum ofan í olíu og kveikja upp. �?etta var mikil ábyrgð fyrir lítinn peyja. �?að þurfti að fara afar varlega með eldinn og olíuna í kjallara timburhúss, það gat �??slegið oní�?? og svo gátu fírar sprungið og valdið miklu tjóni og mannskaða. Einstaka sinnum kom sótari heim og hreinsaði skorsteininn svo loftrásin væri greið. Oftar en ekki var sótarinn kámugur í andliti og á höndum. Börnum gekk illa að skilja að snyrtilegir jólasveinar færu sömu leið inn í hús, ofan um skítugan skorsteininn.
Í skipulagsuppdrætti Vestmannaeyjakaupstaðar árið 1939 var Bólstaður skráður að Heimagötu 18. Nú var gert ráð fyrir �??torgi�?? fyrir austan Bólstað þar sem Vestmannabraut og Heimagata mættust, og lóðin sniðin eftir því. Háir grjótgarðar eða girðingar skildu gjarna á milli lóða í Eyjum, en fólki þótti vænt um litla rýmið sitt; líklega var þetta menningararfur þurrabúðanna, í samfélagi sem var andsnúið þeim. �?urrabúðin Bólstaður tók nú á sig heimsborgarablæ, skráð við torg, götu og með númer. Í bókarkafla um �??horfnar götur�?? segir svo frá húsinu:
Ofan við Gilsbakka var Bólstaður, lítið, vinalegt hús. Brynjólfur, faðir Jóhannesar […] síðar forstjóra Ísfélags Vestmannaeyja, […] byggði Bólstað […] Lengst af bjuggu þar hjónin Sigurður �?lafsson og kona hans Auðbjörg, foreldrar �?skars útgerðarmanns og endurskoðanda.
Hér er ekki minnst á mömmu sem þó bjó í húsinu lengur en nokkur annar, að móður hennar undanskilinni. Í opinberri orðræðu voru konur ekki jafn sýnilegar og karlar langt fram á tuttugustu öld, bæði í Eyjum og annars staðar á landinu.
Í garðinum í kringum Bólstað lékum við okkur með bolta, sem reyndi á þolinmæði nágranna. Við austurgaflinn var dálítil brekka sem kom sér vel fyrir krakka þegar snjóaði og fraus. �?á var brunað niður á sleðum, skautum eða lakkskóm. Enn utar var leikvöllur, Pétursvöllur (�??Pétó�??), þar sem voru sandkassar, rólur og vegasölt. Hér bundust börnin í hverfinu sterkum böndum langt út fyrir sína bólstaði. Á sumrum færðust leikar út um nærliggjandi götur, eftir því sem við eltumst. Fullorðna fólkið ræktaði kartöflur og rabbarbara á smáskikum, hengdi upp þvott og sló gras, og hvarf svo út fyrir lóðina einhverra erinda.
Mannlífið
Handan við Vestmannabrautina stóð KFUM-húsið. �?ar var talað um Jesúm, Maríu og lærisveinana á drengjafundum á mánudagskvöldum, sungið, lesið úr helgum bókum og sýndar skuggamyndir. Annars helgaðist veröld barnsins af íbúðarhúsunum í kringum Bólstað �?? Jaðri, Gilsbakka, Blátindi, Hrauni, Horni og Kalmannstjörn. Mamma sagðist hafa �??alist upp með fólkinu�?? í þessum húsum. Mest hafði ég af Kalmannstjörn að segja. �?ar á jarðhæðinni bjuggu hjónin �?lafur Sigurðsson og Sigrún Guðmundsdóttir og börn þeirra. Mikill samgangur var á milli �??Rúnu á Kalmó�??, eins og Sigrún var kölluð, og mæðgnanna á Bólstað, kaffi og kleinur, að mig minnir í hverri viku og við börnin alltaf velkomin �?? og ávallt var einhver sérkennilegur ylur í loftinu sem ekki stafaði aðeins frá kolavélinni sem sífellt logaði í. Rúna og �?li reyndust foreldrum mínum afar vel. Stundum náðu endar ekki saman á Bólstað þegar pabbi átti við veikindi að stríða og þegar vinna lá niðri, kaupið dugði ekki fyrir útgjöldum eða launagreiðslur töfðust. �?á hlupu hjónin á Kalmannstjörn undir bagga. Endurgreiðslur máttu dragast á langinn og vextir voru engir. Náin tengsl voru einnig við ættfólkið sem kennt var við húsin Hvassafell og Burstafell.
Samskipti ömmu og systur hennar Guðbjargar í Sandprýði voru sérstakur kafli í tengslaneti Bólstaðarfjölskyldunnar. Guðbjörg, kölluð Gudda, sem var tveimur árum eldri en amma, var daglegur gestur á Bólstað um langa hríð. �?g var aðeins tveggja ára þegar hún féll frá. En þótt ég muni ekki eftir henni man ég myndræna frásögn föður míns af nánu sambandi systranna, ekki síst heimsóknum þeirra, ýmist á Bólstað eða Sandprýði, og margendurgoldinni heimfylgd að þeim loknum. �?egar Gudda kom í heimsókn staldraði hún við dágóða stund, svo þurfti amma að fylgja henni að Sandprýði (um þrjú hundruð metra leið), þá þurfti Gudda að fylgja ömmu, og svo hélt áfram um sinn þar til önnur varð loksins eftir heima hjá sér, nærð á sálinni en uppgefin eftir göngur.
Eflaust ýkti pabbi eitthvað. Hann sá oft spaugilegar hliðar á mannlífinu, á sjálfum sér líka, og bjó þær raunar stundum til eftir þörfum, velti vöngum og baðaði út höndum á sinn sérstaka hátt. Stundum var hann fljótfær. Eitt barnabarn Guddu er Helgi Bernódusson, bekkjarbróðir minn og góðvinur. Einhverju sinni að kvöldlagi kom pabbi fram hjá keyrandi á vörubílnum þar sem Helgi var að leika sér í miðbænum með öðrum krökkum. Við frændur þóttum á þessum árum nokkuð líkir að sjá, mjóslegnir og krangalegir. Pabbi vindur sér út úr bílnum, grípur aftan í öxlina á Helga og segir dálítið höstugur: �??�?ú átt að koma þér heim, strákur. �?ú veist að þú mátt ekki vera úti svona lengi.�?? En þegar Helgi snýr sér við áttaði pabbi sig á því að hann átti ekkert í þessum dreng. �?á breyttist andlitið í eitt stórt bros og pabbi segir: �??Nei, ert þetta þú, Helgi minn!�?? og kleip í nefið á honum. Svo stakk hann sér upp í vörubílinn aftur, vinkaði Helga brosandi og ók brott. Reglur um útivistartíma barna voru breytilegar eftir húsum og fjölskyldum og pabbi hélt að sonur hans hefði brotið reglurnar sem giltu á Bólstað.
Siðavöndu systurnar á Bólstað og Sandprýði máttu ekki vamm sitt vita. �?ær fóru reglulega með bænir og guðsorð og höfðu í hávegum kristileg boð og bönn sem börnum fundust hvorki sjálfsögð né eðlileg. Ekki mátti flauta, til dæmis, nema í neyð; það var að skemmta skrattanum, sem stundum var talað um á skuggamyndasýningum í KFUM. Amma og Gudda áttu lífleg samtöl, oft yfir spilum, klæmdust stundum þrátt fyrir alla lútersku siðvendnina, var mér sagt löngu eftir að þær voru báðar fallnar frá, �??létu ýmislegt flakka�??, sagði mamma �?? og hlógu þá svo að undir tók. Samhygð systranna risti djúpt. �?egar sonur Guddu, Bernódus �?orkelsson, lést í blóma lífsins gerðu amma og börn hennar sér far um að létta undir með ekkjunni, Aðalbjörgu Bergmundsdóttur, og þungu heimili hennar.
Sveitin
Heimur barnanna í hverfinu var ógnarsmár. �?að var ekki margt sem minnti á veröldina utan Heimaeyjar. Svokallaðir Rauða kross-pakkar, sem afhentir voru með viðhöfn í Barnaskólanum, ýjuðu þó að einhverju stærra sem var bæði dularfullt og framandi. Pakkarnir voru eins konar jólagjafir frá Bandaríkjamönnum, ætlaðar fátækum þjóðum í kalda stríðinu. Upp úr pökkunum barst sérkennilegur ilmur sem erfitt var að nefna eða skilgreina, auk smárra leikfanga: jójó, flautur og fleira. Sætir kandísmolar vísuðu á eitthvað enn stærra, nýlendutíma og hnattræn tengsl, þótt það hafi líklega farið fram hjá unga fólkinu. Svo fór ég í sveit hjá ættingjum mínum á Skíðbakka í Austur-Landeyjum, og heimurinn stækkaði. Klettarnir voru að baki og við tóku sandar, tún og mýri.
Fyrsta sumarið fór ég í fylgd mömmu og pabba. Við sigldum á sólríkum degi með litlum �??mjólkurbáti�?? til lands. �?g fékk að fara fram í stýrishúsið og spjalla við nafnkunnan skipstjórann, Eyjólf Gíslason frá Bessastöðum, sem yfirleitt var kallaður Eyfi á Bessó. Sjórinn var lygn og Eyfi var uppörvandi og vinsamlegur við stráksa sem var eilítið kvíðinn í fyrstu siglingunni: �??Já, þú verður áreiðanlega prýðissjómaður,�?? sagði hann. Pabbi minnti mig oft á þetta síðar, með djúpri röddu sem líkti eftir Eyfa, og glotti við tönn því ekki reyndist Eyfi sannspár. Sjóveikin lét þó ekki á sér kræla í þetta sinn og það þótti manndómsmerki. Hin sumrin var ég lengur í sveitinni, fram á haust, flaug þá til Hellu og til baka með Douglas-vél, DC-3, svonefndum �??þristi�??. �?etta voru fyrstu flugferðirnar.
Fyrir kom að ekið var eða riðið fram á Landeyjasand að huga að landgræðslu eða reka. Frændi minn Erlendur Árnason bóndi á Skíðbakka, sem var oddviti og mikill sveitahöfðingi, hafði brennandi áhuga á melgresi, enda þótti mikilvægt að hefta víðáttumikla og lausláta sandana sem ruku upp við minnsta vind. �?g var ekki forvitinn um landgræðslu en hafði þeim mun meiri áhuga á því sem rak á fjörur. Aldrei að vita nema maður rækist á flöskuskeyti með einhverjum furðulegum skilaboðum utan úr heimi. Plastrusl af fjarlægum slóðum, sem ekki hafði enn skráð sig opinberlega í jarðlög mannaldar, var að nema land hægt og sígandi.
Mýrarnar
Landeyjar voru á floti, eins og nafn þeirra gefur til kynna. Mýrarnar voru heillandi heimur, með iðandi fuglalífi, en erfiðar yfirferðar og stundum ógnvekjandi. Allt frá landnámi höfðu Íslendingar þurft að glíma við mýrarsvæði, forðast þau eða sníða að þörfum sínum, hafa úr þeim mó, mýrarrauða og fóður. Í Íslendinga sögum er mýrum iðulega lýst torfærum. Nú ræstu Landeyingar og margir aðrir bændur á Íslandi og víða um heim fram mýrar sínar af krafti. Á sumrin ösluðu stórvirkar gröfur um landið, ristu í það skurði og fleygðu jarðveginum til hliðar. Sveitirnar urðu eins og rúðustrikuð blöð, með beinum línum og níutíu gráðu hornum. Nýsköpun sveitanna blasti við. Landsmenn voru sannfærðir um að þetta stæði til bóta, auðveldaði þeim yfirferð og yki afköst og arðsemi. Náttúran var verkfræðilegt verkefni, hluti af mannöldinni sem menn höfðu ekki enn komið orðum að.
Svo sáu menn að sér, áttuðu sig á því að mýrarnar gegndu mikilvægu hlutverki í náttúrunni, hreinsuðu landið (sumir lýstu mýrum sem �??nýrum�?? jarðarinnar) og beisluðu gróðurhúsalofttegundir �?? og væru auk þess fallegar tilsýndar. Lengst gekk �??hernaðurinn gegn landinu�??, eins og Halldór Laxness komst að orði í ádrepu sinni árið 1971, í áveitum í Flóa og á Skeiðum. Halldór sótti í smiðju nítjándu aldar skálda og umhverfissinna erlendis sem höfðu gerst sérstakir málsvarar mýranna. Henry David Thoreau, stundum nefndur verndari votlendis, ritaði árið 1856: �??�?að er til einskis að láta sig dreyma um víðerni fjarri okkur, það er ekki til. Mýrin í huga okkar og iðrum, frumkraftur Náttúrunnar innra með okkur, er aflvaki þessa draums.�?? Emily Dickinson, samtímakona og landi Thoreaus, ræddi svipaða hugsun í kunnu ljóði um �??leyndardóma mýranna�??. Hún skrifar í bréfi árið 1862 til útgefanda sem vissi lítil deili á þessari ungu skáldkonu sem var að hasla sér völl: �??�?ú spyrð hverjir séu vinir mínir. Hæðirnar, herra minn, og sólsetrið, og hundur álíka stór og ég sjálf […] um hádegisbil yfirgnæfir hávaðinn frá tjörninni píanóið�??.
Mýrarnar fengu uppreisn æru.
Mýrarnar og engin í Landeyjum voru vinir mínir, glæddu áhuga minn á náttúrulegu umhverfi sem hefur fylgt mér alla tíð. �?g safnaði fuglseggjum, blés úr þeim og flutti þau til Eyja í hálmi og pappakassa. �?etta hefur líklega verið minnsta náttúrugripasafn landsins, en mér þótti vænt um það og það skipaði veglegan sess í hillu heima hjá mér. Safninu var lokað án samráðs við mig þegar foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur.
Löngu eftir að ég öslaði á gúmmískóm um skurði og mýrar í Landeyjum sótti ég aftur á slóðir votlendis og ritaði um það grein með samstarfsmanni mínum. Við bentum á að víða um land hefðu gröfumenn gengið of langt í störfum sínum, breytt ásýnd landsins svo um munaði, oft án teljandi árangurs. Mörgum árum seinna komst endurheimt votlendis á dagskrá víða um heim. Skurðirnir, sem stundum urðu markmið í sjálfu sér í landbúnaðarstefnu íslenska lýðveldisins, eru hluti af jarðraski mannaldar.
Títanic
Síðasta sumarið í sveitinni sagði heimþráin til sín. �?g var eini krakkinn í vist og mig dauðlangaði heim og í félagsskap bekkjarfélaga og granna. Eyjarnar blöstu við ögrandi og heillandi örskammt undan landi. Fyrir mér risu þær úr sæ eins og risavaxið skemmtiferðaskip. �?að hlaut að vera fjör á þilfarinu. Gufustrókurinn, sem stóð upp úr bræðslunni í Eyjum (gúanó), liðaðist aftur með golunni og upp í bláan himininn, eins og þar væri gufuskip á hægri siglingu handan við hillingar frá Landeyjasandi. Gæti þetta djúprista skip einhvern tímann sokkið í stórsjó eða í náttúruhamförum? Eins og Títanic?