�?egar desembermánuður gengur í garð er óhætt að segja að �??leyfilegt�?? sé að byrja að hlusta á jólalög eða öllu heldur ekki lengur óæskilegt. �?tvarpsstöðvarnar eru nokkuð meðvitaðar um þetta þó svo einstaka undantekningar séu ávallt óumflýjanlegar. Á sumt fólk verða hreinlega ekki settar neinar hömlur og jólabarnið hreinlega brýst út úr því fyrir settan tíma. En burtséð frá því þá eru jólalögin ómissandi fylgihlutur jólanna en það sést einna gleggst á þeim fjölda jólatónleika sem haldnir eru ár hvert og þeim fjölda sem tónleikana sækir. Blaðamaður setti sig í samband við tvær ungar konur sem hafa verið áberandi í tónlistarlífi Vestmannaeyja síðustu árin, þær Sunnu Guðlaugsdóttur og Silju Elsabetu Brynjarsdóttur, og ræddi við þær um jólin en báðar hafa þær mikið dálæti á jólunum og því sem þeim fylgja. Tóku þær einnig saman lista af jólalögum sem eiga mikilvægan sess í þeirra hjarta.
Byrjar að hlusta á jólalögin 1. desember
Sunna Guðlaugsdóttir flutti til Danmerkur með foreldrum sínum þegar hún var 13 ára og kom svo aftur til Íslands þegar hún hafði lokið við menntaskóla með það plan að vera í eitt ár á Íslandi áður en hún færi aftur til Danmerkur í háskóla. Dvölin varð hins vegar töluvert lengri en hún hafði ætlað sér og flutti hún ekki aftur til Danmerkur fyrr en mörgum árum seinna.
�??�?að kom smá babb í bátinn þegar ég endaði í Vestmanneyjum á vertíð og kynntist Heimi. �?að tók mig svo fimm ár að sannfæra hann um að flytja með mér til Danmerkur en það tókst í september á síðasta ári,�?? segir Sunna.
Fátt betra en að vera heima undir teppi
Aðspurð segist Sunna vera mikið jólabarn og að sig hlakki alltaf mikið til jólanna. �?g held að það sé mest vegna þess að ég er ótrúlega mikið kúrudýr og sælkeri og finnst fátt betra en að vera heima undir teppi með kveikt á kertum, smákökur og konfekt að �??hygge mig�?� og desember býður upp á það. �?g elska líka fjölskyldustundirnar, matarboðin og að senda jólakort til allra sem mér þykir vænt um, ég verð líka einstaklega væmin og hugsa mikið um það sem ég er þakklát fyrir í lífinu. �?g fór t.d. að gráta í verslunarmiðstöð um daginn þegar lítil börn í lúðrasveit voru að spila jólalag, mér fannst þau svo dugleg.�??
�?tla að vera tvö saman í Danmörku
Hvernig verður jólunum háttað nú þegar þið Heimir eruð flutt til Danmerkur? �??Við ætlum að vera bara tvö saman hér í Danmörku. �?g þarf að vinna milli jóla og nýárs og okkur líkar rosalega vel að eiga ótrúlega róleg jól. Við vorum líka ein á síðustu jólum, vorum á náttfötunum allan daginn og Heimir eldaði önd fyrir okkur og ég gerði tiramisú, óvart uppskrift fyrir 8-10 manns, en við kláruðum það. Mamma, amma, afi og bróðir minn eru í heimsókn núna og pabbi og systir mín komu í heimsókn í október, þannig að maður lifir á þeim minningum þótt við séum ekki saman á sjálfum jólunum,�?? segir Sunna.
Blandar saman íslenskum og dönskum jólahefðum
Jólahefðir Sunnu eru bæði danskar og íslenskar en hún byrjar ávallt að skreyta og hlusta á jólalög 1. desember. �??�?g vil eiga jóladagatal þar sem maður fær einn pakka á hverjum degi, ég elska að vakna og opna einn lítinn. �?g elska að kveikja á kertum í aðventukransinum og gefa aðventugjafir �?? en það er algengt hér í Danmörku í staðinn fyrir að jólasveinninn komi. �?g reyni svo að baka en með misgóðum árangri. Heima hjá mér hefur jólatréð alltaf verið skreytt á �?orláksmessu og borðuð skata hjá ömmu og afa. Við fórum á skötukvöld hjá Íslendingafélaginu í �?rhus á síðasta ári, það var fínt þótt það væri ekki á �?orláksmessu. �?að eru alltaf bækur á óskalistanum hjá mér og ég les alltaf á aðfangadagskvöld og mikið á milli jóla og nýárs. �?g skrifa jólakort og sendi. Fólk fær þau nú reyndar sjaldnast fyrir jól, en það er bara ákveðinn sjarmi við það.�??
Hvað er það besta við jólin að þínu mati? �??�?að besta við jólin eru kósýheitin, kærleikurinn, slökunin og kúrið. Elska snjóinn í því magni sem ég fæ hann hérna í Danmörku �?? þá er ég svo þakklát í þau fáu skipti sem hann kemur,�?? segir Sunna
Jólalagalisti Sunnu
�?að snjóar �?? Sigurður Guðmundsson. Fallegt og einlægt og textinn er yndislegur. Verð passlega meyr að hlusta á þetta og kemst í smá angurvært jólaskap. �?egar maður fær smá heimþrá um jólin finnst mér gott að hlusta á þetta og fá smá kusk í augun og hlakka til að hitta fólkið mitt næst.
Run Rudolph Run �?? Chuck Berry. Söng þetta lag á tónleikum í safnaðarheimilinu í Vestmannaeyjum eitthvert árið. Skemmtilegasta jólalag sem ég hef sungið. Blúsað, hresst og hægt að dilla sér við það. Jólalög þurfa ekki öll að vera hátíðleg og með djúpum boðskap, stundum má líka bara hafa gaman.
Happy Xmas (War is over)�?? John Lennon & Plastic Ono Band. Fallegur boðskapur og það er einstaklega hollt og gott að hugsa um þá sem minna mega sín í heiminum á jólunum og í raun allan ársins hring. En jólin eru einmitt tíminn sem allir ættu að nýta í að reyna að láta gott af sér leiða og hjálpa náunganum.
Endelig jul �?? Kim Larsen og Gasolin. �?essi plata var spiluð á hverjum jólum heima hjá mér eftir að við bjuggum í Danmörku í ár þegar ég var barn og pabbi kolféll fyrir Kim Larsen.
Jólasnjór �?? Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Svo flott raddsetning að ég fæ gæsahúð niður á tær. Dýrka þau systkini og ólst upp við tónlistina þeirra og kemst alltaf í jólaskap við að hlusta á þetta.
�?, helga nótt �?? Kristján Jóhannsson. �?g get nú aldeilis grenjað yfir þessu og finnst mjög hátíðlegt að heyra þetta í kirkju. �?egar ég hef verið hjá mömmu á jólunum þá fer ég yfirleitt í miðnæturmessu á aðfangadag og finnst það eitt það fallegasta og hátíðlegasta, þótt ég sé alls ekki trúuð.
Byrjar að huga að jólunum í ágúst
Undanfarin ár hefur Silja Elsabet verið búsett í London þar sem hún hefur lagt stund á nám í klassískum söng við Royal Academy of Music. Hefur hún einnig verið að koma fram á hinum og þessum tónleikum en fyrir skemmstu söng hún á jólatónleikum á Flúðum ásamt einvalaliði söngvara úr óperuheiminum, Kristjáni Jóhannssyni og Dísellu Lárusdóttur svo einhverjir séu nefndir.
�?rátt fyrir miklar annir fær Silja mánaðar jólafrí sem hún ætlar að eyða í Vestmannaeyjum í faðmi fjölskyldunnar. �??�?g er svo heppin að fá mánuð í jólafrí svo það kom ekkert annað til greina en að koma heim og halda uppá jólin með fjölskyldunni. �?ó svo ég hafi ekki búið í Eyjum síðan 2011 hef ég alltaf verið heima hjá mömmu og pabba um jólin.�??
Hlustar á jólalög í leyni
Myndir þú lýsa þér sem jólabarni? �??�? já, ég er algjört jólabarn, strax eftir afmælið mitt, 15. ágúst, byrja ég að plana jólagjafir og hlusta á jólalög í leyni en allir sem þekkja mig vita það vel að jólin eru minn uppáhalds tími. �?g alveg elska jólin,�?? segir Silja.
Eplaskífur og jólaglögg
Aðspurð út í jólahefðir segir Silja fjölskyldu sína hafa nokkra fasta liði og líkt og hjá Sunnu þá koma nokkrar þeirra frá Danmörku. �??Við fjölskyldan erum með þó nokkrar hefðir. Eplaskífur og jólalögg verður að vera á aðventunni, þessi hefð kemur frá Danmörku. Við bjuggum þar þegar mamma var að læra.�??
Eins og svo víða annars staðar þá er jólatréð einnig skreytt á �?orláksmessu og skata á boðstólnum. Við erum vön að skreyta jólatréð 23. desember en erum orðin rólegri með það núna. Skreytum bara þegar það hentar. Pakkarnir eru settir undir jólatréð á �?orláksmessukvöld og vel nostrað við hvern og einn pakka. Við borðum líka alltaf skötu á �?orláksmessu sem ég elska, minn uppáhalds matur. En annars held ég að matarhefðir okkar séu alveg í líkingu við aðra Íslendinga. �?jóðlegt og gott,�?? segir Silja og heldur áfram.
�??Á aðfangadag vöknum við og opnum pakka frá Kertasníki en það fá allir á heimilinu pakka frá honum. Eftir það borðum við jólagrautinn sem er extra góður grjónagrautur ala mamma, mjög leynileg uppskrift. �?að er mjög mikilvægt að borða grautinn í náttfötunum, hann bragðast betur svoleiðis. Eftir grautarátið er svo farið út í kirkjugarð. Eftir það fara allir í jólabaðið, hvert á fætur öðru, við förum ekki öll saman í bað! Mamma eldar svo jólamatinn og ég reyni að fylgjast grannt með svo að einn daginn maður gæti kannski eldað fyrir sína fjölskyldu, maður verður samt aldrei jafn klár og mamma.�??
Á jóladag kemur stórfjölskyldan saman og heldur lítið jólaball. �??�?ar borðum við hangikjöt og allt sem því fylgir. �?egar ég var lítil var þetta alltaf hjá ömmu og afa en núna er þetta heima hjá okkur sem er alveg dásamlegt og maður hlakkar alltaf jafnmikið til að hitta fjölskylduna.�??
Gleði, samverustund
og kuldi í lofti
Hvað er það besta við jólin að þínu mati? �??Gleðin, samverustundirnar og kuldinn í lofti. �?g elska hvað allir eru glaðir og ánægðir, skilningríkir ef eitthvað fer úrskeiðis og bara rólegir yfir þessu öllu saman. En ég legg líka mikið upp úr jólagjöfunum og hugsa vel og vandlega um hvað hver og einn á að fá svo ég bíð alltaf spennt eftir að pakkarnir frá mér verði opnaðir.�??
Jólalagalisti Silju
Holly Jolly Christmas �?? Bublé.
Dansaðu vindur �?? Eivör.
�?, helga nótt �?? Egill �?lafs.
Nú minnir svo ótal margt á jólin �?? Diddú.
We Need a Little Christmas �?? Glee.
Skammdegissól �?? Guðrún Árný.
The Christmas Song �?? Nat King Cole.
�?ú komst með jólin til mín �?? Björgvin Halldórs og Ruth Reginalds.
Jólanótt �?? Ragga Gröndal.
Jólastund �?? Stuðkompaníið.