Í lok nóvember tók Tryggvi Hjaltason þá ákvörðun að neyta engrar fæðu í heila sjö sólarhringa og drekka einungis vatn. Tryggvi, sem hefur um árabil verið mikill áhugamaður um föstu og áhrif hennar á líkama og sál, greindi frá framvindu föstunnar með daglegum færslum á facebook. �?hætt er að segja að áhuginn á þessu annars óvenjulega framtaki hafi verið mikill enda kannast flestir við þá ónotatilfinningu sem fylgir því að vera �??hungurmorða�?? og forðast það eftir fremsta megni.
Föstur orðnar fyrirbyggjandi meðferðir gegn sjúkdómum
Hvenær og hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir því að þú fórst að prófa þig áfram með föstu? �?g hef alltaf fylgst vel með nýjustu rannsóknum á sviði læknavísinda og sl. ár hafa verið að dælast út rannsóknir sem sýna að föstur virðast hafa mikil endurnýjunaráhrif í líkamanum niður á frumustigið. Í fjölda tilfella í Bandaríkjunum eru föstur orðnar fyrirbyggjandi meðferðir gegn sjúkdómum eins og krabbameini og Parkinson. Stutta og einfalda útskýringin er að við föstu byrjar líkaminn að eyða veikari frumum sem eru gjarnan þær frumur sem líklegri eru til að verða til vandræða. �?etta er eins og orkuskot á ónæmiskerfið,�?? segir Tryggvi.
Upplifir Guð sterkar í gegnum föstuna
Sjálfur byrjaði Tryggvi að fasta fyrir nokkrum árum út af trúarlegum ástæðum en ekki með neinum skipulegum hætti. �??�?g vildi skilja hvort það væri hægt að upplifa Guð sterkar í gegnum föstu eins og margir halda fram. Föstur eru mikilvægur þáttur í öllum stærri trúarbrögðum og það er mikið talað um föstur í Biblíunni og ekki að ástæðulausu eins og ég hef komist að. Frægasta fasta allra tíma er líklega þegar Kristur fer út í eyðimörkina og fastar í 40 daga og síðan kemur Lúsífer sjálfur til að freista hans. �?annig að maður getur ekki kvartað undan því að hafa ekki öflugt fordæmi og nokkuð áreiðanlega fyrirmynd í þessum efnum.�??
Langlífi og aukin lífsgæði
Áhrifin á líkamann fannst Tryggva hins vegar áhugaverð og vildi hann því skilja betur líffræðilegu hliðina. �??Núna fasta ég lengri föstur, a.m.k. þrjá sólahringa, á hverjum ársfjórðungi, sem er fyrst og fremst ætlað til að tryggja mér aukin lífsgæði og langlífi en líka til að temja hugann og halda mér öguðum. �?g stunda einnig að öllu jöfnu intermittent fasting eða ósamfellda föstu þar sem maður borðar allar máltíðir sínar innan 7-10 klst ramma á sólahring. �?etta er til að gefa meltingarkerfinu frí og að vera ekki alltaf að keyra upp insúlín í blóðinu.�??
Langaði í stærri áskorun
Fram að síðustu föstu hafði Tryggvi fastað lengst í fimm sólarhringa og voru því síðustu tveir sólarhringarnir ótroðnar slóðir. �??Mig langaði í stærri áskorun, ég hafði tekið fimm sólarhringa fyrr á þessu ári en langaði núna að gera þetta almennilega og mæla allt ferlið í leiðinni. �?annig að ég fór í heilsufarsmælingar við upphaf og lok föstu og einni viku eftir, ásamt blóðprufum og fituprósentumælingum. �?á hélt ég matardagbók ásamt því að skila inn daglegum uppfærslum um líðan mína og afköst á facebook síðunni hjá mér. �?g ákvað að gera þetta opinbert til að fá aukið aðhald.�??
Líkaminn mikil aðlögunarvél
�?að kann að hljóma undarlega en samkvæmt Tryggva þá voru síðustu tveir sólarhringarnir þeir auðveldustu í öllu ferlinu. �??�?á var ég einfaldlega kominn í nýtt orkujafnvægi og kominn með góða stjórn á hugsunum mínum og freistingum og leið þannig að ég hefði auðveldlega getað bætt við fleiri dögum,�?? segir Tryggvi og bætir við að einn daginn langi hann að ganga enn lengra og feta í fótspor Krists. �??Mig langar einn daginn að geta fylgt í fótsport Krists og prófa 40 sólahringa. �?g veit að mamma svitnar við að lesa þetta, hún hafði smá áhyggjur af mér, en slíkar föstur eru ekki óþekktar, þvert á móti. Líkaminn er gríðarlega mikil aðlögunarvél og virðist vera smíðaður í svona hringrásir með reglulegum �??skorti�??.�??
Andlega hliðin skiptir mestu máli
Hvernig undirbýr maður sig fyrir svona? �??�?g undirbý yfirleitt með nokkurra daga fyrirvara. �?g er búinn að sjá það mjög skýrt að getan til að líða vel í gegnum þetta er rosalega mikið í andlega undirbúningnum. �?g smíða t.d. aldrei neinar flóttaleiðir inn í föstuna. �?egar ég byrja þá bara veit ég að ég get ekki borðað aftur fyrr en á tíma X annars deyja allir, Vestmannaeyjar tapa og heimurinn missir Guð,�?? segir Tryggvi og heldur áfram.
�??�?að er síðan ótrúlegt að fylgjast með því hvað heilinn getur gert við líffræðilegu kerfin þegar hann hefur fengið mjög sterk skilaboð um að hann fái ekki mat næstu dagana. Hann stýrir þessu hrikalega skilvirkt og það er eitt af því skemmtilega við að fara í gegnum þetta, þú lærir á þolmörk og getu heilans. �?g verð ekki pirraður en ég finn alveg fyrir orkuleysi á köflum. �?á bara hugsa ég �??fyrir Vestmannaeyjar�?? eða �??svo börnin mín fái pabba í auka tvö ár�?? og þá fær orkuleysið tilgang og verður gefandi.�??
Lengsta skráða fasta sögunnar stóð yfir í 382 daga
Aðspurður hvar mörkin liggja segir Tryggvi lengstu skráðu föstuna sem vitað er um hafi staðið yfir í 382 daga og hafi verið gerð undir stífu eftirliti vísindamanna við háskóla í Skotlandi árið 1973. �??Sá aðili var 207 kg. við upphaf föstu og 82 kg. við lok hennar. Hann drakk bara vatn en fékk hinsvegar steinefni og vítamín eins og vísindamenn töldu öruggast. Fylgst var vel með honum eftir föstuna og engir kvillar fundust í kjölfarið. Sjálfur tel ég að 40 dagar séu í lagi eingöngu á vatni, en ég byggi það nú fyrst og fremst á þeim gífurlega fjölda sem hefur lagt í þannig ferðalög og lýst góðri líðan í kjölfarið. �?g tek það samt skýrt fram að ég hvet engan til að skella sér beint í 40 sólahringa föstu. Eina sem ég get sagt af eigin reynslu er að ég hef tekið sjö sólahringa bara á vatni og allar mælingar og líðan mín gefa til kynna að það hafi ekki bara verið skaðlaust heldur gott fyrir mig.�??
Sólarhringur fjögur erfiðastur
Hvernig myndir þú lýsa ferlinu dag frá degi, bæði andlega og líkamlega? �??Ef þú ert rétt andlega undirbúinn þá er þetta ekki nærri því eins erfitt og flestir virðast halda. Fyrstu dagarnir eru erfiðastir þegar þú ert að aga heilann til að vera ekki sífellt að hugsa um mat. �?egar það kemur glúkósafall circa við lok dags tvö þá er það yfirleitt frekar erfitt, en síðan fer líkaminn í Ketosis ástand þegar hann byrjar að brenna fitubirgðum líkamans fyrir orku og upp úr því ná flestir jafnvægi, kannski á fjórða til fimmta degi. Sjálfum fannst mér sólahringur fjögur langerfiðastur núna en það gæti líka tengst því að ég fór með börnin mín þrjú í Kringluna í nokkrar klukkustundir á laugardegi í jólatraffíkinni, sem á venjulegum góðum degi er ágætis áskorun,�?? segir Tryggvi.
Kom á óvart hversu auðvelt þetta var
Var eitthvað sem kom þér á óvart varðandi föstuna sjálfa og niðurstöður blóðrannsókna? �??�?að kom mér á óvart hvað þetta var létt, síðustu föstur hjá mér sem voru styttri voru erfiðari. �?að kom mér og lækninum mínum líka á óvart hvað fastan hafði í raun lítil áhrif á flest gildi sem mæld voru í blóðprufunum. Næstum öll gildi voru góð fyrir og við lok föstu sem fyrir mér er bara frekari staðfesting á því að líkaminn á auðvelt með að stýra sér í svona orkuskorti,�?? segir Tryggvi og heldur áfram.
�??Áhugaverðasta niðurstaðan úr blóðprufunum var líklega að B12 vítamín í blóði margfaldaðist hjá mér. B12 gegnir lykilhlutverki við virkni heilans og taugakerfisins og við að smíða nýjar taugabrautir (ný þekking og færni) vegna þess að það er nauðsynlegt við framleiðslu á Mýelíni (einangrunarefni taugabrauta). B12 gegnir einnig lykilhlutverki við myndun rauðra blóðkorna og er mikilvægt við orkuvinnslu hjá frumum og sérstaklega hjá fitusýrum og amínósýrum og við DNA �??synthesis�??.�??
Missti 1,1 kg. af fitu
Á meðan á föstunni stóð missti Tryggvi nokkur kíló eins og við var búist en að hans sögn var hann fljótur að vinna það upp aftur vikuna eftir. �??�?g missti 1,6% fitu á þessum sjö dögum og 5,8 kg eða um 820 gr. á dag sem sem er 7,4% af heildarþyngd minni í byrjun föstu eða meira en 1% á dag. �?g fékk 4 kg. aftur tilbaka í vikunni eftir föstuna en þá var líkaminn að fá vökva aftur inn í vöðvana og að vinna sig upp í jafnvægið sitt (Homeostasis) en ég er almennt séð í góðu þyngdarjafnvægi. Nettó áhrif föstunnar voru að ég missti 1,1 kg af fitu eða 16% af allri fitunni á skrokknum á mér og ekkert af vöðvum.�??
Sló eigið armbeygjumet í kjölfarið
�?að var ekki síður spennandi fyrir Tryggva að sjá hver geta hans á æfingum var eftir föstuna en samkvæmt honum varð hann ekki fyrir vonbrigðum. �??�?að er þekkt að vaxtarhormón og testasterón getur aukist töluvert í blóði við föstur því það virðist vera að líkaminn sé að undirbúa sig fyrir átök eða veiðar eða eitthvað svo maður geti nú tryggt sér mat. Mér tókst a.m.k. að slá samfellda armbeygjumetið hjá mér þrem dögum eftir föstuna þegar ég tók 108 armbeygjur í einu, en ég hafði tekið annað svona armbeygjupróf circa viku fyrir föstuna og náði þá 102 armbeygjum. �?g hef verið að taka eins til tveggja klukkustunda stífar æfingar á hverjum degi frá því ég lauk föstu og hef náð hámarksátaki úr þeim öllum.�??
Einnig segir Tryggvi áhugavert hve góð áhrif fastan hafði á húð hans en eiginkona hans tók sérstaklega eftir því. �??Guðný segir að húðin mín hafi verið svo slétt og fín eftir þetta, sem er áhugaverður þáttur sem margir lýsa, ég hef ekkert skoðað djúpt hvað kunni að valda því samt.�??
�??Hún var himnesk�??
Hvernig var tilfinningin þegar þú fékkst þér loksins að borða og hvernig tók líkaminn í það? �??Hún var himnesk. Bragðið var svo mikið og ég fann mjög greinilega hvernig það kviknaði á fullt af kerfum í skrokknum. �?að er alltaf mælt með að fara sér varlega eftir svona langar föstur og byrja bara á grænmetissoði og eitthvað en það passar ekki alveg við minn karakter þannig að ég fór beint og fékk mér fjóra diska af dýrindis kjúklingarétti sem Guðný eldaði. Eftir matinn fann ég bara hvernig blóð og orka streymdu í meltingarkerfið og það var síðan bara eins og ég hefði verið svæfður og ég svaf djúpum góðum svefni þangað til ég vaknaði næsta dag og fattaði að ég hafði sofið tveimur klukkustundum yfir mig.�??
Næstu daga í kjölfarið fann Tryggvi einungis fyrir góðri líðan, engir magaverkir né annars konar óþægindi. �??�?g fór líka að finna alveg sérstaklega fyrir því næstu daga hvað það fer mikil orka og tími í að vera alltaf að borða, það eru líklega tvær klukkustundir á dag sem eru undirlagðar í að undirbúa og borða mat og vera síðan dasaður á meðan maður meltir hann.�??
Mælir með að allir prófi einn sólarhring
Lokaniðurstaða Tryggva í þessu öllu saman er að líkaminn ræður einstaklega vel við allt þetta ferli og það sé greinilega hægt að nota föstu til að skera niður fitu án þess að það kosti vöðva. �??�?g mæli með að allir prófi a.m.k. einn sólahring þó það sé ekki nema bara fyrir aga æfinguna og til að kynnast líkamanum þínum og hausnum aðeins betur,�?? segir Tryggvi að endingu.