�?tkallsbækur �?ttars Sveinssonar hafa í 24 ár í röð verið eitt vinsælasta lesefni Íslendinga sem leggja þær ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Hann er höfundur hraðrar frásagnar og mikillar spennu úr íslenskum raunveruleika. Einlægar frásagnir þeirra sem lenda í raununum, aðstandenda þeirra og björgunarfólks láta engan ósnortinn.
Í foráttubrimi á stórgrýtisklöppunum í Nýja hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar 1982. Björgunar- og slökkviliðsmenn brjótast á strandstað belgíska togarans Pelagus í kolniðamyrkri. Fjórir aðframkomnir skipsbrotsmenn standa hoknir og skjálfandi uppi á hvalbaki skipsins. �?eir þurfa að binda sig svo að þeim skoli ekki fyrir borð í hvítfyssandi ágjöfunum – skipstjórinn er á nærfötunum. �?egar búið er að bjarga þeim með naumindum í land hefst einn dramatískasti kafli í íslenskri björgunarsögu. �?rír aðrir skipbrotsmenn eru um borð á lífi. Í 5 klukkustundir vita björgunarmennirnir ekki af þeim og Belgarnir ekki af hinum. �?tilokað er að komast til Belganna nema að hætta eigin lífi. Og það gerðu íslensku björgunarmennirnir.
Bart Gulpen, sem var 17 ára, segir frá því í fyrsta skipti þegar hann beið eftir björgun. Hann horfðist í augu við dauðann í 7 klukkustundir. �?á gerðust óvæntir og ógnvænlegir atburðir. Guðmundur Richardsson lýsir því þegar hann horfði á sinn besta vin berjast fyrir lífi sínu án þess að hann gæti komið honum til bjargar. Eyjamenn greina einnig frá því þegar hinn hugumstóri heilsugæslulæknir í Eyjum, Kristján Víkingsson, reyndi að koma til bjargar. Afleiðingarnar urðu að harmleik.
Við grípum hér niður í frásögnina:
Um klukkan 05.10: Vandræði með björgunarstólinn
Um fimmtíu björgunarmenn voru nú komnir á strandstaðinn. Eftir að tekist hafði í fyrstu tilraun að skjóta línu yfir í Pelagus þurftu þeir að færa sig til með línuna í hraunklöppunum til þess að koma henni nær skipbrotsmönnunum uppi á hvalbaknum. �?á tókst hraustasta skipverjanum, Roland Billiaerd stýrimanni, að teygja sig eftir línunni innan um brotin og ágjöfina. Hann hélt fast í endann, taugina sem nú var í raun það eina sem gat bjargað lífi hans og félaga hans. Nú pírði Roland augun í átt að landi. Hvað myndu mennirnir þarna uppi gera núna? Hvað vildu heimamenn, sem höfðu brugðist svo skjótt við og komið til aðstoðar, að hann og félagar hans gerðu næst? Nú festu Eyjamenn þyngri línu með blökk við skotlínuna í landi. Skipbrotsmönnunum var svo gefið merki um að draga hana til sín. Belgísku fjórmenningarnir á hvalbak Pelagusar voru sumir hverjir, ekki síst skipstjórinn, aðframkomnir af vosbúð, enda dugði klæðnaður þeirra afar skammt í miskunnarlausum áganginum af ísköldu briminu.
Elías Baldvinsson varaslökkviliðsstjóri fylgdist með Belgunum á hvalbaknum: �??�?ví miður virtust þeir vera óklárir á því hvernig þeir ættu að fara að. �?eir drógu reyndar til sín blökkina með dráttarlínunni en í stað þess að hafa dráttartaugina lausa rígbundu þeir blökkina við rekkverkið framan á hvalbaknum með tvöföldu bandi. �?að var því ekki hægt að draga björgunarstólinn út í skipið. Við reyndum að kalla til skipverjanna á ensku og fá þá til að losa dráttartaugina, en þeir virtust ekkert skilja og svöruðu okkur á frönsku eða flæmsku sem enginn okkar skildi. �?að leið óratími, margar mínútur, þar til einn skipbrotsmannanna áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. �?etta var stór maður og greinilega best á sig kominn af skipbrotsmönnum.�?? �?að var Roland stýrimaður, kraftalegasti skipbrotsmaðurinn, sem nú losaði blökkina og gekk rétt frá henni. Redgy Calcoen háseti virtist eðlilega vera hræddur í þessum hrikalegu aðstæðum. �?etta var nokkuð sem hann hafði aldrei verið nálægt því að reyna áður þó að hann væri reyndur sjómaður. Fjórmenningunum, sem höfðu eygt litla von um að komast lífs af eftir að togarinn strandaði, hafði fundist stórkostlegt að sjá íslensku björgunarmennina koma á vettvang. En mundi takast að bjarga þeim? Hvernig virkaði eiginlega þessi búnaður? Nú þurftu þeir greinilega að klifra út fyrir rekkverkið, fara ofan í dinglandi björgunarhring og yfir gínandi hyldýpið og ólgandi brimið á milli togarans og hraunhamarsins þar sem björgunarmennirnir höfðu komið sér fyrir. �??Roland, viltu ekki fara fyrstur svo að við getum séð hvernig þetta er gert?�?? sögðu félagar hans og lögðu allt sitt traust á hann. Stýrimaðurinn hafði reyndar einhvern tíma áður séð svokallaðan bátsmannsstól. Nú mátti í raun engan tíma missa því að það styttist í að mennirnir hefðu ekki lengur mátt til að standa í fæturna í þessum kulda og ágjöf. Hraustmennið Roland klifraði nú yfir rekkverkið, hélt sér vel og smeygði sér svo niður í björgunarstólinn. �?egar hann var tilbúinn hófu Eyjamenn að draga hann yfir brimið og áleiðis upp að klettunum þar sem þeir stóðu. Björgunarmenn sem stóðu á klöppum fyrir neðan áttu að reyna að tryggja sem best að maðurinn kæmist klakklaust í land. Björgunarlínan sem stóllinn var í var löng og lá niður á við úr klettunum. �?egar skipið valt til og frá kom ýmist á hana slaki eða það strekktist á henni. Roland sveiflaðist upp og niður og til hliðanna og fór af og til á kaf í sjó þegar verið var að draga hann. �?etta var hrikalegt á að horfa og ekki að undra að þrekaðir Belgarnir væru skelkaðir.
Klukkan 5.20:
Stóllinn fastur á miðri leið
�?egar Roland var kominn í land var stóllinn dreginn aftur út í skipið. Daniel vélstjóri var tilbúinn að fara næstur. Vel gekk að koma honum í stólinn og svo var hann dreginn í land. Mjög var dregið af Gustaaf skipstjóra og hann ákvað að fara næstur �?? skipstjórinn var því þriðji maður af þeim sjö sem höfðu lifað strandið af til að yfirgefa skipið. Redgy Calcoen var betur á sig kominn en skipstjórinn. Hann átti því að fara síðastur af mönnunum á hvalbaknum.
Sjórinn færði mennina hvað eftir annað í kaf meðan þeir voru dregnir í land. Sigurður �?. Jónsson hjálparsveitarmaður fylgdist með:
�??Björgunarstóllinn var dreginn niður á við ofan af klettunum. �?egar mennirnir á hvalbaknum voru komnir í stólinn og þeir dregnir í land fóru þeir niður á við að flæðarmálinu þar sem björgunarmenn, festir við línu, stóðu í brotunum og tóku við þeim. �?egar þriðji maðurinn var að gera sig kláran varð einhver bið, en þegar maðurinn var loksins kominn í stólinn og byrjað var að draga hann í land flæktist hann í skotlínunni og sat fastur. Mér fannst eins og það þyrfti að hífa hann til baka til að fá slaka á línuna sem hann var flæktur í. Sá sem var eftir um borð reyndi að hjálpa til og sá sem var verið að draga reyndi að sparka þessu af sér sjálfur.�??
Gunnar Marel Eggertsson var 27 ára félagi í Björgunarfélagi Vestmannaeyja: �??�?egar ég horfði á sjómennina úti í skipinu fannst mér þeir vera alveg aðframkomnir �?? ég var í vafa um hvort þeir kæmust yfir rekkverkið og niður í björgunarstólinn. �?að gekk líka svo rosalega yfir skipið. �?essi maður sem nú var að fara í stólinn var mjög tæpur. Hann var svo slappur. Mennirnir rétt náðu að hanga þarna á hvalbaknum þegar ólögin gengu yfir. �?að var eiginlega kraftaverk að þessi maður skyldi standa í fæturna, ná að halda sér þarna uppi á hvalbaknum og koma sér svo í stólinn.�??
Selma Guðjónsdóttir var 49 ára hjúkrunarforstöðukona á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Hún var farin að undirbúa starfsfólk sitt fyrir komu hrakinna og slasaðra sjómanna: �??Tryggvi Jónasson, umboðsmaður útgerðar togarans, hafði verið í sambandi við okkur á sjúkrahúsinu til að upplýsa okkur um það sem var að gerast. Við höfðum fengið óljósar fréttir í fyrstu og Tryggvi hafði þurft að fara á milli staða um nóttina. �?g gerði ráðstafanir til að starfsfólkið færi að búa allt undir að taka á móti hröktum sjómönnum.�?? Laufey Sigurðardóttir var 26 ára sjúkraliði á sjúkrahúsinu. Hún var á næturvakt þegar björgunaraðgerðirnar stóðu yfir: �??Við fengum fréttir af því að það hefði orðið sjóslys og fórum strax að undirbúa komu skipbrotsmanna, losa sjúkrastofur og hita þær upp fyrir kalda sjómenn, hita föt og setja í alla hitapoka og láta renna heitt vatn í baðkerið. Við fengum líka barnaolíu sem var góð til að hreinsa olíubrák af húð manna.�??
Fimm klukkustundum síðar: �?eir voru alveg frosnir
Miskunnarlausar brimöldurnar gengu með reglulegu millibili inn á þilfar Pelagusar sem hallaðist mjög yfir í stjórnborða �?? út að hafinu. Nú varð að gæta þess að enginn lenti í þeim því að þá var voðinn vís. Uppi á hvalbaknum sá Guðmundur skyndilega að Hannes �?skarsson gerði sig líklegan til að klifra niður stigann og þaðan til mannanna: �??�?g sagði Hannesi að hann mætti alls ekki fara niður, enda hafði ég ströng fyrirmæli þar um. �?g var líka búinn að sjá hvernig ágjöfin skall á stiganum og dyrakarminum. Mér fannst Hannes lítið vilja hlusta á mig, en hann sagðist þá mundu verða í stiganum. Mér sýndust skipbrotsmennirnir í veiðarfærageymslunni vera stjarfir af hræðslu, þeir voru alveg frosnir.
Bart var nú að ná bandinu sem Guðmundur og Pálmar höfðu útbúið: �??Lykkjan á reipinu sem þeir sendu mér var með stórum hnút, hálfgerðum hengingarhnút. �?egar ég setti hana utan um mig fannst mér ég vera öruggur �?? fastur í lykkjunni. �?g hafði nú setið þarna í um sjö klukkustundir. �?etta höfðu verið verstu stundir lífs míns, en var þessari hörmung hugsanlega loksins að ljúka? �?egar björgunarmennirnir toguðu í mig hjálpaði ég til með höndunum.�?? Pálmar og Guðmundur hjálpuðust nú að við að draga Bart upp á hvalbakinn. Kristján og Hannes voru uppi, reiðubúnir að taka við honum. Nú var Bart að koma út úr geymslunni og lyftist frá þilfarinu þegar Guðmundur og Pálmar toguðu hann rösklega upp. Kristján tók á móti honum og síðan hjálpuðust þeir Guðmundur að við að koma honum í björgunarstólinn sem var tilbúinn við hvalbaksrekkverkið bakborðsmegin. Strax á eftir hófust Hannes og Pálmar handa við að koma næsta manni, Marcel, upp á hvalbakinn.
Pálmar sá að Bart fór í einu og öllu eftir fyrirmælunum sem þeir Guðmundur höfðu gefið honum: �??Nú var næsti maður tilbúinn. �?að var erfitt að tala við Belgana því að þeir virtust bara tala flæmsku eða frönsku, en þetta gekk samt ágætlega. Næsti maður var breiðari en hinn, það gekk nokkurn veginn eins með hann, nema að hann hikaði í dyrunum. Hurðin skelltist á hann en svo tókst okkur Hannesi að draga hann að stiganum bakborðsmegin.�??
�?g ákvað að loka bara augunum
Guðmundur og Kristján læknir höfðu hjálpast að við að koma Bart í björgunarstólinn:
�??Mennirnir hjálpuðu mér í stólinn, þetta var alveg nýtt fyrir mér. �?eir létu mig krækja handleggjunum um bönd þannig að ég gæti haldið mér. �?g var mjög hræddur, enda var hátt niður og ólgandi brimið allt í kring. Svo var ég dreginn af stað. Allt í einu var ég eins og í lausu lofti og ekkert nema ólgandi sjórinn fyrir neðan mig. Stóllinn sveiflaðist upp og niður. Hrikalegt bjargið var fram undan þar sem var fullt af fólki. �?g ákvað að loka bara augunum.�??
�?egar þeir Guðmundur og Kristján gáfu björgunarmönnum í landi merki um að draga stólinn með Bart frá skipinu hafði þeim Pálmari og Hannesi tekist að draga Marcel upp á hvalbakinn. Hann var mjög þungur og það hafði hjálpað þeim að geta einnig notað stigann en þurfa ekki að toga hann eingöngu upp með bandinu. Guðmundur og Kristján hjálpuðu þeim við að koma Marcel alla leið upp á hvalbakinn og hjálpuðu honum síðan að komast í stólinn. Belginn var sver, þungur og máttfarinn og því erfitt að koma honum út fyrir rekkverkið og niður í sætið. �?að var margra metra fall niður í brimið ef ekki var varlega farið. Guðmundi �?lafssyni var það vel ljóst að menn yrðu að gæta sín: �??Mér fannst ganga mjög illa að koma skipbrotsmönnunum út úr veiðarfærageymslunni. Skipverjinn sem kom næst var sver og þungur �?? það var erfitt að koma honum fyrir í björgunarstólnum. Við neyddumst til að fara út fyrir rekkverkið til að stýra manninum niður í hann. �?á tók ég eftir því að Kristján hafði ekki bundið líflínuna sína svo að ég skipaði honum að gera það þegar í stað, og hann hlýddi mér. Eftir nokkurn tíma tókst okkur að koma manninum fyrir í stólnum. �?egar hann var dreginn í land fór ég að huga að því að ná síðasta skipbrotsmanninum sem var eftir niðri. �?g sá að það var erfiðleikum bundið �?? hann stóð við þröskuldinn og þorði ekki út.�??